Síða 1 af 1

Ráðleggingar um tölvukaup

Sent: Sun 29. Jan 2023 17:48
af KristinnK
Ég vil kaupa mér turntölvu til að spila tölvuleiki fyrir um 250 þúsund og veit ekki hvernig er best að setja saman tölvuna. Ég er með skjá og lyklaborð, það er bara turninn og íhlutirnir sem mig vanntar. Ég vil helst að hún sé sem fyrirferðarminnst, þannig helst mini-ITX. Og það þarf að vera allt frá sömu verslun. Mér er svo alveg sama um AMD vs Intel eða Nvidia vs AMD, bara það sem gefur mest afl fyrir peninginn.

Ef einhver gæti gefið mér góð ráð væri það vel þegið.

Re: Ráðleggingar um tölvukaup

Sent: Sun 29. Jan 2023 20:17
af rapport

Re: Ráðleggingar um tölvukaup

Sent: Sun 29. Jan 2023 21:24
af Hausinn
Frá Kísildal:
Capture (Custom).PNG
Capture (Custom).PNG (88.81 KiB) Skoðað 2161 sinnum



Þessi yrði helvíti góð ef þú vilt mini-ITX. Þarft reyndar að eyða ~20þús meir í góðan ITX kassa. Mæli með eitthvað eins og Cooler Master NR200P

Re: Ráðleggingar um tölvukaup

Sent: Mán 30. Jan 2023 15:17
af jonsig
lýst vel á þetta hjá hausinn.
Getur skafið af þessu 10þ og fengið betra móðurborð með að kaupa af mér eitt sem hefur kannski 20klst á sér og næstum 2ár ábyrgð eftir.
viewtopic.php?f=11&t=93336

Re: Ráðleggingar um tölvukaup

Sent: Mán 30. Jan 2023 17:08
af Hausinn
jonsig skrifaði:lýst vel á þetta hjá hausinn.
Getur skafið af þessu 10þ og fengið betra móðurborð með að kaupa af mér eitt sem hefur kannski 20klst á sér og næstum 2ár ábyrgð eftir.
viewtopic.php?f=11&t=93336

Þetta er mATX móðurborð, en kannski það henti hreinlega betur. Veit ekki alveg hvað höfundur skilgreinir sem fyrirferðarlítil tölva.

Ef farið er mATX leiðina mæli ég með þessum turnkassa. Var með hann áður fyrr og mjög ánægður með hann:
https://tolvutaekni.is/products/phantek ... artur-mesh

Re: Ráðleggingar um tölvukaup

Sent: Mán 30. Jan 2023 23:04
af KristinnK
Takk fyrir allar ábendingarnar. Ég hugsa ég muni kaupa þetta sem Hausinn stakk upp á, mesta lagi breyta einu eða tvennu.

Varðandi skjákortið, hver er skoðun manna á AMD 6700 XT vs Nvidia 3060 Ti? Nvidia kortið er um 5 þúsund krónum minna, AMD kortið skilar örlítið fleiri fps, en Nvidia kortið er með miklu betri Ray Tracing afkastagetu. Er AMD kortið samt álitið betri díll?

Re: Ráðleggingar um tölvukaup

Sent: Þri 31. Jan 2023 08:36
af TheAdder
KristinnK skrifaði:Takk fyrir allar ábendingarnar. Ég hugsa ég muni kaupa þetta sem Hausinn stakk upp á, mesta lagi breyta einu eða tvennu.

Varðandi skjákortið, hver er skoðun manna á AMD 6700 XT vs Nvidia 3060 Ti? Nvidia kortið er um 5 þúsund krónum minna, AMD kortið skilar örlítið fleiri fps, en Nvidia kortið er með miklu betri Ray Tracing afkastagetu. Er AMD kortið samt álitið betri díll?

Hvort kort fyrir sig er góður kostur, ég ímynda mér að það sé hægt að kreista aðeins meiri endingu út úr AMD kortinu í framtíðinni, þá myndu almennu afköstin skila meiru en raytraycing. Ég myndi frekar taka 6700 XT kortið sjálfur.