Síða 1 af 1

Bilaður harður diskur

Sent: Mán 28. Ágú 2017 21:28
af dogalicius
Sæll öll.

Mig langaði að leita ráðleggingar hjá ykkur. Málið er að ég er með hdd sem inná eru ljósmyndir sem mér er annt um. Þegar ég kveiki á honum þá koma nokkur svona click hljóð svo slekkur hann bara á sér. Einhver hérna sem hefur hugmynd um hvað gæti verið að?

Ef hann er ónýtur er einhver leið til að bjarga þessum myndum án þess að borga hönd og fót fyrir?

Re: Bilaður harður diskur

Sent: Mán 28. Ágú 2017 21:39
af Njall_L
Þar sem að það tikkar í disknum þá eru góðar líkur á að um vélbúnaðarlega bilun sé að ræða. Ég myndi ráðleggja þér að forðast öll "rescue" forrit og slíkt þar sem þau geta skemmt meira.
Ef þetta eru mjög mikilvægar myndir þá mæli ég að fara með diskinn til Datatech. Greiningargjaldið er vissulega 11.900kr en þá færðu að vita nákvæmlega hvað er að og hvað þarf að gera, gætir svo ákveðið þig útfrá því.
http://www.datatech.is

Re: Bilaður harður diskur

Sent: Þri 29. Ágú 2017 10:20
af KermitTheFrog
Hef heyrt ágæta hluti um Datatech. Þegar ég vann á tölvuverkstæði sendum við stundum bilaða diska til þeirra ef um mjög mikilvæg gögn var að ræða.

Það kostar reyndar sitt að láta gera við disk og bjarga gögnum, en oftast er um ómetanleg gögn er að ræða.

Re: Bilaður harður diskur

Sent: Mið 30. Ágú 2017 14:46
af dogalicius
Takk fyrir góð ráð.
Ég hafði samband við þá hjá Datatech og kostar þetta um 40 þúsund og upp eftir hvað þarf að gera.
Mér finnst það vera heldur mikið. Er ekkert sem ég get gert. Sá eitthvað myndband þar sem hann bara opnaði þetta sjálfur og náði að laga nóg til að fá gögnin. Er ég í einhverju bjartsýnikasti með að gæla við þetta? Allar ráðleggingar vel þegnar.

Re: Bilaður harður diskur

Sent: Mið 30. Ágú 2017 16:20
af beggi90
dogalicius skrifaði:Takk fyrir góð ráð.
Ég hafði samband við þá hjá Datatech og kostar þetta um 40 þúsund og upp eftir hvað þarf að gera.
Mér finnst það vera heldur mikið. Er ekkert sem ég get gert. Sá eitthvað myndband þar sem hann bara opnaði þetta sjálfur og náði að laga nóg til að fá gögnin. Er ég í einhverju bjartsýnikasti með að gæla við þetta? Allar ráðleggingar vel þegnar.


Myndi alls ekki fara í slíkar kúnstir ef þú vilt á einhverjum tímapunkti fá gögnin.
Fínt dútl ef þú ert með dauðan harðan disk sem þér er sama um gögnin á, oft gaman að rífa þá í sundur og sjá hvort það sé hægt að ná út gögnum.

En þú gætir skemmt hann meira/endanlega með slíku.

Datatech skrifaði:Ekki undir neinum kringumstæðum skulu þið reyna að opna diskinn sjálf til þess að laga hann. Venjulegt andrúmsloft, rykkorn, hár o.s.frv. eyðileggja innviði disksins og gera endurheimtingu gagna nær ómögulega.

Re: Bilaður harður diskur

Sent: Mið 30. Ágú 2017 21:41
af sverrir_d
Ég er alveg sammála begga90 hér að ofan. ALLS EKKI opna diskinn eða fikta í honum ef þér er annt um gögnin! Ef þetta eru ljósmyndir og annað persónulegt sem er óbætanlegt með öðrum leiðum þá mæli ég með að þú látir sérfræðinga um þetta. Mundu síðan næst að eiga afrit!

Re: Bilaður harður diskur

Sent: Fim 31. Ágú 2017 08:48
af KermitTheFrog
dogalicius skrifaði:Takk fyrir góð ráð.
Ég hafði samband við þá hjá Datatech og kostar þetta um 40 þúsund og upp eftir hvað þarf að gera.
Mér finnst það vera heldur mikið. Er ekkert sem ég get gert. Sá eitthvað myndband þar sem hann bara opnaði þetta sjálfur og náði að laga nóg til að fá gögnin. Er ég í einhverju bjartsýnikasti með að gæla við þetta? Allar ráðleggingar vel þegnar.


Ef þetta eru gögn sem þér er mjög annt um, alls ekki gera það.

Ég hef gert þetta, og það tókst með naumindum. Diskurinn lifði rétt nógu lengi til að ná gögnunum af og eftir það var hann alveg ónýtur. En eftirá að hyggja þá var þetta mjög heimskulegt af mér. Sem betur fer voru þetta bara nokkur hundruð MB sem ég þurfti að afrita.

Re: Bilaður harður diskur

Sent: Sun 10. Sep 2017 13:20
af dogalicius
Ég þakka fyrir öll svörin. Ég fer að ykkar ráðum og fer með hann til datatech.

Re: Bilaður harður diskur

Sent: Mán 11. Sep 2017 00:59
af ZiRiuS
dogalicius skrifaði:Ég þakka fyrir öll svörin. Ég fer að ykkar ráðum og fer með hann til datatech.


Gætir þú haldið okkur uppfærðum um hvað þetta kostar þig í heildina? Ég er í sömu vandræðum, en þeir segja 150-180þús við mig, finnst það aaaaaansi mikill peningur :/

Re: Bilaður harður diskur

Sent: Mán 11. Sep 2017 11:52
af dogalicius
Ég vildi að ég gæti tekið það að mér, En ég kem ekki til með að fara með hann alveg á næstunni.

Re: Bilaður harður diskur

Sent: Mán 11. Sep 2017 18:06
af ZiRiuS
Ég er að spá hvort ég eigi að senda minn til Bandaríkjanna, samkvæmt verðlagi þar gæti viðgerðin mín allavega verið helmingi ódýrari og það er með sendingarkostnaði inniföldum...

Ætli þetta verðlag hjá Datatech sé útaf cleanroom aðstöðunni og öllum þessum ISO stöðlum til að vottast sem legit gagnabjörgunarfyrirtæki eða er verið að okra eins og á svo mörgum stöðum hérna á Íslandi? Sérstaklega auðvelt að gera það allavega þegar mikilvæg gögn kúnnans eru í húfi og lítið annað í stöðunni fyrir þá, annaðhvort ferðu til okkar (sem er eina svona fyrirtækið á landinu sem ég veit til um) eða færð gögnin að öllum líkindum ekki aftur.

Re: Bilaður harður diskur

Sent: Þri 12. Sep 2017 13:39
af dogalicius
Já ekki gott að segja til um hvað veldur þessu verðlagi. Sennilega allt sem þú nefnir plús lítill markaður. En þú mátt gjarna láta mig vita hvað þú gerir. Ertu með síðu á þetta sem þú ert að spá í að senda hann til?

Re: Bilaður harður diskur

Sent: Þri 12. Sep 2017 15:42
af ZiRiuS
Þetta er það sem ég er að skoða:
securedatarecovery.com

En ég hef samt enga ákvörðun tekið ennþá.

Re: Bilaður harður diskur

Sent: Þri 12. Sep 2017 16:29
af Dúlli
ZiRiuS skrifaði:Þetta er það sem ég er að skoða:
securedatarecovery.com

En ég hef samt enga ákvörðun tekið ennþá.


Mátt alveg halda update á því hvernig það fer, alltaf gott að vita af góðu data recovery fyrirtæki og en betra ef það fjölgar valmöguleika, maður er svo vanur að benda á Datatech.

Re: Bilaður harður diskur

Sent: Þri 12. Sep 2017 22:28
af ZiRiuS
Dúlli skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Þetta er það sem ég er að skoða:
securedatarecovery.com

En ég hef samt enga ákvörðun tekið ennþá.


Mátt alveg halda update á því hvernig það fer, alltaf gott að vita af góðu data recovery fyrirtæki og en betra ef það fjölgar valmöguleika, maður er svo vanur að benda á Datatech.


Ég skal gera það, hef samt ekki hugmynd hvað ég ætla að gera, báðir kostirnir eru dýrir. Þetta kennir manni að kaupa einhverja backup þjónustu, eða vera með backup diska.