Hugsanlegt thermal throttle á GPU


Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Hugsanlegt thermal throttle á GPU

Pósturaf B0b4F3tt » Sun 16. Apr 2023 18:39

Sælir vaktarar

Ég er með Gigabyte Aourus 2080 Super GPU og mig grunar að það sé að thermal throttle-a eða ég kannski að lesa vitlaust út úr þessum upplýsingum :megasmile

En semsagt hér má sjá skjáskot úr HWInfo þegar ég var að keyra Mass Effect áðan
Screenshot 2023-04-16 162742.png
Screenshot 2023-04-16 162742.png (293.81 KiB) Skoðað 2128 sinnum

Svo virðist sem að GPU Core temperature hangi ansi nálægt thermal limit og fyrir vikið virðist önnur viftan á kortinu kikka allhressilega inn með tilheyrandi látum. Sést reyndar ekki svo vel á þessu skjáskoti en ég sá að GPU Core Load var að rokka verulega mikið.

Þegar ég prófaði Diablo 4 betuna þá var kortið að hegða sér eins, mikil læti í viftunni annars slagið og ég fékk annars slagið svona frame stutters. Var reyndar ekki með HWInfo keyrandi þá.


Er þetta kannski bara eðlilegt að þessi skjákort séu alltaf svona nálægt thermal limit með miklum látum í viftum? Er hægt að stresstesta kortið til þess að sjá hvort að kælingin á því sé orðin eitthvað slöpp?




gunni91
Vaktari
Póstar: 2594
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 193
Staða: Ótengdur

Re: Hugsanlegt thermal throttle á GPU

Pósturaf gunni91 » Sun 16. Apr 2023 18:48

Myndi halda að þetta væri within spec en þetta er heitara en ég myndi vilja hafa kortið mitt.

Dugir eflaust að skipta um kælikrem til að ná þessu niður um 5-20 gráður

Getur sent mér pm ef þig vantar aðstoð við að skipta um kremið.




Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Hugsanlegt thermal throttle á GPU

Pósturaf B0b4F3tt » Sun 16. Apr 2023 19:01

Er að keyra Furmark núna og það er alveg steady framerate þar.
Svona lítur HWInfo út þegar Furmark er að keyra
Screenshot 2023-04-16 185651.png
Screenshot 2023-04-16 185651.png (635.78 KiB) Skoðað 2123 sinnum

Einu skiptin þar sem þessir toppar í fan speed eru, er þegar ég minimize-a furmark forritið. Þá virðist framerate keyra upp úr öllu valdi.




Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Hugsanlegt thermal throttle á GPU

Pósturaf B0b4F3tt » Þri 25. Apr 2023 21:44

Jæja, skipti um kælikrem og púða á sjálfu VRAM-inu. Mér sýnist hitastigið ekki hafa breyst að neinu leyti. Það sem er kannski helst er að vifturnar á kortinu eru ekki að rjúka upp úr öllu valdi sem er jú góður bónus :)

Screenshot 2023-04-25 213505.png
Screenshot 2023-04-25 213505.png (598.23 KiB) Skoðað 1766 sinnum


Þarna var Furmark búið að keyra í svona 17mín eða svo.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4960
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 867
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Hugsanlegt thermal throttle á GPU

Pósturaf jonsig » Þri 25. Apr 2023 22:40

Ef þú hefur skipt um thermal paste og paddana rétt þá er eina í stöðunni að undervolta kortið.

Ég nota bara msi afterburner í undervolt og tweka viftuprófílinn þó ég sé með palit kort. Það eru 100 video af þessu á youtube.




Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Hugsanlegt thermal throttle á GPU

Pósturaf B0b4F3tt » Mið 26. Apr 2023 08:23

jonsig skrifaði:Ef þú hefur skipt um thermal paste og paddana rétt þá er eina í stöðunni að undervolta kortið.

Ég nota bara msi afterburner í undervolt og tweka viftuprófílinn þó ég sé með palit kort. Það eru 100 video af þessu á youtube.


Nú spyr ég eins og asni, hvað fær maður út úr því að undervolta kortið sitt?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4960
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 867
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Hugsanlegt thermal throttle á GPU

Pósturaf jonsig » Mið 26. Apr 2023 08:54

Löng saga.
En það virðist þurfa að fínstilla skjákortin og örgjörva ennþá árið 2023.

Smá legend hérna í byrjun. Skjákorts kjarni = Die.(kísilflaga) Binning = (gæðastuðull á kísilflögunni)

Bæði gpu og cpu die (kísilflögurnar) eru ekki að sömu gæðum (Binning)
Og því þurfa vel heppnaðir die (gpu si.flaga) að keyra á sömu aflstillingum og óæðra eintak af sömu línu sem gerir að verkum að þær búa til meiri hita en þurfa að gera, jafnvel mun meiri hita í sumum tilfellum.

chekkaðu bara á þessum skrilljón msi afterburner vídjóum á youtube.




Uncredible
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Hugsanlegt thermal throttle á GPU

Pósturaf Uncredible » Mið 26. Apr 2023 09:30

B0b4F3tt skrifaði:Sælir vaktarar

Ég er með Gigabyte Aourus 2080 Super GPU og mig grunar að það sé að thermal throttle-a eða ég kannski að lesa vitlaust út úr þessum upplýsingum :megasmile

En semsagt hér má sjá skjáskot úr HWInfo þegar ég var að keyra Mass Effect áðan
Screenshot 2023-04-16 162742.png
Svo virðist sem að GPU Core temperature hangi ansi nálægt thermal limit og fyrir vikið virðist önnur viftan á kortinu kikka allhressilega inn með tilheyrandi látum. Sést reyndar ekki svo vel á þessu skjáskoti en ég sá að GPU Core Load var að rokka verulega mikið.

Þegar ég prófaði Diablo 4 betuna þá var kortið að hegða sér eins, mikil læti í viftunni annars slagið og ég fékk annars slagið svona frame stutters. Var reyndar ekki með HWInfo keyrandi þá.


Er þetta kannski bara eðlilegt að þessi skjákort séu alltaf svona nálægt thermal limit með miklum látum í viftum? Er hægt að stresstesta kortið til þess að sjá hvort að kælingin á því sé orðin eitthvað slöpp?



Sæll, ef þú hefur keypt það þegar það var nýtt þá á ég RTX2080 sem ég keypti á útsölu rétt fyrir komu RTX2080 Super og ég hef þurft að skipta um kælikrem og það var heilmikil munur, opnaði einhvern leik og vifturnar fóru í 100%. Þetta byrjaði að ágerast hægt en svo þegar vifturnar voru alltaf í 100% alveg sama þótt leikurinn væri ekki demanding þá vissi ég að einhvað væri að.

Sá ekki að þú værir búinn að skipta um kælikrem.
Síðast breytt af Uncredible á Mið 26. Apr 2023 10:09, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4960
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 867
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Hugsanlegt thermal throttle á GPU

Pósturaf jonsig » Mið 26. Apr 2023 10:06

Finnst þessir thermal pads hálf gagnslausir alltaf. En ef maður er flinkur og getur troðið kopar sleitum í réttri þykkt í staðin fyrir pads þá ætti maður að sjá almennilegan mun.

myndi samt alltaf prófa undervolting fyrst. Auðvitað mismunandi eftir gpu týpum og hversu got bin þú ert með á die. En nánast alltaf einhver ávinningur.




Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Hugsanlegt thermal throttle á GPU

Pósturaf B0b4F3tt » Mið 26. Apr 2023 10:28

Uncredible skrifaði:Sæll, ef þú hefur keypt það þegar það var nýtt þá á ég RTX2080 sem ég keypti á útsölu rétt fyrir komu RTX2080 Super og ég hef þurft að skipta um kælikrem og það var heilmikil munur, opnaði einhvern leik og vifturnar fóru í 100%. Þetta byrjaði að ágerast hægt en svo þegar vifturnar voru alltaf í 100% alveg sama þótt leikurinn væri ekki demanding þá vissi ég að einhvað væri að.

Sá ekki að þú værir búinn að skipta um kælikrem.

Já var einmitt að taka eftir þessu að vifturnar voru farnar að snúast meira hjá mér undanfarið. Er að vonast til þess að þessar breytingar hjá mér verði til þess að vifturnar þurfi ekki að taka snúninginn svona oft :megasmile