tæknileg aðstoð á tölvu fyrir son minn


Höfundur
Cranky
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fös 02. Apr 2021 19:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

tæknileg aðstoð á tölvu fyrir son minn

Pósturaf Cranky » Lau 08. Apr 2023 15:08

Vonandi getur einhver aðstoðað mig hérna í sambandi með tölvu sonar míns.

ég keypti þessa tölvu fyrir löngu og nú vil strákurinn minn nota hana í leiki og fleira.

ég tek eftir því í Fortnite t.d. ( lowest quality ) þá er
CPU í 90 - 100%
GPU í 70% 660TI
Disk í 20%


tölvan er með
Power supply Antec True Power 750
Motherboard P55A-UD3
Processor Intel(R) Core(TM) i5 CPU 750 @ 2.67GHz 2.66 GHz
Installed RAM 12.0 GB
Disk Seagate ST3500413AS
System type 64-bit operating system, x64-based processor
WIN 10
Geforce gtx 660ti ( er búinn að fá 1660 super í staðin, á eftir að setja það í )


ef einhver er klár í þessum hlutum þá má hann endilega gefa mér smá ábendingar.

annars bara gleðilega páska og hafið það gott !




Hausinn
Tölvutryllir
Póstar: 617
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 131
Staða: Ótengdur

Re: tæknileg aðstoð á tölvu fyrir son minn

Pósturaf Hausinn » Lau 08. Apr 2023 15:15

Mest af þessu er orðið það gamalt að það þýðir varla að reyna að "djúsa" hana upp með uppfærslum. Gætir fengið nothæf afkost við það að skipta út disknum fyrir SATA SSD og setja 1660 Super kortið í en það mun ekki duga vel fyrir nýjustu leikina.




Höfundur
Cranky
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fös 02. Apr 2021 19:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: tæknileg aðstoð á tölvu fyrir son minn

Pósturaf Cranky » Lau 08. Apr 2023 15:21

nei mér datt það svosem í hug.
er eitthvað sem hægt væri að gera í því að CPU er í 100% ?
og myndiru mæla með einhverjum góðum SATA SSD disk í hana ?
ég þarf alls ekki að keyra nýju leikina.
er mest bara að spá í
Fortnite
BeamNG
rocket league og þess háttar leiki.

takk æðislega fyrir svarið!




Hausinn
Tölvutryllir
Póstar: 617
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 131
Staða: Ótengdur

Re: tæknileg aðstoð á tölvu fyrir son minn

Pósturaf Hausinn » Lau 08. Apr 2023 16:17

Cranky skrifaði:myndiru mæla með einhverjum góðum SATA SSD disk í hana ?

Skiptir ekki miklu máli sem lengi sem hann er frá einhverjum viðurkenndum aðila; Samsung, Crucial, Western Digital...
Síðast breytt af Hausinn á Lau 08. Apr 2023 16:18, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: tæknileg aðstoð á tölvu fyrir son minn

Pósturaf Henjo » Lau 08. Apr 2023 20:32

Þessi örgjörvi er frá 2009 og er því miður ekki að fara gefa mikið frá sér, 1660 super er ekki að fara njóta sín. Myndi fylgjast með hérna á vaktinni, oft verið að selja móðurborð+örgjörva+vinnsluminni á lítið sem væri stórt uppgrade.



Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 976
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 173
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: tæknileg aðstoð á tölvu fyrir son minn

Pósturaf Jón Ragnar » Lau 08. Apr 2023 21:22

ég á Intel i3-6100 og eitthvað aðeins betra stuff á klink handa ykkur


Gæti mögulega látið 120gb ssd með :)



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video