ASRock B550M Phantom Gaming og m2 SSD

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

ASRock B550M Phantom Gaming og m2 SSD

Pósturaf hagur » Mið 07. Des 2022 16:18

Sælir,

Ég er með ASRock B550M Phantom Gaming móðurborð sem er með tvö M2 slot. Þau virðast vera mis hröð, annað er allt að 6.0Gbit/s en hitt mikið hraðara ef ég skil þetta rétt.

Svo er ég með 1TB Samsung 980 M2 SSD disk. Var að spá í að kaupa annan SSD disk og setja hann í M2 slot nr 1 (sem aðal/boot device) og færa núverandi Samsung 980 SSD í M2 slot nr 2. Ætti það bara að virka, en e.t.v. bara hægar? M.v. einhvern compatibility lista í manualnum (sem er örugglega outdated) þá eru miklu færri diskar taldir upp við M2 slot nr 2 heldur en slot nr 1.
Síðast breytt af hagur á Mið 07. Des 2022 16:53, breytt samtals 1 sinni.




Hausinn
Tölvutryllir
Póstar: 628
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 131
Staða: Ótengdur

Re: ASRock B550M Phantom Gaming og m2 SSD

Pósturaf Hausinn » Mið 07. Des 2022 17:50

Er þetta rétt móðurborð?: https://www.asrock.com/mb/AMD/B550M%20P ... cification

Stendur hérna varðandi diska:

- 4 x SATA3 6.0 Gb/s Connectors, support RAID (RAID 0, RAID 1 and RAID 10), NCQ, AHCI and Hot Plug
- 1 x Hyper M.2 Socket (M2_1), supports M Key type 2280 M.2 PCI Express module up to Gen4x4 (64 Gb/s) (with Vermeer, Matisse) or Gen3x4 (32 Gb/s) (with Cezanne, Renoir and Picasso)*
- 1 x M.2 Socket (M2_2), supports M Key type 2280 M.2 SATA3 6.0 Gb/s module and M.2 PCI Express module up to Gen3 x2 (16 Gb/s)*

Þannig að hitt M.2 slottið ætti alveg að taka 980 SSD disknum þínum án vandræða. Tapar ekkert miklum hraða á því. Ég mæli samt með því að setja ekki gamla diskinn aftur í tölvuna fyrr en búið er að setja Windows í hinn(ef þetta er Windows vél). Lenti einu sinni í því að Windows uppsetningin setti upp stýrikerfið á nýjum diski en bootloaderinn á honum gamla. #-o
Síðast breytt af Hausinn á Mið 07. Des 2022 17:52, breytt samtals 1 sinni.




TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 679
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 191
Staða: Ótengdur

Re: ASRock B550M Phantom Gaming og m2 SSD

Pósturaf TheAdder » Mið 07. Des 2022 17:55

Sæll, ef ég man rétt þá gæti slot 1 verið PCIe 4 x4 hjá þér og slot tvö bara PCIe 3 x2. 980 diskurinn keyrir örugglega hægar í slot nr 2, en hann er bara PCI 3 diskur (nema þetta sé Pro útgáfan), svo nýrri PCIe 4 diskur myndi keyra hraðar í slot 1.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: ASRock B550M Phantom Gaming og m2 SSD

Pósturaf hagur » Mið 07. Des 2022 18:15

Takk fyrir, einmitt það sem ég þurfti að vita. Planið er einmitt að setja Win11 upp á nýja diskinn og nota svo gamla bara sem additional storage. Ég passa mig þá á því að taka gamla alveg úr vélinni á meðan.

Þetta er ekki 980 pro diskur. Ef ég færi í pro disk núna, finnur maður einhvern mun í daglegri vinnslu?




Hausinn
Tölvutryllir
Póstar: 628
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 131
Staða: Ótengdur

Re: ASRock B550M Phantom Gaming og m2 SSD

Pósturaf Hausinn » Mið 07. Des 2022 18:22

hagur skrifaði:Þetta er ekki 980 pro diskur. Ef ég færi í pro disk núna, finnur maður einhvern mun í daglegri vinnslu?

Kannski ef þetta er vinnutölva sem flytur mikið af gögnum reglulega. En svona almennt séð, sennilegast ekki.
Síðast breytt af Hausinn á Mið 07. Des 2022 18:22, breytt samtals 1 sinni.




TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 679
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 191
Staða: Ótengdur

Re: ASRock B550M Phantom Gaming og m2 SSD

Pósturaf TheAdder » Mið 07. Des 2022 18:35

Ég myndi reyndar ráðleggja þér að halda 980 disknum þar sem hann er og fá þér frekar 2.5" SSD sem gagnadisk, færð miklu meira gagnamagn fyrir sama pening ef gagnahraðinn skiptir þig ekki öllu.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: ASRock B550M Phantom Gaming og m2 SSD

Pósturaf hagur » Mið 07. Des 2022 19:03

TheAdder skrifaði:Ég myndi reyndar ráðleggja þér að halda 980 disknum þar sem hann er og fá þér frekar 2.5" SSD sem gagnadisk, færð miklu meira gagnamagn fyrir sama pening ef gagnahraðinn skiptir þig ekki öllu.


Já undir venjulegum kringumstæðum myndi ég gera það. En ég vil halda núverandi Win10 stýrikerfisuppsetningu til haga á núverandi diski þannig að ég geti bakkað auðveldlega aftur ef það verður eitthvað ves með Win11 og þann hugbúnað sem ég nota dagsdaglega. Þetta er fyrst og fremst vinnuvél og ég má ekki við miklu veseni ;)

Þessvegna ætla ég að fá mér nýjan aðaldisk og setja Win11 upp á honum.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3106
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: ASRock B550M Phantom Gaming og m2 SSD

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 08. Des 2022 05:20

Er ekki bara málið að færa núverandi Samsung 980 OS disk í hitt M2 slottið og taka crystaldiskmark benchmark bæði fyrir og eftir.
Edit: sýnist Samsung 980 diskurinn vera eingöngu með PCIe 3.0 stuðning þannig að hann ætti líklega að fá sama hraða á báðum m2 tengjum en líklega best að gera Benchmark test til öryggis.

Miðað við Specca á móðurborði Þá eru þetta tengin sem eru í boði á móðurborðinu:
https://www.asrock.com/mb/AMD/B550M%20Phantom%20Gaming%204/
4 x SATA3, 1 x Hyper M.2(PCIe Gen4 x4), 1 x M.2(PCIe Gen3 x2 & SATA3)


Það myndi meika sense að nota nýjan Samsung 980 pro disk í Hyper M.2(PCIe Gen4 x4) M2 tenginu þar sem sá diskur er með stuðning við þann PCIe staðal.
Unleash the power of the Samsung PCIe® 4.0 NVMe™ SSD 980 PRO for your next-level computing. Leveraging the PCIe® 4.0 interface, the 980 PRO delivers double the data transfer rate of PCIe® 3.0 while being backward compatible for PCIe® 3.0 for added versatility.

Heimild: https://semiconductor.samsung.com/consumer-storage/internal-ssd/980pro/

Samsung 980 er eingöngu með PCIe 3.0 stuðning
It's time to maximize your PC's potential with the 980. Whether you need a boost for gaming or a seamless workflow for heavy graphics, the 980 is the smart choice for outstanding SSD performance, and it's all backed by an NVMe™ interface and PCIe® 3.0 technology.

Heimild:https://semiconductor.samsung.com/consumer-storage/internal-ssd/980/
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fim 08. Des 2022 05:29, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √