Síða 1 af 1

Verkfæri

Sent: Lau 10. Feb 2024 21:32
af tommimb
Hvaða skrúfjárn eða sett er fólk að nota við tölvu uppsetningar? er svo nýr í þessu..

Re: Verkfæri

Sent: Lau 10. Feb 2024 22:20
af einarhr
Getur byrjað hér,
https://computer.is/is/product/verkfaer ... -csts10017

Hér er svo 70 usd skrúfjárn sem myndi líklega kosta 10-15 k með gjöldum
https://www.lttstore.com/products/screwdriver

Re: Verkfæri

Sent: Lau 10. Feb 2024 22:50
af agust1337
Ég hef verið að not a iFixit sett, kemur með auka dóti, það er líka til bara skrjúfjárnasettið

Re: Verkfæri

Sent: Lau 10. Feb 2024 22:53
af Danni V8
https://sindri.is/skr%C3%BAfj%C3%A1rnasett-ibtgaai2101

Ég fékk svona gefins fyrir sennilega áratug síðan og ég hef notað þetta exclusively í allar tölvuuppsetningar síðan. Hef ekki ennþá lent í því að þurfa að redda einhverju öðru. Líka þægilegt að það er hægt að hafa skrúfjárnið mislangt.

Síðan hefur þetta virkað vel fyrir eiginlega allt annað á heimilinu líka :)

Re: Verkfæri

Sent: Lau 10. Feb 2024 23:31
af nidur
Ég nota alltaf eitthvað svipað og þetta, hef sjaldan þurft eitthvað annað.

https://sindri.is/stj%C3%B6rnuskr%C3%BA ... btfbbb0103

Settið sem Danni bendir á er fínt til að ná í skrúfur sem er erfitt að komast að.

Re: Verkfæri

Sent: Lau 10. Feb 2024 23:35
af Langeygður
Mæli með að kíkja í Íhluti, góð skrúfjárn þar.

Re: Verkfæri

Sent: Lau 10. Feb 2024 23:35
af SolidFeather
Bara það sem ég finn heima, þetta er nú frekar basic.

Re: Verkfæri

Sent: Sun 11. Feb 2024 00:07
af einarhr
einarhr skrifaði:Getur byrjað hér,
https://computer.is/is/product/verkfaer ... -csts10017

Hér er svo 70 usd skrúfjárn sem myndi líklega kosta 10-15 k með gjöldum
https://www.lttstore.com/products/screwdriver


Skoðaði þetta betur, það fylgja engir bitar =; 7 usd í viðbót.

Ps hef gaman af LTT en þetta er frekar dýrt

Re: Verkfæri

Sent: Sun 11. Feb 2024 10:56
af Hjaltiatla
Ég nota sjálfur.
iFixit Pro Tech : https://elko.is/vorur/ifixit-pro-tech-v ... TEU1453074
Bacho bitasett og Skrúfjárn fyrir bitasett (Fyrir heimilið,skrúfuvél og tölvustúss).

Re: Verkfæri

Sent: Sun 11. Feb 2024 16:38
af GullMoli
einarhr skrifaði:
einarhr skrifaði:Getur byrjað hér,
https://computer.is/is/product/verkfaer ... -csts10017

Hér er svo 70 usd skrúfjárn sem myndi líklega kosta 10-15 k með gjöldum
https://www.lttstore.com/products/screwdriver


Skoðaði þetta betur, það fylgja engir bitar =; 7 usd í viðbót.

Ps hef gaman af LTT en þetta er frekar dýrt


Það fylgja bitar með, en getur keypt fleiri og öðruvísi ef þú vilt.

Re: Verkfæri

Sent: Sun 11. Feb 2024 16:56
af mikkimás
Hjaltiatla skrifaði:Ég nota sjálfur.
iFixit Pro Tech : https://elko.is/vorur/ifixit-pro-tech-v ... TEU1453074
Bacho bitasett og Skrúfjárn fyrir bitasett (Fyrir heimilið,skrúfuvél og tölvustúss).

Þó ég sé lítið í því að byggja tölvur, þá eru þetta kaup sem ég sé ekki eftir og hafa reynst mér vel.

Re: Verkfæri

Sent: Sun 11. Feb 2024 22:01
af Njall_L
Mér leiðist að skipta um bita í skrúfjárnum svo í vinnuaðstöðunni heima eru Facom Protwist sem ég er með í ýmsum stærðum í almenna vinnu, þar með talið PC samsetningar og viðgerðir.
Er síðan með Facom Micro Tech skrúfjárn í öllum fáanlegum stærðum sem nýtast vel í smærri verkefni og nokkur bitajárn í sömu línu (Facom AEM.M) sem ég er alltaf með sömu speciality iFixiti bitana í, aðallega Pentalobe, Triwing og litla toppa, og þarf því aldrei að skipta ef mig vantar þá.

Ofan á það er ég síðan með þrjú LTT skrúfjárn í venjulegu og stubby útfærslunni, eitt sem er alltaf í vinnutöskunni og tvö sem fljóta um heimilið í ýmsum verkum.

Re: Verkfæri

Sent: Mán 12. Feb 2024 07:37
af worghal
Ég er með LTT skrúfjárnið og það er virði hverrar krónu! :D

Re: Verkfæri

Sent: Mán 12. Feb 2024 10:37
af Meso
Sammála með LTT skrúfjárnið, það er kannski dýrt en er hæst ánægður með það. Buy once, cry once!
Svo skemmir ekki fyrir að það er komið í Noctua litunum :8)

Re: Verkfæri

Sent: Mán 12. Feb 2024 13:31
af jojoharalds
mæli með þessum á 4 svona

https://www.lttstore.com/products/screwdriver

1 í skúrnum
1 heima í hobbyherberginu
1 í vinnubilnum
1 í vinnunni

hafa aldrei brugðist mér,
svoltið dyrir samt þessvegna kepti ég 4 til að shipping borgaði ser :)

Re: Verkfæri

Sent: Mán 12. Feb 2024 15:26
af dori
Flest skrúfjárn eru alveg nógu góð í þetta. Það er betra að vera með stök skrúfjárn ef þú hefur pláss fyrir það heldur en að vera að sýsla með bita. Allavega fyrir það sem þú notar mikið.

Lærðu að þekkja muninn á Phillips og Pozi (algengustu "stjörnuskrúfurnar") og jafnvel JIS og notaðu rétt skrúfjárn fyrir hverja skrúfu. Það skiptir miklu meira máli en hvort þú sért með LTT, Facom, Toptul eða einhvern annan framleiðanda.

Þetta snýst um að vera með eitthvað sem fer vel í hendi og þér finnst þægilegt. Mér finnst skrall ekki sérstaklega mikilvægt á skrúfjárni en það hefur alveg kosti og ef þér finnst það mikilvægt þá er LTT útgáfan víst voðalega fín en þá þarftu náttúrulega að díla við bita.

Re: Verkfæri

Sent: Mán 12. Feb 2024 15:30
af oliuntitled
Ég fékk mér ifixit sett, það hefur þjónað mér ótrúlega vel í gegnum árin.
Fékk mér Mako kittið (https://www.ifixit.com/products/mako-dr ... ision-bits) og er ótrúlega sáttur.
Flex gaurinn á þessu hefur hjálpað mér þónokkuð oft.

Margir hafa mælt með líka Manta kittinu til að fá bæði stóra og litla handfangið, ég hef ekki séð mikla þörf í það hjá mér allavega.

Re: Verkfæri

Sent: Þri 13. Feb 2024 13:19
af Storm
keypti mér þetta sem er mjög svipað og ltt skrúfjárnið (með skralli) nema töluvert ódýrara og er bara mjög sáttur
https://www.mii.is/vara/mi-16-in-1-ratchet-screwdriver/
Gæðin örugglega ekki á sama pari, en does the job

Re: Verkfæri

Sent: Þri 13. Feb 2024 17:31
af einarhr
dori skrifaði:Flest skrúfjárn eru alveg nógu góð í þetta. Það er betra að vera með stök skrúfjárn ef þú hefur pláss fyrir það heldur en að vera að sýsla með bita. Allavega fyrir það sem þú notar mikið.

Lærðu að þekkja muninn á Phillips og Pozi (algengustu "stjörnuskrúfurnar") og jafnvel JIS og notaðu rétt skrúfjárn fyrir hverja skrúfu. Það skiptir miklu meira máli en hvort þú sért með LTT, Facom, Toptul eða einhvern annan framleiðanda.

Þetta snýst um að vera með eitthvað sem fer vel í hendi og þér finnst þægilegt. Mér finnst skrall ekki sérstaklega mikilvægt á skrúfjárni en það hefur alveg kosti og ef þér finnst það mikilvægt þá er LTT útgáfan víst voðalega fín en þá þarftu náttúrulega að díla við bita.



Góð ábending!
Kosturinn við stök skrúfjárn er að þau eru með betri segul en bitar að mínu mati. Einning er gott að eiga eitthvað langt skrúfjárn PH1 eða PH2 þegar maður er að gúska ofan í kassanum.

PS, PZ er mest megnis notað í byggingariðnaði og PH í raftækjum

Re: Verkfæri

Sent: Mið 20. Mar 2024 11:46
af Zensi
Ég get eindregið mælt með þessu fyrir tölvur niður í minnstu tækin.

https://fanttik.com/products/fanttik-e1-max-precision-electric-screwdriver

Sterkur segull, nákvæmt, batterí endist lengi, gott torque og ekkert sem "pirrar" mig við það.
Nota það á tölvur, lappa, skjái, TV ásamt farsímun og tablets.

Það er bara svo miklu betra að vera með rafdrifið sérstaklega ef þú ert að grípa í skrúfjárn oftar en 1-2 á dag.

Er að hugsa mér að kaupa stærra járnið frá þeim fyrir bílinn og heimilið. Tala nú ekki um eftir að konunni dettur í hug að fara í IKEA að kaupa eitthvað sem þarf að skrúfa saman.

Það væri geggjað ef einhverri búðinni dytti í hug að flytja inn þessi gæði enda gott merki.

*Edit*

Ef þú ert bara að skrúfa móðurborð/psu í kassa og vantar eitthvað sem þú getur notað á heimilið og húsgögn líka þá myndi ég frekar fara í þetta:
https://fanttik.com/products/fanttik-s1-ace-cordless-electric-screwdriver