Jæja, þá er ég búinn að eyða dágóðum tíma í að skoða úrvalið á góðum prenturum, eiginlega bara svona fjölnotatæki og þá sérstaklega frá Canon og HP og hér er ég með smá lista yfir þá sem mér líst best á. Endilega komið með einhver hress komment á þá
HP Photosmart 3310 All-in-One -
nánar um hann
Mér líst helvíti vel á þennan, hann er prentari, skanni, ljósritunarvél og fax (þarf það samt ekki...). Það er hægt að tengja hann þráðlaust við router og hann er á rétt um 40þús. hjá Elko en ég sé ekki betur en að sjálf
HP Búðin sé með nákvæmlega sömu týpu á hvorki meira né minna en tæp 53þús. og líka
Tölvutækni en þar er hann víst á tæpan 50þús. kall!

Svo þessi kaup hljóma bara ansi vel

Held reyndar að ástæðan fyrir mismuninum sé sú að einn þeirra sé bara 3310 týpan en hinir tveir séu 3310v og/eða 3310xi en það kemur hvergi fram og
HP.com segir ekkert um muninn. Eini gallinn svo annars við þennan prentara er að hann virðist ekki geta prentað á CD sem mig langar svoldið að geta gert þó það sé nú ekkert skilyrði
HP Officejet 6310 -
nánar
Þessi lýtur líka mjög vel út. Hann er að vísu ekki með þráðlausa tengingu en hann býður upp á tengingu með snúru. Ég vil helst hafa þráðlausa tengingu en gæti svosem notað snúru nettengingu, en það yrði samt smá vesen þar sem öll tengi á router eru í notkun
Jamm... held að þetta séu bara 2 þeir bestu sem passa við kröfurnar mínar. Sá reyndar nokkra góða Canon prentara á
att.is og margir, ef ekki allir, geta prentað á CD sem er fínt en ég sé bara einn fjölnota prentara og hann er ekki með neina nettengingu eins og þessir tveir HP prentarar að ofan.
Held að ég muni enda með HP 3310 en er ekki alveg 100% viss eins og er. Ef þið vitið um annan svipaðan eða jafnvel betri sem hefur farið framhjá mér þá endilega láta mig vita

Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]