Vintage tölvur


Höfundur
traustitj
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Vintage tölvur

Pósturaf traustitj » Fös 17. Maí 2024 00:14

Er einhver markaður á skerinu með vintage tölvur?

Spectravideo, Apple II eitthvað, Atari allskonar, Amigur?

Eða servera frá SUN, IBM, HP, SGI eða Dec Alpha?

Ekki enduðu allar slíkar vélar í ruslinu?

Kannski hafa smá Vintage þráð?




Maggibmovie
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf Maggibmovie » Fös 17. Maí 2024 12:05

Ég er einmitt að leita og ekkert gengur að early 2000s tölvu og crt túpu með.

Virðist vera að íslendingar hendi bara öllu :(


Lian-Li O11 Evo XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-14900KS | Direct die kæling m/420mm rad | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2843
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 214
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Tengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf CendenZ » Fös 17. Maí 2024 13:24

Ég hugsa að langflestir CRT skjáir hafi endað á haugunum, annað hvort vegna þess að eigandinn uppfærði í flatan eða þá að einn þéttir fór og rafeindaverkstæðið ætlaði að taka 50þús fyrir að lóða nýjan í.

Ég fór með minn syncmaster skjá í kringum 2006 í viðgerð, og það átti að kosta 50 þúsund kall lágmark sem væri þá 130 þúsund í dag. Hann fór því miður á haugana, einn þéttir ónýtur.

Svo kvörtuðu þessi verkstæði hástöfum yfir því að ekkert væri að gera og eftir standa í dag kannski mesta lagi 5 verkstæði eftir... lol :face



Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 197
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf kusi » Mán 20. Maí 2024 23:08

Púff, er með eitthvað af eldgömlu tölvudóti sem ég er alltaf á leiðinni að auglýsa. Frá Pentium 100, kannski 486, og upp í Pentium 4. Þmt. áhugaverð dual Pentium Pro IBM vinnustöð. Því miður enginn CRT skjár samt...

Ég græt það enn að í minni fjölskyldu hefur í tvígang komið fyrir eftir geymslutiltektir að tölvur endi í ruslagámum sem ég hef verið að reyna að passa upp á. Ein Macintosh LC II/III/475 (man ekki alveg) og ein Classic.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7403
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1123
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf rapport » Þri 21. Maí 2024 11:25





sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf sigurdur » Fös 24. Maí 2024 12:00

Það er verið að taka til á háaloftinu í skólanum sem ég kenni í. Slatti af Apple IIe vélum með skjá, diskadrifum og einstaka prentara auk Plus, Classic og einnar Quadra 950. Er einhver áhugi á slíkum vélum, svo þær endi ekki í gámi í Sorpu? Ég hef ekki pláss fyrir þær því miður.




Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 694
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf Televisionary » Fös 24. Maí 2024 12:12

Átt skilaboð.
sigurdur skrifaði:Það er verið að taka til á háaloftinu í skólanum sem ég kenni í. Slatti af Apple IIe vélum með skjá, diskadrifum og einstaka prentara auk Plus, Classic og einnar Quadra 950. Er einhver áhugi á slíkum vélum, svo þær endi ekki í gámi í Sorpu? Ég hef ekki pláss fyrir þær því miður.




hugith
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mán 09. Sep 2019 12:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf hugith » Fös 24. Maí 2024 14:13

sigurdur skrifaði:Það er verið að taka til á háaloftinu í skólanum sem ég kenni í. Slatti af Apple IIe vélum með skjá, diskadrifum og einstaka prentara auk Plus, Classic og einnar Quadra 950. Er einhver áhugi á slíkum vélum, svo þær endi ekki í gámi í Sorpu? Ég hef ekki pláss fyrir þær því miður.


Ef það er/verður eitthvað eftir af þessu hjá þér væri gaman að fá að vita af því. Tíu ára strákurinn minn er algjörlega forfallinn aðdáandi eldri tölvubúnaðar.



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 567
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf roadwarrior » Fös 24. Maí 2024 15:53

Ég er líka til í að fá að fylgjast með og fá eins og 1-2 eintök. Quadra er á óskalistanum td :happy



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 72
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf daremo » Lau 25. Maí 2024 23:15

sigurdur skrifaði:Slatti af Apple IIe vélum með skjá

Ég væri pottþétt til í eina svona ef það er í boði. Það er ekki auðvelt að panta svona erlendis frá með skjánum og öllu.

En já markaðurinn fyrir vintage tölvur er sorglega bara ekki til hérna.
Það dettur ein og ein vél inn á bland.is. Fann einu sinni Macintosh 512K þar.




einarn
Gúrú
Póstar: 545
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf einarn » Mán 01. Júl 2024 12:09

Maggibmovie skrifaði:Ég er einmitt að leita og ekkert gengur að early 2000s tölvu og crt túpu með.

Virðist vera að íslendingar hendi bara öllu :(



Ég er með 17" túbu sem ég er að reyna losa mig við ef þú hefur áhuga. Held að það sé IBM skjár.



Skjámynd

Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 272
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 46
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf Climbatiz » Mán 01. Júl 2024 12:47

ef það er ekki ennþá búið að rífa niður þessa banka byggingu einhversstaðar í Vogunum, þá var alveg hellingur að early 90s vélum og crt skjáum og server græjum út um allt á fyrstu hæðinni, fór þangað fyrir nokkrum árum og nældi mér í eitt lyklaborð og einn Windows 95 bootdisk Floppy uppá gamnið
Síðast breytt af Climbatiz á Mán 01. Júl 2024 12:48, breytt samtals 1 sinni.


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf Xovius » Mán 01. Júl 2024 14:10

Ég á einmitt eina gamla Macintosh SE sem ég bjargaði úr ruslagám fyrir mörgum árum. Hún fer í gang en ég á ekki lyklaborð eða mús við hana.
Mynd



Skjámynd

gotit23
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Sun 13. Jún 2010 19:37
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf gotit23 » Fim 04. Júl 2024 13:50

Þetta er með öllu ,

Keen commander á floppy :-)
Viðhengi
20240704_134531.jpg
20240704_134531.jpg (2.36 MiB) Skoðað 3834 sinnum
Síðast breytt af gotit23 á Fim 04. Júl 2024 14:14, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

gotit23
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Sun 13. Jún 2010 19:37
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf gotit23 » Fim 04. Júl 2024 13:56

Ibm E74 skjár sem virkar vel .

Árgerð 2000 :-)
Viðhengi
20240704_135140.jpg
20240704_135140.jpg (2.21 MiB) Skoðað 3846 sinnum




elias14
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Fim 20. Júl 2017 19:52
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf elias14 » Fös 05. Júl 2024 18:57

Compaq Armada E500 PP2060

meiri seigja virkar battertyið yfir klukkutima jafnvel meira
Viðhengi
20210225190435_0.jpg
20210225190435_0.jpg (167.61 KiB) Skoðað 3698 sinnum
Síðast breytt af elias14 á Fös 05. Júl 2024 18:57, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Joi
Nörd
Póstar: 107
Skráði sig: Fim 20. Jún 2013 17:48
Reputation: 2
Staðsetning: Heima
Staða: Tengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf Joi » Lau 06. Júl 2024 21:22

Xovius skrifaði:Ég á einmitt eina gamla Macintosh SE sem ég bjargaði úr ruslagám fyrir mörgum árum. Hún fer í gang en ég á ekki lyklaborð eða mús við hana.
Mynd

Hvar fékkstu stýrikerfi og floppy fyrir?
Er með eina slíka vél, enn vantar stýrikerfi á hana.



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 719
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 40
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf gRIMwORLD » Sun 07. Júl 2024 23:02

það er þannig með gamlan búnað að stundum veistu ekki hvað þú varst með í höndunum fyrr en misst hefur.

Á mínu æskuheimili er enn til functional IBM PS/2 með túbuskjá og orginal lyklaborði, ca 1987 týpa :)


IBM PS/2 8086

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf Xovius » Mán 08. Júl 2024 08:48

Joi skrifaði:
Xovius skrifaði:Ég á einmitt eina gamla Macintosh SE sem ég bjargaði úr ruslagám fyrir mörgum árum. Hún fer í gang en ég á ekki lyklaborð eða mús við hana.
Mynd

Hvar fékkstu stýrikerfi og floppy fyrir?
Er með eina slíka vél, enn vantar stýrikerfi á hana.


Hef ekki getað gert neitt á henni því ég er ekki með mús eða lyklaborð fyrir hana. Hún var svona uppsett þegar ég fann hana.



Skjámynd

Bassi6
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Sun 16. Jan 2005 17:36
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Vintage tölvur

Pósturaf Bassi6 » Fös 23. Ágú 2024 18:08

Er einhver áhugi á Apple newton messagepad h1000 "glæný" aldrei verið kveikt á henni?


Gates Free