Síða 1 af 1

Raspberri tölva með rca út

Sent: Þri 26. Mar 2024 23:08
af jonfr1900
Þegar ég er kominn með almennilegt húsnæði (sem verður einhverntímann). Þá ætla ég að fara í það áhugamál mitt að setja upp gervistöðvar fyrir sjálfan mig (svipað og þetta hérna). Það eina sem ég þarf að vita er hvernig ég fæ rca merki út frá Raspberri pi tölvur sem ég ætla að nota í þetta þegar ég fer í þetta. Hvenær sem það verður í framtíðinni. Ég hinsvegar veit ekki hvar ég get fengið svona fyrir Raspberry pi, þar sem flestar tölvur í dag virðast bara vera með hdmi tengi.

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Þri 26. Mar 2024 23:14
af hagur
Original Raspberry Pi tölvan, þ.e fyrsta kynslóð var með RCA útgang. Getur eflaust fundið svoleiðis notaðar einhversstaðar.

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Þri 26. Mar 2024 23:18
af kornelius
Er það ekki bara eitthvað svona? https://www.amazon.com/Converter-Compos ... B0814Z34XG

BREYTT: fæst meira segja hér heima - https://www.oreind.is/product/hdmi-rca- ... r-hdmi2av/

K.

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Mið 27. Mar 2024 00:26
af Blues-
Þú ert á villigötum ..
Fáðu þér HiFiBerry hatt .. er með svoleiðis á Pi4 fyrir MPD server .. tengt í heimabíó ..
Rokkar feitt ..
Kíktu á https://www.hifiberry.com/

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Mið 27. Mar 2024 01:01
af jonfr1900
kornelius skrifaði:Er það ekki bara eitthvað svona? https://www.amazon.com/Converter-Compos ... B0814Z34XG

BREYTT: fæst meira segja hér heima - https://www.oreind.is/product/hdmi-rca- ... r-hdmi2av/

K.


Ég á svona og þessi virka yfirleitt ekki nógu vel. Væntanlega ódýrir og lélegir örgjörvar notaðir í þetta grunar mig. Gæti samt endað þannig að þetta verði eina lausnin hjá mér.

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Mið 27. Mar 2024 01:02
af jonfr1900
Blues- skrifaði:Þú ert á villigötum ..
Fáðu þér HiFiBerry hatt .. er með svoleiðis á Pi4 fyrir MPD server .. tengt í heimabíó ..
Rokkar feitt ..
Kíktu á https://www.hifiberry.com/


Ég er nokkuð vissum að allar rásinar verði með mono hljóði, þar sem ekkert af móturunum sem ég á styður stereo hljóð.

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Mið 27. Mar 2024 01:18
af jonfr1900
Ég vil einnig Raspberry pi með rca video út, þar sem þá get ég bætt við textavarpi til að leika mér með þegar þetta tekst hjá mér.

Create your own teletext service (raspberrypi.com)

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Mið 27. Mar 2024 19:56
af hagur
jonfr1900 skrifaði:Ég vil einnig Raspberry pi með rca video út, þar sem þá get ég bætt við textavarpi til að leika mér með þegar þetta tekst hjá mér.

Create your own teletext service (raspberrypi.com)


Ég var líklega að rugla. RCA tengið á original Raspberry Pi er composite video út. Semsagt RCA video út.

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Mið 27. Mar 2024 22:31
af Langeygður

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Fim 28. Mar 2024 03:42
af jonfr1900
Langeygður skrifaði:https://www.youtube.com/watch?v=W7m7OW2xrJE


Ég hef aldrei séð svona búnað og ég hreinlega veit ekki hvar ég gæti nálgast svona búnað. Að kaupa svona búnað er ekki ódýrt held ég (TDH 800 Main Unit).

Ég ætla að nota eitthvað af þessum rásum til að endurvarpa DR 1/DR 2/NDR/MDR/ZDF/ARD og fleiri rásum yfir kerfið, kannski set ég bara upp tvær eða þrjár heimastöðvar og nota restina í endurvarp á stafrænum stöðvum.

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Fim 28. Mar 2024 07:56
af Langeygður

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Fim 28. Mar 2024 15:00
af jonfr1900
Langeygður skrifaði:https://www.ebay.com/b/blonder-tongue-modulator/bn_7024834680

https://www.ebay.com/sch/i.html?_from=R ... t&_sacat=0


Þessir mótarar eru fyrir NTSC. Ég er með mótara fyrir PAL B/G á alveg nóg þar. Þetta eru sérstakir mótarar sem voru sýndir þarna í þessu youtube myndbandi.

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Fim 28. Mar 2024 18:26
af svanur08
Bara aldrei heyrt um Raspberri tölvu, til líka strawberry?

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Fim 28. Mar 2024 22:19
af jonfr1900
Ég get einnig fengið mér bara móttakara (hvort sem er DVB-T2 eða DVB-S2) og notað það í staðinn fyrir Raspberry Pi tölvu. Aðeins meira vesen kannski en ætti að virka.

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Fim 28. Mar 2024 22:36
af russi
jonfr1900 skrifaði:Ég get einnig fengið mér bara móttakara (hvort sem er DVB-T2 eða DVB-S2) og notað það í staðinn fyrir Raspberry Pi tölvu. Aðeins meira vesen kannski en ætti að virka.


Horfði ekki á allt videoið, en ef ég er að skilja þetta rétt, þá langar þig að nota Pi til að streyma inná loftnetskerfi?
Það er ekki mikið mál að fá mótara með hdmi inn og dvb-t út, gæti það verið lausnin sem þú leitar að?

Re: Raspberri tölva með rca út

Sent: Fim 28. Mar 2024 22:52
af jonfr1900
russi skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég get einnig fengið mér bara móttakara (hvort sem er DVB-T2 eða DVB-S2) og notað það í staðinn fyrir Raspberry Pi tölvu. Aðeins meira vesen kannski en ætti að virka.


Horfði ekki á allt videoið, en ef ég er að skilja þetta rétt, þá langar þig að nota Pi til að streyma inná loftnetskerfi?
Það er ekki mikið mál að fá mótara með hdmi inn og dvb-t út, gæti það verið lausnin sem þú leitar að?


Það er möguleg lausn. Verst að spilaranir í þessum mótörum eru ekkert sérstakir (hafa ekki verið það hingað til). Ég skoða það betur þegar ég kemst í þetta hvenær sem það verður.