Síða 1 af 1
					
				Skjákort og Minni
				Sent: Fös 02. Des 2005 22:53
				af k0fuz
				Já ég var að velta einu fyrir mér, Ef eg er með 500mhz core clock í Skjákortinu sem eg er með í tölvunni og 400mhz Vinnsluminni (Pc3200) er eitthvað betra ef eg væri með core clock 400mhz og vinnlusminni 400mhz , myndi það vinna eitthvað hraðar saman eða ?? 
er bara að spá 

 mer finnst eins og einhver hafi sagt þetta við mig eða hvort þetta séi bara pæling :s
 
			
					
				
				Sent: Fös 02. Des 2005 23:07
				af fallen
				Nei..
Auk þess er vinnsluminnið þitt 200mhz (double data rate) og það hefur ekkert með hraðann á skjákortinu að gera.
			 
			
					
				
				Sent: Fös 02. Des 2005 23:36
				af k0fuz
				ha 200mhz ? :S er það ekki 400mhz ? eða wtf hef sko oft tekið eftir einhverju svona í biosnum hef bara aldrei fattað etta :S
			 
			
					
				
				Sent: Lau 03. Des 2005 00:09
				af gumol
				Held að það sé bara 200 MHz en geti sent gögn 2 sinnum í hverju "slagi".
Hef ekki hugmynd um hvort þetta er rétt, endilega leyðréttið mig.
			 
			
					
				
				Sent: Lau 03. Des 2005 00:42
				af gumol
				Þetta er svona eins og að selja rúðugler sem 2 m^2 sem er bara 1 m^2 afþví það er með tvöfalt gler
			 
			
					
				
				Sent: Lau 03. Des 2005 04:04
				af Vilezhout
				ef ég misskil það ekki þá nýtir ddr minni hvert rið tvisvar og er þá að nota uppi og niðri í staðinn fyrir að nýta t.d. aðeins niðri einsog sdr minni gera
			 
			
					
				
				Sent: Lau 03. Des 2005 07:29
				af urban
				gumol skrifaði:Held að það sé bara 200 MHz en geti sent gögn 2 sinnum í hverju "slagi".
Hef ekki hugmynd um hvort þetta er rétt, endilega leyðréttið mig.
ATH !!!   ég bara varð....
leiðréttið
 
			
					
				
				Sent: Lau 03. Des 2005 19:27
				af gnarr
				leiðrétt hvað? þetta er rétt hjá honum
DDR minni notar bæði upp og niðurslagið á bylgjunni, og getur þessvegna flut gögn tvöfalt hraðar en SDR.
			 
			
					
				
				Sent: Lau 03. Des 2005 19:28
				af Veit Ekki
				gnarr skrifaði:leiðrétt hvað? þetta er rétt hjá honum
DDR minni notar bæði upp og niðurslagið á bylgjunni, og getur þessvegna flut gögn tvöfalt hraðar en SDR.
Hann var að meina að gumol sagði "leyðréttið" en það á að vera "leiðréttið. 
