Þá er ég loksins kominn með allt sem ég þarf og þetta er tilbúið til samsetningar. Ég er búinn að bíða eftir þessu í um 3 vikur, en ég er búinn að bíða eftir vinnsluminni sem átti að vera Corsair Dominator, en það kom ekki til landsins, þannig að ég keypti bara OCZ Platinum i staðinn.
Þetta átti upphaflega bara að vera afgjafa og skjákorts uppfærsla, en þetta vatt upp á sig eins og gengur. Núna er það eina sem ég nota úr gömlu vélinni er hjóðkortið, geisladrifið og auðvitað SATA2 diskarnir. Ég meira segja skipti út lyklaborðinu og músinni......hehe þetta er bilun.

Stóri dagurinn er sem sagt í dag og ég ætla að gefa mér góðan tíma, dunda mér við þetta og hafa gaman af og birta einhverjar myndir hér.

Flestir hlutirnir ættu að sjást ágætlega á þessari mynd. Svo eru þeir líka listaðir í undirskriftinni.