Samsung G8 Neo Mini-led, grænt ský mætt í horn?


Höfundur
absalom86
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Mán 28. Jan 2019 15:32
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Samsung G8 Neo Mini-led, grænt ský mætt í horn?

Pósturaf absalom86 » Lau 01. Jún 2024 04:12

Sælir Vaktarar,

Keypti mér G8 Neo fyrir um einu og hálfu ári frá Amazon og skjárinn búin að standa sig vel þangað til fyrir um viku síðan þegar grænt ský birtist í hægra horninu. Skrítna með þetta er að þetta nánast hverfur ef ég lækka skjáinn úr 240hz niður í 120hz og sést ekki eða mjög lítið ef eitthvað í gegnum HDMI frá Playstation 5 tölvu.

Ég veit ekkert hvað þetta er þannig að ég veit ekki hvernig ég ætti að ná að laga þetta, búin að skipta um Displayport kapal og ekkert breyttist við það. Í vélinni minni er 4090 kort sem ég held að ætti ekki að valda þessu, þetta svæði birtist ekki á skjáskotum teknum á tölvunni þannig þetta tengist skjánum eitthvað, þetta ætti ekki að vera burn in eða slíkt því þetta er miniled skjá.

Skjárinn var bara eitt ár í ábyrgð þannig að það kostar slatta að senda þetta til útlanda til að fá kannski fix á þetta problem, Ormsson á víst að vera með umboð fyrir Samsung á Íslandi en svara engum skilaboðum, topp fyrirtæki hóst hóst.

Einhverjar hugmyndir?

Módelið: https://www.samsung.com/id/monitors/gaming/odyssey-neo-g8-g85nb-32-inch-240hz-1ms-curved-uhd-4k-ls32bg852nexxd/
Viðhengi
11.jpg
240hz
11.jpg (711.85 KiB) Skoðað 549 sinnum
22.jpg
120hz
22.jpg (758.88 KiB) Skoðað 549 sinnum
33.jpg
HDMI frá PS5.
33.jpg (721.73 KiB) Skoðað 547 sinnum
Síðast breytt af absalom86 á Lau 01. Jún 2024 04:24, breytt samtals 2 sinnum.