Uppfærsla


Höfundur
ibs
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 11. Des 2002 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Uppfærsla

Pósturaf ibs » Lau 17. Maí 2003 21:41

Ég er algjör byrjandi í hardware málum. :?

Ég er með:
Pentium III 800 mhz örgjörva.
256 SDRAM
Geforce 2 MX
Ég hef ekki hugmynd hvernig móðurborð ég er með

og nú finnst mér kominn tími til að uppfæra tölvuna. :)
Ég er búinn að ákveða hvaða örgjörva ég ætla að kaupa mér og það er
P4 2.4GHz (478/533) RETAIL.

Er ekki alveg nóg að hafa MX útgáfu af Geforce 4 ef ég ætla að spila venjulega leiki sem eru á markaðnum í dag?
Ég er að spá í
GF4MX440-8X 64MB eða GF4MX440 64MB.
Fyrir hvað stendur 8X á fyrra kortinu? Er einhver munur?

Ég hef ekki hugmynd um hvaða móðurborð ég ætti velja en það verður að hafa stuðning fyrir örgjörvann, skjákortið, DDR, USB 2 og hafa að minnsta kosti 3 PCI raufar. Verðið mætti helst ekki fara yfir 15 þús kr.

Ein spurning varðandi móðurborð, hvað er ATX eru það sérstök kort sem passa í sérstaka kassa?
 
Ég þarf líklega að kaupa nýjann kassa undir þetta. Miðast það ekki við fjölda HDD, CD, floppy og gerð móðurborðs?



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Lau 17. Maí 2003 22:33

Byrjun á skjákortinum, þá er 8x hraðinn á AGP raufinni, MX er svo semalveg nóg.ATX er standard fyrir móðurborð og passa í alla PC kassa.Það eru þrja útgáfur af stærð móðurborða og það er ATX,micro ATX of P4 borð.Ef þú vilt ódyr mobo þá er Tölvulistinn með MSI á 7999kr.




Höfundur
ibs
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 11. Des 2002 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ibs » Sun 18. Maí 2003 13:19

Ég skoðaði þetta móðurborð GIGABYTE GA-8PE667 PRO
og er að spá í það.

En ég rakst á þenna texta:
Expansion Slots
- 1 x AGP 4x, supports 1.5v display card only

passar GeForce 4 MX í þetta? Væri það þá 8x útgáfan eða hin?



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Sun 18. Maí 2003 13:49

þá tekur þetta bara 4x AGP kort(það eru bæði til 4x og 8x útgáfur af Gf4 MX). Öll nýrri kort í dag eru 8x AGP og framtíðin verður bara 8x AGP(held ég) þannig að ef að þú ætlar þér að uppfæra skjákortið í framtíðinni, þá ættirðu að fá þér 8x AGP móðurborð. Annars þykir mér þú vera að eyða litlu í móðurborð og skjákort m.v. þennan örgjörva.
ATX, AT, microATX, miniATX, flex-ATX, o.s.frv. eru staðlar yfir stærðir kassa, móðurborða og aflgjafa.