Síða 1 af 1

Hentugur Intel örgjörvi fyrir litla borðtölvu

Sent: Mið 06. Mar 2024 00:00
af jonfr1900
Ég er að spá í að setja saman litla borðtölvu, þá með því að kaupa nýtt móðurborð í borðtölvuna (ATX stærð) mína og færa það móðurborð (mini-ATX) yfir í annan tölvukassa sem ég á (sem er mini-ATX). Færa örgjörvann milli móðurborða. Það eina sem mig vantar þá er hentugan örgjörva sem getur verið í litlum kassa með litla kæliviftu. Þetta þarf ekki að keyra hratt, enda á þetta að keyra á litlu afli og helst vera notað fyrir gesti og annað tilfallandi.

Ég hef verið að skoða Intel i3 örgjörva en ég veit ekki alveg hvort að ég ætti að fara í svo gamalt. Það yrði þá helst Intel i5 örgjörvar sem henta í þetta en ég er ekki alveg viss hversu lágt ég get farið.

Takk fyrir aðstoðina.

Re: Hentugur Intel örgjörvi fyrir litla borðtölvu

Sent: Mið 06. Mar 2024 00:33
af worghal
https://computer.is/is/product/orgjorvi ... -8t-uhd730
þessi er ágætur þrátt fyrir að vera i3.

Re: Hentugur Intel örgjörvi fyrir litla borðtölvu

Sent: Mið 06. Mar 2024 09:01
af rapport
Hvaða socket er á gamla móðurborðinu?

Það hefur áhrif á hvaða CPUz koma til greina.

Re: Hentugur Intel örgjörvi fyrir litla borðtölvu

Sent: Mið 06. Mar 2024 09:56
af TheAdder
Hvaða chipset er á móðurborðinu hjá þér, eða hvaða örgjörva ertu með? Það eru minnir mig almennt bara 2 kynslóðir af örgjörvum sem virka með hverju chipset hjá Intel.

Re: Hentugur Intel örgjörvi fyrir litla borðtölvu

Sent: Mið 06. Mar 2024 11:50
af pathfinder
Ekki spá í hvort örgjörvi sé i3 eða i5. Best að skoða benchmark á þeim örgjörvum sem þú ert að spá í. Nýr i3 er hraðari en 4 ára gamall i5. https://www.cpu-monkey.com/en/compare_c ... e_i3_14100

Re: Hentugur Intel örgjörvi fyrir litla borðtölvu

Sent: Mið 06. Mar 2024 13:53
af jonfr1900
rapport skrifaði:Hvaða socket er á gamla móðurborðinu?

Það hefur áhrif á hvaða CPUz koma til greina.


Ég er með 1700 socket, enda er ég að nota Intel(R) Core(TM) i5-14600K örgjörva núna. Þetta er bara færsla á móðurborðum og örgjörvum, ekkert stórkostlega flókið.