Uppfærsla


Höfundur
Arnar
Staða: Ótengdur

Uppfærsla

Pósturaf Arnar » Sun 31. Ágú 2003 18:51

Núna er ég svona að fara að spá í að fara að uppfæra tölvuna svona áður en HL2 kemur og einhverjir aðrir leikir, en þá er ég að pæla svona næstum upp í 80þús.

Ég er með núna ABIT AT7-MAX2 móðurborð og AMD2000xp, GF4Ti4600, og 512mb DDR 333mhz minni.

Ætti maður að fara að kaupa sér nýtt intel móðurborð og pentium örgjörva ?
Ég var þá að spá í 2.4Ghz-2.8Ghz, svo eitthvað móðurborð sem er gott fyrir þann örgjörva.
Ef ég fæ mér 800fsb pentium, þarf ég þá ekki að fá mér líka 400ddr minni ? Þannig að mér sýnist að ef ég fer í intel að þá sé móðurborð+örgjafi+minni nálægt 70þús-80þús.

Eða bara að kaupa nýjan AMD örgjörva og nýtt skjákort, en er þetta Ti4600 kort svosem ekki að höndla vel í þessum nýju leikjum ?

En hvað haldið þið að sé best fyrir þessa fjárhæð ?

Takk



Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Pósturaf odinnn » Sun 31. Ágú 2003 19:15

hvar ætlar þú að kaupa þetta Gf 4600 kort? því ég sé ekki neina verslun sem er að selja það á vaktin.is. annars eru margir sem eru að kaupa bugdet að kaupa Ati 9600 eða 9500 eða jafnvel ef þú vilt eyða aðeins meira í skjákort þá er Ati 9700 góður kostur. í sambandi við örgjörva þá myndi ég velja annað hvort Intel 2.4 800 eða AMD XP2500 Barton og síðan eitthvað gott minni (muskin eða kingston) og setja þetta allt á Asus móðurborð.



Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1312
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 103
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Fletch » Sun 31. Ágú 2003 20:15

ég mæli allavega með að þú fáir þér DirectX 9 skjákort, Ti4600 er það ekki...

nýju leikirnir verða allir dx9...

Fletch




Höfundur
Arnar
Staða: Ótengdur

Pósturaf Arnar » Sun 31. Ágú 2003 20:17

Var að meina að ég er með 4600kort og var að spyrja hvort það væri ekki nóg í nýju leikina.



Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1312
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 103
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Fletch » Sun 31. Ágú 2003 20:18

ah, ok ;)

getur uppfært bæði fyrir þennan pening, gefðu skjákortinu forgang...

Fletch




Höfundur
Arnar
Staða: Ótengdur

Pósturaf Arnar » Mán 01. Sep 2003 16:21

Ég hef tekið að tölvuhlutir hafa eiginlega ekkert lækkað í sumar, er það venjulegt að það gerist ekki um sumur eða eitthvað svoleiðis ?

Ætti maður þá kannski að fara að bíða eftir að verðin lækki á 9800 kortunum ?

En myndi myndast einhver flöskuháls á AMD2000xp með 9800pro 128mb ?
Eða myndi flöskuhálsinn myndast einhversstaðar annarrs staðar ?
En með AMD2500xp. Vil sjá allar hliðar :)




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mán 01. Sep 2003 17:33

jújú, þú getur alltaf beðið eftir að verðin lækki!



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 03. Sep 2003 03:52

ég myndi býða þar til í enda september, þá byrjar oftast allt að lækka. þeir sem að kaupa náttla mest tölvudótið eru unglingar. og flestir unglingar eru í vinnu á sumrin en í skóla á veturnar. tölvubúðirnar vita þessvegna að við eigum meiri pening yfir sumrin og erum ekki jafn mikið að spá í verðinu, svo þeir lækka ekki mikið yfir sumrin.
svo vita þeir að margir kaupa sér nýtt tjölvudót í skólann, svo þeir býða memð að lækka það þangað til að mesta umferðin er búin

þetta er sama sálfræði og bakvið 99.990kr verði allstaðar ;)


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
Arnar
Staða: Ótengdur

Pósturaf Arnar » Mið 03. Sep 2003 14:57

Ok geri það :)
Þá get ég líka sé hvernig HL2 höndlast í tölvunni, þá sé ég hvort ég þurfi betra stuff.

Hvað meinaru annarrs með 99.990kr dótinu?



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Markaðsfræði 101 ;)

Pósturaf gnarr » Fim 04. Sep 2003 00:07

hmm.. ef þú hefur einhvertíman unnið við að selja eitthvað.. eða eitthvað verið að spá í þessu.
Það er hægt að læra Markaðssálfræði í háskólum útum allt. hún byggist á því að kenna fólki að markaðssetja og læra á markaðinn.

sem dæmi: Jón vantar tölvu. hann skoðar í gegnum hillurnar hjá tölvulistanum og sér p4 2.6GHz örgjörfa á 10.260Kr. hann hugsar, "þessi er alltof dýr", hann heldur áfram að skoða, og í hillunni í tæknibæ er P4 2.6GHz á 9.890, hann lítur á hann og hugsar.. "hei, þessi er 2000 krónum ódýrari en hjá tölvulistanum".

Málið er að eru að skoða verð á svona hlutum, þá eigum við það til að breyta þeim ósjálfrátt í hausnum á okkur. 10.260kr verða 11.000Kr og 9.890kr verður 9000Kr. svo að jón fær það út að það sé 2000kr verðmunur á búðunum, þótt það sé bara 370Kr.

annað dæmi:

Dominos Pissa er með "Megaviku" nokkrum sinnum á ári. í megavikunni kosta allar pizzur af matseðli eða með 2 áleggjum(sem að kosta 270-360 vanalega pr. álegg) á 1000kr. Vanalega eru þær á bilinu 1190 - 2200.
jón útí bæ lítur á þetta og gapir! hann skilur ekki hvernig þeir geta verið að selja pizzurnar á hálfvirði og þessvegna flykkjast 100.000 jónar og kaupa sér pizzu, bíða jafnvel fleiri tímana í biðröðum.. fyrir pizzu.

Sannleikurinn sem að fæstir vita er sá að "tvennutilboðið" sem að byggist á því að þú kaupir brauðstangir á 370Kr og færð aðra pizzu frýa, gildir ekki með "megatilboðinu".
Með tvennutilboðinu getur td. fengið 2x magaritur og brauðstangir fyrir 1560Kr á tvennutilboði staðin fyrir bara 2 magaritur á 2000kr í megatilboði.

jóninn fattar heldur ekki að hann er ekkert að fá betra tilboð í megavikunni, NEMA að hann sé að kaupa sér pizzu sem að kostar meira en 2000kr, sem að fæstir gera.

...end of lesson ;)

ef þú spáir eitthvað í essu finnuru fullt af svona "svindlum".


"Give what you can, take what you need."


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fim 04. Sep 2003 09:03

hehe, ég hafði aldrei fattað þetta með megavikuna,
Jón úti í bæ í dæmi 2 er = gumol úti í bæ

En 9.870 kr. hugsast venjulega sem 10.000 kr. hjá mér




Höfundur
Arnar
Staða: Ótengdur

Pósturaf Arnar » Fim 04. Sep 2003 15:32

Já þú meinar það, hehe.
Hélt að það væri eitthvað sálfræðilega dót um að margar uppfærslur kostuðu 99.990kr :)

Var bara wtf.