CES Las Vegas 2023, stóru krakkarnir monta sig :)


Höfundur
Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 149
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

CES Las Vegas 2023, stóru krakkarnir monta sig :)

Pósturaf Sinnumtveir » Þri 03. Jan 2023 02:16

Í vikunni er CES (Consumer Electronics Show) í Las Vegas. Mjög algengt er að framleiðendur kynni þar helstu nýjungar sem eru við það stimpla sig úr móðurlífinu.

Búist er við að Nvidia kynni fartölvuútgáfuna af RTX-4K. Ennfremur RTX-4070-ti fyrir leikjaspilun. Flestir búast við að RTX-4070-ti sé áður óvinsæll "góðkunningi", þeas RTX-4080-12GB kortið sem var afturkallað. Jensen & co flytja sína kynningu yfir netið, nenna ekki til Vegas (skil þá :) ). Kynningin er á youtube kanal Nvidia kl. 16:00 GMT, 3. jan. 2022.

Ólíkt frænda sínum Jensen Huang, mætir Lisa Su sjálf á staðinn til að leiða kynningu AMD. Búist er við að ekki-X útgáfur af Zen-4 verði kynntar, þeas Ryzen-5 7600, R7 7700, osfrv. Ennfremur reikna menn með að Zen-4 í fartölvubúningi verði kynnt. Lengi vel þótti meiriháttar líklegt að Zen-4 X3D (sem sagt með 3D V-Cache) yrðu kynntir og það er vissulega ágætur möguleiki á því en undanfarnar vikur og mánuði höfum við ekki fengið styrkari ábendingar. Að endingu er hugsanlegt að AMD kynni fleiri RDNA-3 Skjákort. Kynning AMD verður aðgengileg í beinni á youtube rás þeirra kl. 02:30, 5. jan. 2022.

Intel hefur ekki gefið upp neina tímasetningu fyrir kynningu en þó er búist við henni 3. jan að bandarískum tíma. Helstu vörur sem kynntar verðar eru á að giska afa og ömmu útgáfurnar af Raptor Lake og (meira spennandi) Raptor Lake fartölvuörgjörvar.

Á CES eru allir og langömmur þeirra. T.a.m. verða þarna bílaframleiðendur í massavís. Einn framleiðandi hefur lagt mikið í tíser herferð af uþb hallærislegasta tagi. Hver? Jú, BMW ætlar að kynna eitthvað sem þeir eru fjarska stoltir af. Þeir sem nenna að horfa á það í beinni (já, forstjórinn sjálfur) þurfa að hinkra til kl. 04:30, 5. jan. 2022. Það er séns að Hasselhoff & Schwarzenegger mæti.

Sem sagt, stundum verið meira spennandi en af því að þetta er CES fáum við einhverja skæðadrífu af nýjungafréttum næsta hálfa mánuðinn eða svo.
Síðast breytt af Sinnumtveir á Þri 03. Jan 2023 02:18, breytt samtals 1 sinni.