Skjákortapælingar


Höfundur
Gormur11
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Lau 17. Des 2005 16:06
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Skjákortapælingar

Pósturaf Gormur11 » Mið 19. Apr 2023 11:05

Góðan daginn,

Ég er að hugsa um að fara að uppfæra hjá mér skjákortið sem er í dag 1080TI

Helst er ég að pæla í 4080 korti en þar sem þetta er þrældýrt þá er ég að hugsa hvaða tegund maður ætti að versla uppá gæði og endingu. Það eru þó nokkrar gerðir á markaðinum og ég er tvístígandi með þetta...

Einnig... Er eitthvað vit í að fara að kaupa þetta á Amazon frekar heldur en að versla hér heima. Ég ferðast reglulega erlendis og gæti mögulega gert það svoleiðis.




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortapælingar

Pósturaf Vaktari » Mið 19. Apr 2023 11:09

Ég er akkúrat í pælingum að kaupa mér nýja vél í vor og þetta er stór hausverkur hjá manni hvernig skjákort maður ætti að fá sér.
Endalaust til af þessu og auðvitað mis dýrt.
Gaman að sjá hvað aðrir segja


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |


njordur9000
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortapælingar

Pósturaf njordur9000 » Mið 19. Apr 2023 11:24

Eina vitið að kaupa af erlendum verslunum. Þú ert að spara ekki minna en 20 þ. kr. með því að kaupa af t.d. Amazon. Skv. verðvaktinni er 230 þ. það ódýrasta sem þú færð 4080 á á Íslandi en efsta niðurstaðan á Amazon (https://www.amazon.com/Gigabyte-Graphic ... B0BMN5J1XJ) er á 208 þ. með hraðsendingu og innflutningsgjöldum.

Það er alveg rétt að 4080 er mjög dýrt kort svo það er alveg þess virði að skoða t.d. 7900 XT sem er á 146 þ. komið heim. Það er almennt u.þ.b. 15% hægara og auðvitað miklu hægara í ray tracing og styður ekki DLSS en það er alveg spurning hve mikils virði það sé. Sjálfum finnst mér 60 þ. eða 42% aukning í verði vera heldur mikið. Svo er 4070 Ti sem fæst á svipuðu verði. Það er aftur u.þ.b. 10% hægara en 7900 XT en mun hraðara í ray tracing og styður DLSS. Alveg verjanlegt að velja hvort sem er.


Palit RTX 4090 GameRock OC, Ryzen 7 5800X3D, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512


TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 190
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortapælingar

Pósturaf TheAdder » Mið 19. Apr 2023 12:20

Ég er með aðeins öðruvísi pól í þessum pælingum, ég vil frekar versla við íslenska verslun en að spara eitthvað við að versla við Amazon. Ekkert bara út af ábyrgð, heldur frekar með þá pælingu að versla í heimabyggð þannig lagað, ef allir panta að utan, þá er enginn grundvöllur til þess að reka verslun hérna heima.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


njordur9000
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortapælingar

Pósturaf njordur9000 » Mið 19. Apr 2023 12:48

TheAdder skrifaði:Ég er með aðeins öðruvísi pól í þessum pælingum, ég vil frekar versla við íslenska verslun en að spara eitthvað við að versla við Amazon. Ekkert bara út af ábyrgð, heldur frekar með þá pælingu að versla í heimabyggð þannig lagað, ef allir panta að utan, þá er enginn grundvöllur til þess að reka verslun hérna heima.


Það er góð hugsjón og ég stend alveg með hugmyndinni. Ef verðmunurinn væri lítill eða óverulegur eins og í t.d. örgjörvum núna dytti mér ekki í hug að panta að utan. En ég borga Kísildal ekki tugum þúsundum meira en varan kostar annars staðar nokkru frekar en að þeir selji mér vörur á tugum þúsunda undir kostnaðarverði. Það gengur einfaldlega ekki upp.


Palit RTX 4090 GameRock OC, Ryzen 7 5800X3D, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512


Höfundur
Gormur11
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Lau 17. Des 2005 16:06
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortapælingar

Pósturaf Gormur11 » Mið 19. Apr 2023 13:01

Hvað með tegundir af kortunum skiptir það miklu máli eins og t.d Palit, Gigabyte, powercolor og slíkt? Er merkjanlegur gæðamunur á þessu öllu saman?

Ég er reyndar alveg á þeirri línunni að versla frekar innanlands en ég er, eins og margir aðrir, orðinn þreyttur á því að sýna endalausan skilning á verðlagi hér vegna "landafræðilegrar legu landsins", háum launum og fleira í þeim dúr. Ég held því miður að Íslensk verslun eigi ekki eftir að lifa framtíðina af þar sem fólk er að verða meðvitaðra um hve auðvelt það er að panta erlendis frá á allt öðrum verðum. Ég tek bílavarahluti sem dæmi, ég kaupi nokkuð mikið af slíku og 90% af því panta ég erlendis frá þar sem ég er að borga oft 50% lægra verð fyrir nákvæmlega sama hlutinn.




TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 190
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortapælingar

Pósturaf TheAdder » Mið 19. Apr 2023 13:11

Mér hefur sýnst á skrifum Templar hér á vaktinni að Palit kortin séu að koma einna best út í uppbyggingu af nVidia kortunum, í það minnsta á blá toppnum. Um mismun á framleiðendum fyrir Radeon kort veit ég ekki, Powercolor hefur mér sýnst, á reviews og álíka umfjöllun, að þeir séu á toppnum á þeim markaði.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Skjákortapælingar

Pósturaf Vaktari » Mið 19. Apr 2023 13:30

Hvaðan eruði að versla þetta að utan fyrir utan amazon t.d.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |