sælir Vaktarar..
ég er að fara að uppfæra tölvuna hjá mér.
fékk mér þessa sem ég er með fyrir þrem árum og hef ekki uppfært hana síðan.
ég keypti allt í gegnum att.is og var aðallega að leita mér að kick-ass hljóðkorti en núna er mig farið að langa að geta spilað nýjustu leikina án vandræða.
ég er ss að leita mér að örgjörva, móðurborði, vinnsluminni og skjákorti. einhver sagði mér að ég þyrfti nýtt power-supply þar sem mitt er bara 300w þannig að turn með 500w power-supply verður að vera með í kaupunum.. er með budget upp á 70 - 80 þ kr alls ekki ofar en 80 þ og undir 70 væri mjög gott.
ég var búinn að fara yfir þetta aðeins og sýnist þetta vera ódýrast hjá Att.is ef ég kaupi allt á einum stað.
það sem ég var að spá í er:
Intel Core 2 Quad Q8200 2.33GHz, 1333FSB 4MB cache, 45nm, OEM
25.950.-
MSI P41T-C31 - Intel P41T, 2xDDR2 800MHz, 1333FSB, 4xSATAII, 1x PCI-E 16X, GB lan, 7.1 hljóð
12.950.-
Corsair 800MHz ValueSelect 2GB 240pin PC2-6400 CL5, lífstíðarábyrgð
9.450.-
MSI GeForce N220GT-MD1G 1GB 810MHz GDDR2, 625MHz Core, DVI og VGA, HDMI, PCI-E 16X
15.950.-
Ace Core IV, svartur og grár - flottur kassi með 500W aflgjafa
11.950.-
þetta er það sem ég var að spá í..
vantar samt aðstoð með að finna þetta kannski ódýrara ef það er möguleiki.
mig langaði í :
Gigabyte 9600GT PCI-E2.0 skjákort 512GB GDDR3 Silent Cell
en það er ekki til hjá Att.is.. er MSI GeForce N220GT svipað, betra eða verra ?
öll aðstoð mjög vel þegin
