Hjálp við að finna gott minni
Sent: Mán 26. Des 2005 23:24
af Skoop
Móðurborðið hjá mér styður eftirfarandi minniskubba
http://www.crucial.com/store/listparts. ... &submit=Go
ég var að pæla í að kaupa tvo 1gb kubba , málið er að ég hef ekki hugmynd um hvar ég get fengið sambærilegt minni á Íslandi og linkurinn bendir á sem passar í móðurborðið hjá mér
Því hagstæðara því betra, sérstaklega þar sem þetta er orðin frekar gömul vél
any ideas ?
Sent: Mán 26. Des 2005 23:36
af Veit Ekki
Mér sýnist nú að móðurborðið þitt styðji PC-3200 eða DDR400.
Fáðu þér þá bara svona:
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=23
Sent: Mán 26. Des 2005 23:49
af Skoop
af hverju svona þegar þetta hérna er mikið ódýrara
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=20
Sent: Þri 27. Des 2005 00:01
af Veit Ekki
Sá þetta ekki. Þetta er með CL 3 eð hitt er með CL 2, einhver hraðamunur en fyrst þú ert með frekar gamla vél, þá ættiru alveg eins að taka 2 af þessum ódýrari, þar sem það munar alveg 10 þús., efast um að þetta sé einhver rosamikill hraðamunur.
Sent: Þri 27. Des 2005 00:03
af BrynjarDreaMeR
Þvi hitt er betra sem er á 25þúsund og er með mikklu betra timings þú mundir vera sáttari við þetta á 25þúsnd eða bara fá sér 1 stk svona ég er með þannig og það er að gera sig
http://kisildalur.is/?p=2&id=19
Sent: Þri 27. Des 2005 00:11
af Skoop
BrynjarDreaMeR skrifaði:Þvi hitt er betra sem er á 25þúsund og er með mikklu betra timings þú mundir vera sáttari við þetta á 25þúsnd eða bara fá sér 1 stk svona ég er með þannig og það er að gera sig
http://kisildalur.is/?p=2&id=19
ástæðan fyrir að ég ætla að fá mér 1gb kubb er að minnisraufarnar hjá mér eru fullar.
en hvað með gerð móðurborðsins , eins og "veitekki" benti á þá er ég með gamalt móðurborð, heldur þú semsé að það skipti máli að vera með hraðari týpuna af minni ef tekið er tillit til aldurs og gerðar móðurborðsins ?
Sent: Þri 27. Des 2005 00:15
af hilmar_jonsson
Ef þú ert að fara að nota gömul minni með þessu þá ættirðu að taka ódýrari gerðina.
Sent: Þri 27. Des 2005 13:15
af wICE_man
Sammála Hilmari, menn eiga ekki að eyða meiri pening þegar þeir munu ekki fá það til baka í betri vél, í þessu tilfelli eru CL3 kubbarnir alveg á við það minni sem er fyrir, það myndi samt hjálpa að vita hvernig móðurborð og örgjörva þú ert með og hvaða minni er til staðar fyrir sem þú ætlar að nota áfram.