Síða 1 af 1

Web cam með innbyggðu ljósi.

Sent: Þri 27. Des 2005 01:08
af gauivi
Var að kaupa mér Webcam sem ég ætlaði að hafa alltaf tengda í USB og Mic aftaná tölvunni. Vandamálið er að myndavélin er með sjálfvirkum ljóskösturum sem kveiknar á þegar dimmir í herberginu þ.e. hvort sem er kveikt á tölvunni eða ekki. Ég hafði ekki fattað að það væri straumur á USB tengjunum þó slökkt væri á tölvunni. Engin rofi á myndavélinni til að slökkva. Var að spá í að skera í sundur USB snúruna og setja rofa á hana. Vitið þið hvort leiðnin í snúrunni versni við þetta og þar af myndgæðin ?

Sent: Þri 27. Des 2005 01:15
af @Arinn@
hvernig er með þessar usb snúrur eru þetta bara 2 vírar, ef svo er ætti þetta ekki að vera neitt svakalegt mál held ég. held að það sé bara auðveldara að taka usb tengið alltaf úr og setja aftur í.

Sent: Þri 27. Des 2005 01:44
af Pandemic
Hérna er þetta

Sent: Þri 27. Des 2005 01:49
af @Arinn@
úff þetta gæti orðið svolítið vessen... Af hverju tekuru það ekki bara úr og lætur aftur í, mikið minna vesen.

Sent: Þri 27. Des 2005 02:20
af beatmaster
Ég myndi skera á snúruna tengja vírana aftur saman og setja rofa á vír nr 1 (+5)

Sent: Þri 27. Des 2005 03:00
af Viktor
Beatmaster skrifaði:Ég myndi skera á snúruna tengja vírana aftur saman og setja rofa á vír nr 1 (+5)


Ok, veistu hvaða vír er hvað

Sent: Þri 27. Des 2005 04:29
af Birkir
@Arinn@ skrifaði:úff þetta gæti orðið svolítið vessen... Af hverju tekuru það ekki bara úr og lætur aftur í, mikið minna vesen.
Að setja rofa á snúru er reyndar mjög auðvelt.

Sent: Þri 27. Des 2005 06:53
af DoRi-
Birkir skrifaði:
@Arinn@ skrifaði:úff þetta gæti orðið svolítið vessen... Af hverju tekuru það ekki bara úr og lætur aftur í, mikið minna vesen.
Að setja rofa á snúru er reyndar mjög auðvelt.


gæti verið mikið vesen fyrir þann sem kall ekki til verka

annrs í flestum tilvikum ætti þetta ekki að vera mikið mál

Sent: Þri 27. Des 2005 11:05
af CraZy
þetta er easy as pie þaradsegja eftir að þú finnur rétta vírin, sem ætti svosem ekki að vera það mikið vesen

Sent: Þri 27. Des 2005 12:47
af gauivi
Takk fyrir aðstoðina. Þetta virðist ekki mikið mál þegar maður hefur fundið vír 1 (-5). Ég ætla samt að bíða með þetta í bili og taka myndavélina alltaf úr sambandi – fannst bara þægilegra að hafa hana alltaf tengda. gaui.