ASUSit skrifaði:...texti um ósanngirni...
Ég ætla að gera ráð fyrir eftirfarandi:
Þú byrjaðir að verzla hjá Start vegna þess að þeir voru með lág listaverð og/eða vegna þess að þú hafðir heyrt vel talað um þá eða þjónustu þeirra.
Ekkert í frásögn þinni bendir til þess að þeir hafi brotið gegn öðru hvoru þessara atriða.
En að sjálfsögðu eru Start ósanngjarnir að gefa þér ekki afslátt.
Í staðin fyrir að kaupa þennan búnað hjá Start eða álíka verslun fyrir 1.3 milljónir, þá hefðirðu geta keypt hann hjá Tölvutek eða Tölvulistanum á 1.8 milljónir. Þegar þú hefðir beðið um afslátt vegna fyrri viðskipta, þá hefðu þeir geta boðið þér 10% afslátt af þessum kaupum, sem hefði „sparað þér“ 4þús kall, skulum ekkert horfa til 500þús kr.- sem þú sparaðir þér með því að leita til búða sem keyra á lágri álagningu.
En að sjálfsögðu eru Start ósanngjarnir að gefa þér ekki afslátt.
Verslanir eins og Start keyra á lágu listaverða sem gerir það að verkum að sveigjanleiki á afslætti er lítill og oft enginn. Harðir diskar sérstaklega eru keyrðir á lágri framlegð, auk þess að vera sá hlutur sem er líklegastur til að bila innan ábyrgðartíma. Honum fylgir því ekki einungis lítill hagnaður við sölu, heldur eru einnig hærri líkur en á öðrum íhlutum að það þurfi að þjónusta hann á ábyrgðartímanum, svo ég minnist nú ekki á leiðindin sem fylgja því þegar viðskiptavinur kemur með bilaðan harðan disk og er brjálaður yfir því að gögnin hans séu líklega farin og það sé nokkurn veginn búðinni að kenna.
En að sjálfsögðu eru Start ósanngjarnir að gefa þér ekki afslátt.
Ég veit ekki hvernig samskipti þín og afgreiðslumannsins voru, að sjálfsögðu er möguleiki að hann hefði mátt vera kurteisari þegar hann svaraði þér og látið þig vita að því miður væri bara enginn sveigjanleiki á þessum diskum. Hafa verður þó einnig í huga að ef þú gefur viðskiptavin einu sinni afslátt, þá gerir hann ráð fyrir því að þú gerir það aftur næst og verður almennt fúll þegar þú gerir það ekki. Þetta á að sama skapi við um þjónustu, ef þú leggur einu sinni lykkju á leið þína til þess að veita viðskiptavin extra góða þjónustu, þá færðu það í bakið ef þú getur ekki gert það aftur næst.
Sjálfur er ég mjög hrifinn af því concepti að verzlanir keyri á lágu listaverði og allir séu jafnir. Mér finnst ekki sanngjarnt að litlir viðskiptavinir séu notaðir til að niðurgreiða verð til stórra viðskiptavina, bara af því þeir stærri hafa meira vægi til að spila með og „kúga“ verzlunina með beinum eða óbeinum hótunum um að færa viðskipti sín annað. Það eru margir sem segja að þeir séu tilbúnir til að borga hærra verð fyrir góða þjónustu, en því miður held ég að fæstir standi við það þegar allt kemur til alls.
Bætt við:
Til að forðast misskilning að þá hef ég ekkert á móti því að fólk spyrji um afslátt. Hins vegar fordæmi ég það að fólk fari í fýlu og hætti viðskiptum við verzlun af ekki meira tilefni en það að hún hafi ekki gefið afslátt.