Áframhaldandi SATA vandamál
Sent: Lau 05. Nóv 2005 14:24
				
				Ég setti nýjan harðan disk (SATA) í tölvuna mína um daginn. Fyrst vildi tölvan ekki finna hann en þá stillti ég IDE mode í BIOS á "P-ATA + S-ATA" og þá fannst diskurinn. Nú er vandamálið að um leið og harði diskurinn fannst, týndust geisladrifin tvö sem ég er með. Þau finnast semsagt ekki í BIOS og ekki heldur í disk management. Veit einhver hvað málið er ?
			