Síða 1 af 1

Intel Core i5 14600KF - Hvernig móðurborð?

Sent: Mið 29. Nóv 2023 05:09
af jonfr1900
Ég ætla að kaupa Intel Core i5 14600KF 3.5GHz, LGA1700 örgjörva núna um mánaðarmótin. Hvernig móðurborð er best fyrir þetta? Þetta er í borðtölvuna (sem þýðir leikir meðal annars) hjá mér en það verður að vera pláss fyrir minni upp að 192GB minni (helst en 64GB minni er einnig ásættanlegt). Ég ætla að byrja í 32GB minni eða 64GB minni ef ég hef efni á að gera svo (sem er möguleiki).

Ég veit ekki alveg hvað þykir gott í móðurborðum í dag. Takk fyrir aðstoðina.

Re: Intel Core i5 14600KF - Hvernig móðurborð?

Sent: Mið 29. Nóv 2023 08:26
af Hjorturth
Blessaður,
Er sérstök ásæða fyrir að þú vilt fá þér 14 en ekki 13 örgjörva? Ef það er bara 14 er stærra en 13, þá langar mig að benda þér á:
https://gamersnexus.net/cpus/intels-300 ... ming-power
https://gamersnexus.net/cpus/best-cpus- ... ppointment

Það er næstum enginn munur á 13 og 14 seríunni. Er bara refresh virðast allir vera sammála um. Gætir etv sparað þér smá með að fá þér 13 frekar en 14.

Leyfi mér fróðari menn að ráðleggja um móðurborð. Fer soldið eftir notkun osf.

Re: Intel Core i5 14600KF - Hvernig móðurborð?

Sent: Mið 29. Nóv 2023 16:22
af jonfr1900
Þetta er það sem hentar best. Ég er ekki mikið að horfa á hvernig þessum örgörvum gengur í leikjum þar sem ég spila mjög fáa leiki.

Re: Intel Core i5 14600KF - Hvernig móðurborð?

Sent: Mið 29. Nóv 2023 16:33
af TheAdder
Væri 5900X ekki hentugri í VM keyrslu og svoleiðis? Ég er að keyra milli 5 og 10 VM vélar á 3900X sjálfur.

Re: Intel Core i5 14600KF - Hvernig móðurborð?

Sent: Mið 29. Nóv 2023 16:53
af jonfr1900
Ég verð með einhverjar sýndartölvur í borðtölvunni en það verður ekki aðal uppsetningin hjá mér.

Re: Intel Core i5 14600KF - Hvernig móðurborð?

Sent: Mið 29. Nóv 2023 21:59
af Hjorturth
jonfr1900 skrifaði:Þetta er það sem hentar best. Ég er ekki mikið að horfa á hvernig þessum örgörvum gengur í leikjum þar sem ég spila mjög fáa leiki.


Ekki það að ég ætli að segja þér hvað skal kaupa, sérstaklega ef þú ert búinn að borga fyrir hann. En gamersnexus eru ekki (þrátt fyrir nafnið) með einblíni bara á leiki. En munurinn jafnvel þar sem 14 stendur sig hvað best miðað við 13 er það að kreysta ca 1.8% meira út úr sílíkóninu.
https://cpu.userbenchmark.com/Compare/I ... 4151vs4129

Loka svar mitt hér. Gangi þér vel :)