Síða 1 af 1

2U ITX / mATX kassar?

Sent: Fös 26. Jan 2024 13:04
af GullMoli
Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér að setja upp vél í litla network rakkann minn. Þar sem þetta er network rack þá er ekki gert ráð fyrir full size server kössum í honum.

Í fljóti bragði hef ég fundið þessa tvo:

https://www.aliexpress.com/item/1005005 ... ea!IS!0!AB

https://www.amazon.com/RackChoice-Serve ... 596&sr=8-5

Amazon gæjinn er miklu sniðugari, þar snýr IO platan framm sem hentar vel. Bara drulludýrt að senda þetta hingað heim og hef að sama skapi ekki fundið neitt að viti í verslunum hérna.

Hafið þið reynslu af svona sambærilegum kössum sem þið getið mælt með?


EDIT: http://www.plinkusa.net/web2360F.htm Þessi er líka flottur.

Re: 2U ITX / mATX kassar?

Sent: Lau 27. Jan 2024 11:11
af sigurdur
Hvað er skápurinn þinn djúpur? Ég er með svona kassa uppi á vegg í kompu hjá mér og hef einmitt verið að brasa í því sama.

Endaði á að kaupa þennan hérna:
https://www.myelectronics.nl/us/19-inch ... depth.html
þar sem hann var sá eini sem var nógu stuttur til að komast fyrir í skápnum. Ekki ódýr, en þó backplane-ið snúi aftur þá eru fjögur úttök framan á og hægt að fá framlengingu á portum aftaná og fram í framhliðina. Þannig get ég tekið 3 RJ45 port og USB port á framhliðina.

Hann tekur bara ITX borð og ég er að bíða eftir borðinu mínu til að setja hann upp.