Síða 1 af 1

Vandamál með nýja tölvu

Sent: Lau 13. Júl 2013 23:50
af stefand0g
Sælir, svo er mál með vexti að ég ákvað að upgradea borðtölvuna hjá mér í gær. Ég keypti mér eftirfarandi:

móðurborð : Gigabyte Z87-D3HP
Örgjövi: Intel Core i7 4770 3.4GHz
Minni: Corsair 1600MHz 16GB (2x8GB) ValueSelect
Skjákort: MSI Geforce GTX 660
Harður diskur: 2TB Seagate

Ég átti fyrir 120gb ssd, Corsair CX600 aflgjafa og tölvukassa.

Vandamálið sem ég lendi í er að tölvan kveikir á sér en slekkur síðan á sér eftir 10sek eða svo. Allar viftur fara í gang.
Ég hef prófað að taka hörðu diskana og skjákortið úr sambandi en það breytist ekkert.

Hvað haldið þið kæru vaktarmenn að vandamálið gæti verið?

http://imgur.com/J1fIgDR

Get reynt að henda inn vídjó í nótt.

Mbk. Stefán

Re: Vandamál með nýja tölvu

Sent: Sun 14. Júl 2013 00:02
af krissdadi
Taktu minnin úr líka

Re: Vandamál með nýja tölvu

Sent: Sun 14. Júl 2013 00:10
af KermitTheFrog
krissdadi skrifaði:Taktu minnin úr líka


Tölva með ekkert vinnsluminni póstar ekki svo það er ekki að fara að hjálpa við bilanagreiningu. Betra væri að prófa önnur minni eða einn kubb í einu.

Re: Vandamál með nýja tölvu

Sent: Sun 14. Júl 2013 01:28
af Arnarmar96
Gæti verið að þú svissaðir Bios Jumpernum? því ég gerði það og þá lét hún svona :facep

Re: Vandamál með nýja tölvu

Sent: Sun 14. Júl 2013 04:12
af stefand0g
Þið eruð snillingar, ég er nokkuð viss um að vandamálið sé leyst. Minnishólf nr 2 er eitthvað gallað því hún drepur bara á sér ef það sé minni í því. Næ að starta vélinni með kubbana í hólfum 3 og 4 sem og stakann kubb í hólfi 1. Þakka kærlega fyrir góð svör!

Mbk. Stefán