Síða 1 af 1

Hefur einhver reynslu á mini gaming pc's?

Sent: Þri 09. Jan 2024 19:21
af cocacola123
Hef verið að sjá mikið um pínulitlar leikjatölvur og langaði að forvitnast hvort einhver ætti álíka?

Dæmi um þannig tölvu:



Hef bara aldrei langað í einhvern risa turn en væri alveg til í að geta spilað cs2 eða warzone (í bara meðal gæðum á 1080p)
Finnst líka bara tölvurnar sem tölvubúðirnar bjóða uppá risastórar og rándýrar.

Sá að maður getur fengið svona tölvur á 100-150 þúsund kr á aliexpress (fyrir toll reyndar).

Er einhver með reynslu á þessu? Algjör vitleysa? :)

Re: Hefur einhver reynslu á mini gaming pc's?

Sent: Þri 09. Jan 2024 19:51
af Henjo
Spurning hversu mikið maður er að gefa eftir þegar maður er komið i svona rosalega lítið

Ertu buin að skoða t.d. svona: https://kisildalur.is/category/54/products/2834 ? Ekki mikið stærra og getur komið sæmilegu skjakorti fyrir.

Re: Hefur einhver reynslu á mini gaming pc's?

Sent: Þri 09. Jan 2024 20:42
af Gunnar
Ég er á sama blaði og þú mér finnst þessir risastóru kassar allveg óþarfi. enda hef ég farði minnkandi og minnkandi eftir hverju buildi.
úr Antec P190 risaturn í silencio 352 microATX í nr200 mini-ITX turn sem er með i7-13700k og 3080.

þessi turn er allgjör snilld. kemst full size skjákort og örgjörvinn er vatnskældur með 280mm vatnskælingu. mjög þröngt um allt en það passar

https://www.coolermaster.com/catalog/ca ... box-nr200/

pantaði hann í sérpöntun hjá tölvulistanum og fékk hann á góðum prís.

Re: Hefur einhver reynslu á mini gaming pc's?

Sent: Þri 09. Jan 2024 20:43
af CendenZ
Stórsniðugt ef menn ætla nota tölvuna mest megnis við skrifstofu/skólavinnu og sætta sig við 60-80 fps á 60hz leikjaspilun

Re: Hefur einhver reynslu á mini gaming pc's?

Sent: Mið 10. Jan 2024 08:12
af Hausinn
Er persónulega að nota þennan kassa:
https://ssupd.co/products/meshlicious

Mæli hiklaust með honum. Finnst hann vera nokkurn veginn í fullkomnri stærð; nettur, en ekki svo lítill að það bitni á tölvunni.

Nota síðan þessa CPU kælingu nema ég set Noctua NF-A12 viftu ofan á. Situr nánast flush við mesh panelinn á hýsingunni.
https://www.alpenfoehn.de/en/products/c ... k-ridge-en