Jæja, nú er ég búinn að vera að spá og spekúlera mikið og í stað þess að rjúka út og kaupa það næst besta (eins og ég ætlaði að gera

) þá tók ég aðeins meiri tíma í pælingarnar og datt inná eftirfarandi uppfærslupakka sem ætti að gera góða hluti næstu árin. Ég hef engan áhuga á móðurborðum með 4 sata tengi, 6 svoleiðis tengi er fínt en svo fann ég þetta svakalega góða móðurborð, Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, sem er með hvorki meira né minna en 10 sata tengi

Og eftir að hafa gúglað og skoðað nokkur review þá fíla ég það í tætlur, minnir mig að mjög mörgu leiti á LanParty móðurborðið mitt

En já, ég setti sem sagt eftirfarandi pakka saman í Tölvuvirkni.
Móðurborð: Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P DDR3 ATX (1) 34.860
Aflgjafi: 900W - Tagan BZ PipeRock Series Modular (1) 29.860
Örgjörvi: AMD Phenom II X4 955 3.2GHz 45nm 6MB (1) 38.860
Skjákort: MSI ATI Radeon R5850-PM2D1G (1) 43.950
Verð Samtals: (4) Kr. 147.530
Aflgjafinn er certified af ATI fyrir skjákortið og örgjörvinn er öflugri en mig hefur nokkurn tímann getað dreymt um að eiga undir mínu tölvuhúddi

Allt þetta fer svo í CoolerMaster Stacker kassann minn með Big Typhoon örgjörvakælinguna, er það ekki bara nokkuð gott?

Hvað segið þið um þetta, er eitthvað vit í þessu hjá mér?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]