HDCP...

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5536
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1031
Staða: Tengdur

HDCP...

Pósturaf appel » Fös 22. Jún 2007 15:18

Var að skoða skjákort um daginn og rakst á þetta "HDCP Ready". Fór og googleraði hvað þetta HDCP er, og það sem ég las hljómaði ekki vel.

Þetta stendur fyrir "High-bandwidth Digital Content Protection", yup, you guessed right, þetta er í raun DRM kerfi... (Digital Rights Management).

HDCP er notað í þeim tilgangi þegar framleiðendur myndefnis eru að selja næstu kynslóðar Blu Ray eða HD-DVD diska, geta þeir skilgreint að til þess að sjá myndefnið í FULL-HD (1080p) þá verði HD sjónvarpið að styðja HDCP einnig. Þ.e. HDCP í spilaranum talar við HDCP í sjónvarpinu, og þarna fer fram eitthvað handshaking og encryption.

Tilgangurinn er auðvitað til að stoppa piracy, svo fólk geti ekki á einfaldan hátt rippað diska. Reyndar er svo komið að búið er að hakka þessa vörn, þannig að hún á aldrei eftir að stoppa piracy, bara valda fólki óþægindum.

En hvernig óþægindum? Jú, fólk hefur verið að kaupa sér þessi "HD Ready" sjónvörp síðustu 2 ár, og hefur verið að eyða hundruðum þúsunda króna í nýtt, stórt og flott HD sjónvarp. En vandamálið er að mjög erfitt er að nálgast HD myndefni. Jafnvel búðirnar sem selja HD sjónvörp eru ekki að sýna demo í HD. Spilararnir eru ekki komnir, og diskarnir heldur ekki.

En þegar spilararnir koma, og diskarnir, þá eiga þeir eftir að notast við þetta HDCP kerfi. En það þýðir að þeir sem eru með sjónvörp sem styðja ekki HDCP geta ekki horft á myndefnið í fullum gæðum, heldur verður myndin DOWNGREIDUÐ úr t.d. 1080p niður í einhverja PAL upplausn.

Þannig að jafnvel þó þú eigir "FULL HD" sjónvarp, sem getur spilað 1080p, þá þýðir það ekki að þú getir horft á myndefni í 1080p ef diskurinn, spilarinn notast við HDCP (sem allir munu nota) og sjónvarpið þitt styður ekki HDCP.

Þetta er náttúrulega algjört ripoff. Ég trúi því ekki að neytendur eigi eftir að taka þessu, held að það verði nú bara uppreisn. Fólk á eftir að koma með sjónvörpin sín þar sem það keypti þau og svoleiðis henda þeim í starfsfólkið fyrir að svíkja sig. "HD-Ready/Full-HD my ass! Get ekki einu sinni spilað þennan HD-DVD/Blu Ray disk!".

Nokkrar fínar greinar um þetta á ensku:
http://www.drmblog.com/index.php?/archi ... D_DRM.html
http://www.theprojectorpros.com/learn.p ... eater_hdcp


*-*

Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 7
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf arnarj » Fös 22. Jún 2007 15:37

ekki beinlínis nýjustu fréttir en fínt lesefni fyrir þá sem hafa misst af þessu.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5536
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1031
Staða: Tengdur

Pósturaf appel » Fös 22. Jún 2007 15:43

arnarj skrifaði:ekki beinlínis nýjustu fréttir en fínt lesefni fyrir þá sem hafa misst af þessu.


Ekki vissi ég af þessu, og er þó nokkuð tæknilega sinnaður :) Efast um að "venjulegt fólk" sé mikið inni í þessum málum, sem er meirihluti þeirra sem hafa keypt sér HD sjónvörp undanfarið.


*-*


DoRi-
</Snillingur>
Póstar: 1023
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:18
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoRi- » Fös 22. Jún 2007 15:47

búinn að vita aðþessu í ágætis tíma
veit td að þú verður að vera með HDCP skjá/sjónvarp til þess að horfa á Blue Ray eða HDDVD í Vista




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Fös 22. Jún 2007 15:52

Magnað að þú skulir ekki hafa heyrt af þessu. Sérstaklega miðað við hversu mikið var talað um þetta áður en Vista kom út.

Eeeníveis.

Þetta er nú þegar byggt inn í flest tæki (HD-DVD spilara, Blu-Ray spilara, LCD og Plasma sjónvörp o.s.frv) sem hafa HDMI eða D-DVI input eða output. Flestir nýjir flatskjáir styðja þetta og Nvidia kortin hafa stutt þetta síðan allavega Geforce 7 serían kom út (ef ég man rétt).

Það sem er hins vegar ótrúlega leim er þessi svokallaði Image Constraint Token sem talað eru m í sambandi við HD-DVD og Blu-Ray. Ef þessi token er settur á myndir heimtar myndin að HDCP sé til staðar og ef það er ekki þá skla myndin "downscaleuð" í aðeins hærri upplausn en 480p.

Sem betur fer þá hefur enginn útgefandi hvorki á Blu-Ray né HD-DVD ákveðið að setja þennan token á (enda er hann algjörlega optional) og búast margir við því að þeir sleppi því yfirhöfuð því það er nokkuð bókað að sá útgefandi sem gerir þetta fyrstur á eftir að fá allsvakalegar skammir í hattinn frá neytendum.

Þetta er ekki beint DRM heldur, þar sem þetta hindrar ekki að þú horfir á efnið en þetta getur hins vegar haft áhrif á gæði efnisins (ef ICT er notað). Þetta er í raun bara encryption á gögnunum milli outputsins úr spilaranum/skjákortinu og inputsins á skjánum.

PowerDVD hafa hins vegar verið svo ótrúlega glataðir að ef skjárinn eða skjákortið þitt styður ekki HDCP þá færðu ekki að horfa á HD-DVD eða Blu-Ray yfirhöfuð og eru margir ansi ósáttir við þá. Því miður eru þeir þeir einu (ásamt WinDVD) sem bjóða upp á HD-DVD eða Blu-Ray afspilun á PC ennþá en það er nokkuð ljóst að ég mun aldrei kaupa afspilunarbúnað frá þeim meðan þeir haga sér svona öfugt við alla aðra spilara. Þetta kemur ekki HDCP beint við heldur er algjörlega ákvörðun Cyberlink (sem þeir eiga skilið að missa viðskipti fyrir).

T.d. þá spilar Xbox 360 HD-DVD glimrandi vel gegnum bara Component enda er engin mynd sem nýtir sér ICT og því get ég horft á HD-DVD í fullum gæðum á 360inum mínum í 720p sjónvarpinu mínu heima.




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Fös 22. Jún 2007 15:53

DoRi- skrifaði:búinn að vita aðþessu í ágætis tíma
veit td að þú verður að vera með HDCP skjá/sjónvarp til þess að horfa á Blue Ray eða HDDVD í Vista


Neibbs... ekki "nauðsynlegt". Getur reddað þér AnyDVD HD (frá Slysoft) sem slekkur á þesusm takmörkunum. Athugaðu að þetta eru takmarkanir í WinDVD og PowerDVD en ekki Vista. Vista einfaldlega býður uppá að þessu sé fylgt eftir en ræður ekki sjálft hvort það er gert.

Þessi forrit hegða sér eins á XP.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5536
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1031
Staða: Tengdur

Pósturaf appel » Fös 22. Jún 2007 18:14

Ok, reynið að útskýra þetta fyrir mömmu minni, sem kann varla að skipta um rásir á sjónvarpinu.

Mér finnst einsog það HD "byltingunni" hafi verið þjófstartað, stór meirihluti þeirra sem eru með HD sjónvörp eru bara alls ekki að horfa á efni í HD. Auk þess virðist sem vera að sjónvarpsframleiðendur hafi sett á markað sjónvörp sem þeir vita að verði úreld innan 2-3ja ára.

Þú getur líkt þessu við þegar litasjónvarpið kom. Hver keypti slíkt og hélt áfram að horfa á allt í svarthvítu?
Í raun má líkja þessu við að búið er að selja milljónir "nýrra" litasjónvarpa, en allir horfa á allt í svarthvítu, og þegar efnið kemur í lit þá geta þessi litasjónvörp ekki séð efnið...heldur þarftu að kaupa nýtt! (smá alhæfing, en svona á fólk eftir að skilja þetta)

:)


*-*

Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 788
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 137
Staða: Ótengdur

Pósturaf Baldurmar » Fös 22. Jún 2007 18:45

appel skrifaði:Ok, reynið að útskýra þetta fyrir mömmu minni, sem kann varla að skipta um rásir á sjónvarpinu.

Mér finnst einsog það HD "byltingunni" hafi verið þjófstartað, stór meirihluti þeirra sem eru með HD sjónvörp eru bara alls ekki að horfa á efni í HD. Auk þess virðist sem vera að sjónvarpsframleiðendur hafi sett á markað sjónvörp sem þeir vita að verði úreld innan 2-3ja ára.

Þú getur líkt þessu við þegar litasjónvarpið kom. Hver keypti slíkt og hélt áfram að horfa á allt í svarthvítu?
Í raun má líkja þessu við að búið er að selja milljónir "nýrra" litasjónvarpa, en allir horfa á allt í svarthvítu, og þegar efnið kemur í lit þá geta þessi litasjónvörp ekki séð efnið...heldur þarftu að kaupa nýtt! (smá alhæfing, en svona á fólk eftir að skilja þetta)

:)


Það er nákvæmlega það sem að þeir eru að pæla.. Það eru hvað? 2? stórar sjónvarpsrásir í BNA sem að senda í HD, stöö 2 var bara um daginn að byrja að senda út í widescreen :roll: hvað eru mörg ár síðan allir fóru að kaupa 16:9/10 sjónvörp ?

Snýst bara um pengingana...

Sama er/var að ske í myndavélum, þær breytast varla neitt, nema að megapixla talan hækkar, er fyrir næstum alla er 3.2MP bara alveg nóg. Það er fínt til að prenta út mynd í 15x21cm.. En allir vilja fá sér 12MP myndavél vegna þess að það er nýjasta tækni..


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Fös 22. Jún 2007 20:04

Fólk er nú varla að kaupa sér 12MP vél sem er ekki SLR vél, og það er jú mjög þægilegt að vera með SLR vél, snýst ekki bara um upplausn.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 788
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 137
Staða: Ótengdur

Pósturaf Baldurmar » Fös 22. Jún 2007 22:16

4x0n skrifaði:Fólk er nú varla að kaupa sér 12MP vél sem er ekki SLR vél, og það er jú mjög þægilegt að vera með SLR vél, snýst ekki bara um upplausn.


Ég er bara að tala um compact vélar, þessar nýjustu eru 12.2MP


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb


Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Lau 30. Jún 2007 13:58

Takk fyrir upplýsingarnar, ég vissi ekki af þessu og finnst mér þetta alveg fáránlegt.

Liggur við að afturkalla þessi tæki, þar sem stendur allavega Full-HD ready


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Lau 30. Jún 2007 16:34

Baldurmar skrifaði:Ég er bara að tala um compact vélar, þessar nýjustu eru 12.2MP


compact vélar í dag eru flestar í ca. 7-8 mp




Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Taxi » Sun 01. Júl 2007 01:39

Xyron skrifaði:
Baldurmar skrifaði:Ég er bara að tala um compact vélar, þessar nýjustu eru 12.2MP


compact vélar í dag eru flestar í ca. 7-8 mp

Ég er nú búinn að eiga 8mp compact vél í 2 ár og finnst það ekki nýtt.

Ég færi allavega ekki að kaupa minna en 10mp í dag. :wink: