Síða 1 af 1

Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Mán 01. Apr 2024 09:43
af oon
Ein viftan á Strix 3080 OC kortinu hjá mér er orðin smá wobbly og ég væri þar að auki til í að geta keyrt það ögn kaldara.

Búinn að finna replacement fans með sömu límmiðum.

Hef séð menn ná góðum árangri með að setja nýtt paste og skipta um thermal pads en er smá stressaður að ráðast í slíka aðgerð sjálfur. Eru einhver verkstæði hér sem taka að sér svona aðgerð eða ætti maður að láta vaða?

Re: Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Mán 01. Apr 2024 11:21
af Templar
Kisildalur getur þetta fyrir þig eflaust en með svona gamalt kort myndu margir láta vaða.
Myndi gera mikið fyrir kortið.

Re: Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Fim 25. Apr 2024 18:14
af oon
Jæja, ég keypti vifturnar, thermal pads og paste af gpufanreplacement.com og hjólaði í þessa aðgerð í dag. Fann góðar leiðbeiningar á YouTube og thermalpad.eu fyrir sama kort og þetta tók undir klukkutíma þrátt fyrir talsverða vandvirkni.

Niðurstöðurnar eru framar vonum – það bókstaflega heyrist ekki lengur í kortinu og GPU core temp er ca. 10°C lægra í idle og gaming, "hot spot temp" og minnishiti eru tugum gráðum lægri núna. Keyrði létt álagspróf og hitinn fór ekki yfir 56°C og vifturnar algjörlega hljóðlátar á meðan. Ætla að leyfa þessu að malla og keyra svo þyngra próf.

Það var ansi þunnur þrettándinn í kælikreminu sem var eftir eins og sjá má og það var orðið hart. Thermal pads litu bara vel út en þeir sem ég setti í staðinn voru nokkuð mýkri en þeir sem fyrir voru.
Mynd

Re: Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Fös 26. Apr 2024 09:25
af Templar
Vel gert, þetta er það sem gerist er að kortin fá nýtt líf. Ég geri þetta á nýjum kortum sjálfur en það setur engin premium pads eða krem á rándýr GPU eins sérstakt og það nú er.

Re: Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Fös 26. Apr 2024 18:25
af jonsig
Thermal pads gera lítið sem ekkert. Bara þjóðsaga.

Skipta um uppþornað gpu paste gerir 80% þrýfa ryk 9% og rán dýrt voodoo science gerir 1% ca.

Re: Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Fös 26. Apr 2024 22:57
af Templar
Pads virka en mismunandi eftir kortum og hönnun þeirra, bestu pads hækka core hitastig ef kortið og kælingin er ekki sérlega vel hönnuð, dæmi er 3090 með minnið aðeins á annarri hliðinni. Ef kortið og kælingin er vel hannað hafa pads lítil áhrif.
Sammála með paste, nauðsynlegt að laga það og oftast hægt að halda gömlu pads.

Re: Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Fös 26. Apr 2024 23:09
af jonsig
Leikurinn hefur líka breyst eitthvað eftir að Vram fór að vera svona super heitt. Þetta er samt meira uppá showið og reyna að halda þessu nýja ram lifandi út ábyrgðartímann.

Hugsa að þetta komi aðallega frá söludeildunum hjá þessum fyrirtækjum að hafa allskonar thermal pads í allskonar litum og eins og MSI hefur auglýst (extra thick pads) sem segir bara (ónothæfur t.pad en platar þig til að kaupa).

Eins og ég hef sagt áður, þá fer megnið af hitanum í koparinn í prentplötunni.

Re: Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Lau 27. Apr 2024 00:46
af Zensi
Ég setti svona á kortið mitt (RTX 3080) og lækkaði Mem hita um 22°c undir load ofaná fyrri lækkun eftir að fara í premium pads. Og er að boosta lengur á Core.

https://www.coolmygpu.com/product/rtx-3080-80-ti-90-90ti-cooling-plate-new-/3?cp=true&sa=false&sbp=false&q=false&category_id=6

Þetta er myndbandið sem seldi mér hugmyndina.
Mæli með að nota Kapton tape eins og sýnt er í myndbandinu til að hlífa við möguleika á shorts :)



*edit*

Veit einhver um góða netverslun til að versla "Phase Change" thermal goop af sem er amk 2-2.5 mm af þykkt frá?
Langar að slappa smá af því á VRM og önnur hotspot utan mem/core og sjá hvort ég geti kreyst einhver fleiri mhz úr því (er 1.7% núna frá RTX 3090 í bench rock stable)

Re: Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Lau 27. Apr 2024 08:30
af jonsig
Zensi skrifaði:Ég setti svona á kortið mitt (RTX 3080) og lækkaði Mem hita um 22°c undir load ofaná fyrri lækkun eftir að fara í premium pads. Og er að boosta lengur á Core.


Þetta er myndbandið sem seldi mér hugmyndina.
Mæli með að nota Kapton tape eins og sýnt er í myndbandinu til að hlífa við möguleika á shorts :)



*edit*

Veit einhver um góða netverslun til að versla "Phase Change" thermal goop af sem er amk 2-2.5 mm af þykkt frá?
Langar að slappa smá af því á VRM og önnur hotspot utan mem/core og sjá hvort ég geti kreyst einhver fleiri mhz úr því (er 1.7% núna frá RTX 3090 í bench rock stable)[/quote]

Íslenskan þín er alger drulla.
Flestir sem hafa klárað eðlisfræði í grunnskóla ættu að átta sig á að EIR leiðir og hefur betri varma mettun heldur en draslið sem fylgir kortunum.

Zensi skrifaði:Ég setti svona á kortið mitt (RTX 3080) og lækkaði Mem hita um 22°c undir load ofaná fyrri lækkun eftir að fara í premium pads. Og er að boosta lengur á Core.

Ef þú ert að tala um silikón padda þá ættir þú að spara yfirlýsingarnar áður en þú hefur þig af fífli.

Re: Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Lau 27. Apr 2024 08:43
af jonsig
Auðvitað er EIR betri varmaleiðari og betri VARAMA METTUN.
En fjarlægðin sem á að brúa varmaleiðnina og flöturinn sem býr til hitann eru stærstu þættirnir í þessu.
Ef menn skilja ekki þessa einföldu formúlu með útskýringu ....


Mynd

Re: Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Lau 27. Apr 2024 16:52
af Zensi
jonsig skrifaði:Ef þú ert að tala um silikón padda þá ættir þú að spara yfirlýsingarnar áður en þú hefur þig af fífli.


Yfirlýsingar? Ertu þá að meina statistik sem ég fékk með samanburðar mælingum á VRAM hitastigi keyrandi Memtest Vulkan og Furmark fyrir thermal pad skipti, eftir thermal pad skipti og eftir að setja copper shim á minnin?

Stock VRAM thermal pads á Gigabyte Vision OC voru ekki nógu góðir, mjög vel útfærð kæling á þessu korti en ég var að slá uppí 110°c reglulega á VRAM undir miklu load og throttla sem olli stutter og frame drops hjá mér. Headroom fyrir VRAM OC var alltof lítið því memory error correction á GDDRX6 (eins og það var hannað til að gera) var að slá inn early vegna lítils thermal headroom.

Ég pantaði mér FujiPoly Extreme Padda á VRAM, og notaði Thermalgrizzly padda sem ég átti í skúffunni til að skipta um og setja á VRM. (langar að prófa að setja phase change goop á þá í stað padda)

Ég setti Thermalright TFX thermal paste á GPU þar sem Ampere silicon er sjaldnast, ef einhverntímann, fullkomnlega flatir chips.

Bara við að skipta um ofantalda 3 kælileiðandi hluti á kortinu kom ég GPU uppí 2158 mhz stable boost (Global Power Management Normal í NVCP) og Vram sett á 1355 mhz.

Eftir þetta "upgrade" fóru minnin aldrei yfir 101°c undir full stress, en ef ég fór í 1500mhz á minnum skoppaði mem junction hitinn í 110°c og fór að throttla.

Fór svo að skoða CopperShim á VRAM og smellti slíku á VRAM hjá mér.

Eftir það keyra minnin nú á 1790mhz rock stable án þess að memory error correction slái inn og VRAM junction temp maxar í 102°c undir sustained load.

Nokkuð sáttur að 3080 hjá mér á Air cooling er oft að skora yfir RTX 3080 TI og á par við 3090 í GPU bound ef ég gef aðeins í klukkurnar í næstum-rockstable

- Do you want to know more?

Re: Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Lau 27. Apr 2024 20:06
af jonsig
Ég myndi kannski hlusta á þetta ef þú hefðir gert sama við kort úr nákvæmlega sömu framleiðslu og þetta kort. En notað garbo tier padda í kort "B"
helst þriðja kortið til að hafa sem "control group" "C".

ég get haldið áfram í allt kvöld.

Því miður varstu bara að koma kortinu í upprunalegt form eins og það kom úr verksmiðunni áður en það varð drullugt , samsetningargalli eða eitthvað annað sem lét kortið þjást af hitavandamáli.

Veit að það er mikið málið í dag að vera með PhD í applied voodoo science og BRO science.
En einhver upplifun á þessu án haldbærra mælinga hefur enga merkingu fyrir hugsandi týpurnar.

Að prófa einhverja "ofurpadda" er ekkert sem þér og hinum bro science hefur dottið í hug á undan verkfræðingunum hjá nvidia og AIB partner.
Ef þær gætu keyrt niður hitann á Vram um bara 10°C væru þeir að minnka líkurnar á RMA útaf Vram vandamálum um næstum því 50%, og að setja ofurpadda yrði því ódýr og góð trygging. Og kannski minnkað heildar RMA um tugi prósenta á ábyrgðartímanum.

Re: Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Lau 27. Apr 2024 20:27
af oon
Það er algjör óþarfi að vera með þessa stæla.

Kælipúðar þjóna bara sama hlutverki og kælikrem - að leiða hita frá íhlutum í heat sink þar sem loftið á auðveldara með að koma hitanum frá. Þó mesti hitinn komi frá örgjörvanum hlýtur að vera ávinningur í því að leiða hita frá öðrum íhlutum í stað þess að hitinn liggi inni í kortinu.

Og það getur verið mikill munur á leiðni og þéttleika í þessum púðum. Þessi efni missa einnig eiginleika sína með tímanum.

Ég sé amk 25-35 gráðu mun á minnishita og "hot spot" hitagildunum. Þetta var áður að að fara yfir 100 gráður.

Re: Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Sun 28. Apr 2024 03:14
af Zensi
oon skrifaði:Það er algjör óþarfi að vera með þessa stæla.

Kælipúðar þjóna bara sama hlutverki og kælikrem - að leiða hita frá íhlutum í heat sink þar sem loftið á auðveldara með að koma hitanum frá. Þó mesti hitinn komi frá örgjörvanum hlýtur að vera ávinningur í því að leiða hita frá öðrum íhlutum í stað þess að hitinn liggi inni í kortinu.

Og það getur verið mikill munur á leiðni og þéttleika í þessum púðum. Þessi efni missa einnig eiginleika sína með tímanum.

Ég sé amk 25-35 gráðu mun á minnishita og "hot spot" hitagildunum. Þetta var áður að að fara yfir 100 gráður.


Ég er alls ekki týpan til að taka inná mig vitrembing annarra né að deila um QC staðreyndir vegna einhverra verksmiðjuframleiddra tölvuíhluta þar sem mögulegar breytur telja í milljónum, hef séð svo mikið fokkerí og grátlega galla í tölvubúnaði og íhlutum síðustu áratug að ef það er ekki eitthvað sem ég hef haft hands on reynslu af sjálfur þá er ég síðastur til að Yell-it-forward :catgotmyballs

Hinsvegar ef eitthvað er sannanlega að virka fyrir mig og með útkomu sem bakkar það upp þá mæli ég með því við aðra.

Grunar að jonsig gæti hafa misskilið fyrsta innlegg mitt, og haldið að ég hafi haldið því fram, að thermalpad skiptin á VRAM ein og sér hafi lækkað hitann á VRAM um +/-20 °c, sem ég hélt aldrei fram. Var eingöngu að segja að Copper shim moddið hafi lækkað hitann um það mikið ofaná þær örfáu gráður og meira stabilití sem ég græddi á að smella Fujipoly pads á VRAM, sem ég gerði bara sem side upgrade því GPU paste og application var crap úr verksmiðju sem var aðal málið sem ég eltist við í byrjun. Coppershim dæmið er einmitt til að sleppa við að nota thermalpads á VRAM því pads (sama frá hvaða framleiðanda) eru yfirhöfuð bara ekki að ná að leiða nógu vel frá VRAM fyrir stabílt OC með sensible, extended part lifetime árangri.

Svo getur líka vel verið að VRM pad skiptin hafi haft eitthvað að segja þar sem mér þóttu stock pads bæði un-aligned og of þunnir, varla neitt pressure indent á þeim (sem er einmitt enn ein ástæðan að ég vill prófa phase change goop á þá, jafnvel búa til custom shim á þá sem extendar út fyrir og hoverar fyrir ofan kortið til að drekka meiri hita í sig)

Kortið var annars um 2 mánaða gamalt þegar ég skipti um paste og pads fyrst því mér fannst lélegt hvað það tók lítið OC, kortið var spotless (varðandi ryk og drullu), og því getur bara vel verið að Gigabyte hafi klárað regular pads á samsetningar línunni og þurft að ná í afganga-kassann-síðan-í-fyrra í kústaskápinn eða að einhver samsetningar starfsmaðurinn hjá Gigabyte hafi verið í síðasta deginum í vinnunni þegar hann setti saman kortið sem ég endaði á að kaupa :roll:

If it works it works sama hvernig gengur og rekur með kort frá öðrum AIB partnerum ogsfrv. Maður gæti amk grætt vel á að kaupa biluð high end kort og refurbisha þau fyrir lítið miðað við hvað þetta dót er að gefa sig vegna silicon degrading hitastiga sem talin eru ásættanleg í dag af framleiðendum sem eltast við að slá út samkeppni og spá minna og minna í líftíma á consumer pörtum... *hóst* intel 14th gen *hóst*

jonsig skrifaði:ég get haldið áfram í allt kvöld.

Því miður varstu bara að koma kortinu í upprunalegt form eins og það kom úr verksmiðunni áður en það varð drullugt , samsetningargalli eða eitthvað annað sem lét kortið þjást af hitavandamáli.


Ef þú vilt halda áfram félagi þá er ekkert sem ég er ekki að skilja varðandi varmaleiðni/þéttni sem þú hefur sagt nú þegar og óþarfi að eyða orkunni í það eða slíta mekkanísku rofunum á lyklaborðinu fyrir það.

Drulla, nei. Samsetningargalli, who knows? Eitthvað annað.... eins og ég sagði í póstinum mínum fyrir ofan og virðist þurfa að útskýra betur þá var það þegar ég byrjaði að OC minnin/GPU sem ég lenti í vandamálum með VRAM thermal headroom, stock kortið var ekkert að kúka á sig út fyrir spec stock í temps, VRAM keyrði bara full hátt í hita í sustained load (of hátt fyrir minn smekk varðandi extended part life) og VRAM byrjaði að maxa í 110°c eftir nokkuð normal OC.

Ekki verða bitur þó þú sért vitur

Re: Skipti á viftum og thermal pads

Sent: Sun 28. Apr 2024 23:08
af jonsig
Ef þú værir með þessa hluti á hreinu þá værir þú ekki að setja þykkari padda. Eina sem það gerir er að auka bilið fyrir varmaflutninginn.

Síðan allar skrúfur kannski full lausar hjá framleiðandanum ? [-( kannski herða þær rétt milli slits og herslu ? :shock: