AMD kynnir Zen-4 Epyc Genoa 10. nóv 2022, kl 18 að íslenskum tíma.


Höfundur
Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 149
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

AMD kynnir Zen-4 Epyc Genoa 10. nóv 2022, kl 18 að íslenskum tíma.

Pósturaf Sinnumtveir » Þri 08. Nóv 2022 02:57

Síðasta árið hefur verið mikil rússíbanareið í nýbúnaði. Fyrir ári síðan raknaði Intel úr rotinu með Alder Lake, svo fengum við 3d-Vcache frá AMD. Á síðustu vikum og mánuðum höfum við fengið Raptor Lake frá Intel, Intel Arc skjákort, Zen-4 Ryzen 7000 frá AMD, RTX-4000 frá Nvidia og AMD RX-7000 skjákort.

Síðasta stóra kynningin í þessari lotu verður fram borin 10. nóv 2022, kl 18 GMT. Þá kynnir AMD server örgjörva sem byggja á sama Zen-4 og við þekkjum núna úr Ryzen 7000. Flest af því sem okkur verður boðið upp á hefur þegar lekið út með býsna ábyggilegum hætti, annað getum við reiknað út frá Ryzen 7000 og á endanum verður eitthvað sem við vissum ekki alveg fyrir víst.

AMD hefur þegar hafið afhendingu á þessum örgjörvum til valdra viðskiptavina en hefur lofað þeim á almennan markað fyrir árslok 2022.

Server örgjörvar eru etv ekki það allra áhugaverðasta sem rætt er hér á spjallinu og því gæti verið hagkvæmara að lesa bara fréttirnar sem birtast á tæknimiðlum jafnóðum sem og strax á eftir kynningunni.

Ég ætla ekki að spojla kynningunni með því sem ég veit...

Kynningin verður aðgengileg læv á youtube rás AMD: https://www.youtube.com/c/AMD