Sæll Guffi. Vanalega þegar maður setur PCI diskstýringu í tölvu þá ræsir tölvan stýringuna upp í ræsingu, þ.e.a.s strax á eftir POST.
Gott er að fylgjast vel með eftir POST og athuga hvort þú sérð nafnið á diskstýringunni koma upp á skjáinn. Í flestum tilfellum býður stýringin manni þann möguleika að ýta á einhverja 2 lykla til að komast í stillingarnar á spjaldinu þegar það keyrir sig inn.
Mig grunar að þú gætir þurft að "setja diskinn upp" á stýringunni, sérstaklega ef þetta er raid stýring eins og promise og fastrak stýringarnar.
Svo þegar og ef þú ert búinn að setja diskinn upp þar þá hægrismelliru á myComputer í Windows, velur manage og ferð í disk management og localise´ar diskinn og formatar hann
Vona að þetta hjálpi
