Síða 1 af 1

Minnimáttar aukning eftir uppfærslu.

Sent: Þri 26. Júl 2022 01:06
af Joi
Sælir.
Hef uppfært turninn minn jafnóðum síðan 2014 og gerði það núna nýlega í byrjun árs, en mér hefur fundist performancið í tölvuleikjum ekkert mikið betri en hún var með gömlu íhlutunum.
Samkvæmt mínum skilning ætti hún að vera þrusufín þó.

Íhlutirnir eru eftirfarandi;
AMD Ryzen 5 3600X
RTX 3060 Ti
16GB 2133mhz ddr4 EDIT: það er 26666 mhz
PRIME B450M-A
2x 500GB SATA SSD
1x 10TB HDD
750W FSP Raider (keypt 2014)

Sem dæmi spila ég CSGO í 150-200fps high settings með chrome og spotify opið.
Er eitthvað af þessu að bottlenecka, eða er ég bara of gráðugur í þessi fps?
Öll ráð vel þeginn :)

Re: Minnimáttar aukning eftir uppfærslu.

Sent: Þri 26. Júl 2022 06:34
af AsgeirM81
Myndi prófa að fara inn í BIOS og virkja XMP stillingar, svo að minnið sé að vinna eins og það á að gera, 2133 mhz er lægsti hraði sem DDR4 vinnur á, 3600x vinnur best við 3200 mhz.

Smá samanburðar vídeó: https://www.youtube.com/watch?v=ZmDcGE1m25U

Re: Minnimáttar aukning eftir uppfærslu.

Sent: Þri 26. Júl 2022 17:36
af Predator
Já held að minnið sé að hafa slæm áhrif á örgjörvann hjá þér. Þarf að keyra á yfir 3000mhz til að fá sem mest út úr Ryzen.

Re: Minnimáttar aukning eftir uppfærslu.

Sent: Mið 27. Júl 2022 10:18
af Dropi
2133Mhz DDR4 með óþekktu latency (CL#) er allt allt of hægt fyrir þennan örgjörva og er stærðarinnar flöskuháls í kerfinu hjá þér

Re: Minnimáttar aukning eftir uppfærslu.

Sent: Mið 27. Júl 2022 14:34
af Dr3dinn
Stillingar í skjákorti og ingame csgo geta skipt svakalega miklu varðandi töluna sem þú færð í fps.

Csgo er cpu heavy vægast sagt.

Sett spurningar merki við minni, tíðnina eins og bent hefur verið á, sem og val á hörðum diskum.

FPS test workshopið á steam/csgo hjálpar þér að finna optimal settings - svo fiktaru þig út frá því.
(það eru svona 100x guides á youtube með high eða higher fps stillingum - misgóðir)

Sem dæmi næ ég stöðugu 644fps í fps testinu en er að average 395-415 í keppnisleikjum.

Upplausn hefur áhrif:
23.5.2022
1940x1440 623
1240+1080 644


Ég er með risa excel skjal til að bera saman drivera vs stillingar osfr, eina leiðin til að gera þetta skipulega.

Intel fólk getur til dæmis náð miklu úr sínum örgjörvum meira en amd með litlu overclocki í csgo, en hiti vs performance borgar sig ekki hja mér þegar kemur að 5900x (og stöðugleika) - enda auto overclockar amd sig í dag emð AMD software Adrenalin edition.

Re: Minnimáttar aukning eftir uppfærslu.

Sent: Fim 28. Júl 2022 01:07
af Joi
Takk fyrir svörin og ráðleggingarnar! En við betri athugun er ramið 2666mHz, það er víst enn of hægt skv svörunum. Ætla að setja á XMP og taka benchmark. En það er greinilegt ég þarf að kaupa hraðara minni

Re: Minnimáttar aukning eftir uppfærslu.

Sent: Fim 28. Júl 2022 13:11
af Póstkassi
Getur líka athugað hvort minnið sé að keyra í single eða dual channel mode, ég klikkaði á því sjálfur nýlega og það munaði miklu í performance.

Re: Minnimáttar aukning eftir uppfærslu.

Sent: Fim 28. Júl 2022 18:05
af Minuz1
Þarft aðeins að kíkja á hraðann á þessu minni, sérstaklega eftir edit hjá þér :fly

Re: Minnimáttar aukning eftir uppfærslu.

Sent: Fim 28. Júl 2022 23:31
af MrIce
Minuz1 skrifaði:Þarft aðeins að kíkja á hraðann á þessu minni, sérstaklega eftir edit hjá þér :fly


Hellova speed upgrade :guy