Síða 1 af 1
CD skrifari með VESEN !
Sent: Mán 25. Des 2006 20:20
af ÓmarSmith
sælir.
ég er að reyna að skrifa diska á vélinni hans pabba en það kemur allta þessi villa upp. Það gerist alltaf í sirka 10%.
Þetta er vél sem er keypt í Expert fyrir um 4 árum síðan. P4 2.4 vél og þaðan eftir götunum.
Það er alveg sama hvað þú reynir að skrifa þetta kemur alltaf. Líka getur maður ekki breytt hraðanum. hún er föst á 4X.
Kannast einhver við þessa villumeldingu og hvernig maður losnar við þetta ?
Er málið að kaupa nýtt CD drif eða er þetta böggur í WIN ?
Sent: Mán 25. Des 2006 21:31
af Heliowin
Þetta gæti verið slæmir diskar eða jafnvel að þurfi að setja brennsluhugbúnaðinn upp á ný. Annar möguleiki væri að leita eftir Firmware update fyrir brennarann en ég mynd reyna hitt fyrst.
Sent: Þri 26. Des 2006 01:26
af Cikster
Mér finnst þetta hljóma ótrúlega líkt og hefur gerst fyrir tölvur sem eru með leikum sem hafa Starforce vörnina. Hún á það að til að lækka hraðan á skrifurum niður í nánast ekki neitt og nær jafnvel að fara verr með nýlega dvd skrifara.
Googlaðu starforce remover og athugaðu hvort hann finni eitthvað í felum í tölvunni.

Sent: Lau 30. Des 2006 20:43
af ÓmarSmith
Starfore var ekki í vélinni , og ég er búinn að un installa nero og setja inn nýrri útgáfu ( 7 )
spurning hvort að drifið sé að skíta á sig :S
og við erumbúnir að prufa4 mism. diska.
Sent: Lau 30. Des 2006 23:19
af ManiO
Dem, ætlaði að spurja þig hvort að Alcohol120% væri á tölvunni, en svo sá ég að þetta væri tölva pabba þíns þannig að þar fór það sennilega.
Sent: Mið 03. Jan 2007 11:18
af ÓmarSmith
Bring out the gimp .....
hefur enginn lent í þessu ..
vantar svar sem fyrst annar kaupi ég nýjan skrifara.
Sent: Fös 05. Jan 2007 01:02
af Skoop
ég lenti í þessu sam e.h. tíman, ég keypti nýjan skrifara eftir að hafa testað nýjar snúrur, og önnur brennsluforrit fékk alltaf þetta fixation error.
geturðu brennt diska með innbyggða brennsluforritinu í windows explorer ?
Sent: Fös 05. Jan 2007 10:04
af ÓmarSmith
Lét pabba fá DVD skrifarann minn og ég fæ mér nýjann.. Málið dautt.
Sent: Fös 05. Jan 2007 10:55
af beatmaster
Ég hefði prufað að update-a firmware-ið...
Sent: Fös 05. Jan 2007 10:57
af ÓmarSmith
fann ekkert.
Drifið er bara skráð ATAPI en ég fann ekkert Vöruheiti sbr. Matsita, Pioneer eða neitt. Kom hvergi fram.
Þetta er eitthvað value drif frá 2002 eða álíka. Kostar ekkert að kaupa nýtt svo sem
