Síða 1 af 1
					
				CRT
				Sent: Sun 15. Jan 2006 20:56
				af Talos
				Daginn.
Hvernig er það, er ekkert hægt að fá góða CRT skjái hérna heima lengur? Var með eldgamlan 21" skjá sem mér fannst alveg frábær (dó núna um helgina) og langar í annað eins, pláss er ekkert issue hjá mér.
Eða verður maður bara að hitta á notað?
			 
			
					
				
				Sent: Sun 15. Jan 2006 21:30
				af noizer
				af hverju ekki bara að fá sér lcd ? ekkert svo dýrir
			 
			
					
				
				Sent: Sun 15. Jan 2006 21:32
				af Blackened
				færð miklu miklu miklu betri upplausn í CRT skjáunum 
 
og þeir eru miklu ódýrari í þessum stærðum
og sumum finnst betra að horfa á crt skjáina
 
			
					
				
				Sent: Sun 15. Jan 2006 21:42
				af Rusty
				Blackened skrifaði:færð miklu miklu miklu betri upplausn í CRT skjáunum 

og þeir eru miklu ódýrari í þessum stærðum
og sumum finnst betra að horfa á crt skjáina
 
Yeah... hata að horfa á þennan 19" risa (risi í mínum augum, þar sem ég var með 15" áður!) en ekki geta notað hærri upplausn en 1280x1024.
 
			
					
				
				Sent: Sun 15. Jan 2006 22:02
				af Cascade
				Blackened skrifaði:færð miklu miklu miklu betri upplausn í CRT skjáunum 

og þeir eru miklu ódýrari í þessum stærðum
og sumum finnst betra að horfa á crt skjáina
 
Minn lcd skjár er 1920x1200 native og ég er nokkuð viss um að fleiri þykir þægilegra að horfa á lcd skjá vegna þess að crt flökta
 
			
					
				
				Sent: Sun 15. Jan 2006 22:04
				af Gestir
				CRT ,, Shit ..
Risaeðlurnar dóu út ... So will the CRT.. 
Kjánalegt að vera að eltast við það í dag  

 
			
					
				
				Sent: Sun 15. Jan 2006 22:22
				af Vilezhout
				17° crt er alveg virkilega þægilegt að mínu mati  

 
			
					
				
				Sent: Sun 15. Jan 2006 22:38
				af @Arinn@
				Það er nú ekki mikið verið að selja crt skjái í tölvubúðum núna.
			 
			
					
				
				Sent: Mán 16. Jan 2006 00:38
				af ICM
				Ég þoli ekki fólk sem er að tala illa um CRT skjái, ENN í dag eru þeir betri en 95% af öllum LCD skjáum á markaðnum.
			 
			
					
				
				Sent: Mán 16. Jan 2006 00:44
				af hilmar_jonsson
				IceCaveman skrifaði:Ég þoli ekki fólk sem er að tala illa um CRT skjái, ENN í dag eru þeir betri en 95% af öllum LCD skjáum á markaðnum.
Hefurðu séð þunna CRT skjái(sáttur við 5-7")?
Ef svo er er ég alveg til í einn.
Svo finnst mér einfaldlega betra að horfa á LCD skjá, (þó án CrystalBrite).
Ég er sammála þér með eitt.
5% af LCD skjám eru betri en allir aðrir CRT skjáir.
 
			
					
				
				Sent: Mán 16. Jan 2006 03:25
				af Skoop
				lcd skjáir eru nýrri tækni og þarafleiðandi dýrari, þú getur fundið mjög góðann notaðann 21-22 tommu crt skjá á 7-15 þúsund kall á partalistanum.
ég kýs sjálfur að nota crt skjái , sérstaklega í myndvinnslu og slíkt þar sem ég þyrfti að eyða ansi miklum pening til að fá lcd skjá sem framleiðir sömu gæði og crt skjáir sem eru mun ódýrari.
í mínum huga snýst þetta aðalega um price vs performance factorinn sérstaklega ef plássið skiptir ekki máli
			 
			
					
				
				Sent: Mán 16. Jan 2006 06:21
				af Talos
				skjárinn minn flökti allavega aldrei, keypti hann af verkfræðistofu á slikk, kostaði einhvern 200 kall á sínum tíma, virkilega þægilegur skjár að horfa á.
En jú kannski maður gefi bara undan og fái sér LCD 

 
			
					
				
				Sent: Mán 16. Jan 2006 09:12
				af Gestir
				Hverslags drasl eru þið þá eiginlega með. Ég hef átt nokkra CRT skjái og séð þá marga en enginn af þeim stenst Samsunginn snúning. Hann er alveg guðdómlega mikið skýrari og þæginlegri í alla staði en allir CRT sem ég hef átt.
Hef átt Dell, HP, Smile, Siemens
Þið getið ekkert verið að bera saman lélegan 20.000 kr BenQ úr ELko eða Yiliama low budget skjá við þessa CRT skjái.
T.D Samsung skjárinn minn kostaði 79.900 í Júní 2004  og HP CRT skjárinn minn kostaði 60.000 snemma árs 2001.
Topp skjár en samt ekki nærri eins góður og Samsung Syncmasterinn.
			 
			
					
				
				Sent: Mán 16. Jan 2006 12:58
				af gnarr
				Ég er algjörlega sammála því að LCD á nokkuð langt í land að ná CRT enþá.
Þeir hafa mun færri liti, mun minna contrast ratio, mun dimmari, eiga það til að ghosta, oft með einhver backlight bleed vandamál.
CRT hafa mun færri vandamál sem tengjast myndinni á skjánum. Ef maður er með góðann CRT, þá er hann, hvað myndina varðar, að öllu leiti betri en LCD.
			 
			
					
				
				Sent: Mán 16. Jan 2006 13:08
				af Talos
				en hvernig stendur þá á því að enginn er að selja þetta hérna heima? það er jú hægt að fá 17-19" crt skjái hérna á stöku stað en ekkert yfir það.
http://www.compuvest.com/Description.jsp;jsessionid=asoNqkzgGkc_4TRutJ?Search=673560N&Title=T&iid=160938
þarft að borga soldið meira ef þú vilt fá svona skjá í Lcd....
 
			
					
				
				Sent: Mán 16. Jan 2006 13:12
				af gnarr
				Það er vegna þess að almenningur hefur ekki hundsvit á myndgæðum, og spáir mun meira í því hvernig skjárinn lítur út þegar það er slökkt á honum heldur en þegar það er kveikt á honum.
			 
			
					
				
				Sent: Mán 16. Jan 2006 14:06
				af hilmar_jonsson
				gnarr skrifaði:Það er vegna þess að almenningur hefur ekki hundsvit á myndgæðum, og spáir mun meira í því hvernig skjárinn lítur út þegar það er slökkt á honum heldur en þegar það er kveikt á honum.
Góð setning.
Frá henni álykta ég að langflestum finnist LCD skjáir "betri" en CRT skjáir eins og flestir kjósa Intel fram yfir AMD.
 
			
					
				
				Sent: Mán 16. Jan 2006 14:07
				af Vilezhout
				Veit nú ekki hvort að þetta sé eitthvað einsdæmi
enn þeir sem stunda myndvinnslu sem ég þekki virðast halda dauðahaldi í 20+° crt skjáina sína  
