Budget partar á Íslandi

Skjámynd

Höfundur
litli_b
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 12:22
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Budget partar á Íslandi

Pósturaf litli_b » Þri 29. Okt 2024 21:32

Alltaf fundist ömurlegt hversu lítið val er á budget vörum, sérstaklega skjákort og aflgjafar, miðað við verð í útlöndum. Náttúrulega fáum við aðeins meira í laun en aðrir en er það ekki bara mjög stórt smáatriði?
Allavega, Kisildalur er búinn að vera pumpa út "nýjum" og ódýrum skjákortum. Síðustu 2 ár var eiginlega það eina í boði undir 25þ eitthvað aumingjalegt r7 240 kort sem getur ekki meir en að gefa manni fleiri skjái til að líta á, eða það mesta spila half life 2. En á síðustu mánuðum hafa þeir verið að gera miklar betrumbætingar, gefandi okkur valmöguleika eins og rx 550, sem er allavega betra en gt 1030 kort, og arc a310, sem er nógu ágætt, en ekki meira en það.
Meira að segja Arc a380 kortinn eru á góðu verði!
Ekki láta mig svo byrja á Tl.is, sem kann ekkert að setja rétt uppsett verð á gtx kortinn sín (Ég meina guð, gtx 1050 kort er dýrara en gtx 1660super kort, hvað eru þeir að hugsa???) en gefa samt alveg fína díla á þeim.

En aðalspurninginn mín er hvort það sé einhver punktur í því? Þegar fólk á spjallinu eins og Gunni91 eru að selja fullt af rx580 kortum á 5þ, og gefandi í alvöru góð verð á öll önnur kort, er einhver markaður fyrir þetta? Ég sjálfur gæti varla beðið um betri turn, en elska að fylgjast með low end markaðnum hér á landi. Vil fá ykkur skoðun á því, finnst þetta vera aðeins og flókið til að koma sjálfur með skoðun á.

(Fyrir þá með athyglisbrest eins og ég: Er einhver punktur í því að selja ný low end kort þegar markaðir eins og spjallid eru til?)
Síðast breytt af litli_b á Þri 29. Okt 2024 21:32, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

olihar
FanBoy
Póstar: 780
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Budget partar á Íslandi

Pósturaf olihar » Þri 29. Okt 2024 22:16

Er það ekki bara útaf því að það er svo auðvelt að panta frá útlöndum.




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Budget partar á Íslandi

Pósturaf Hausinn » Mið 30. Okt 2024 07:21

Mín reynsla á flestum raftækjum er að það er engin ástæða til þess að kaupa lægri-enda tæki nýtt út í búð. Það er nánast alltaf lélegur díll. Þú getur fengið þokkaleg tæki sem eru betri á sama verði eða jafnvel lægra með því að skoða markaðstorg hérna á netinu. Þetta á alveg sérstaklega við hluti eins og sjónvörp eða tölvuíhluti. Af hverju í fljúgandi andskotanum myndi maður kaupa eitthvað eins og GT 1030 kort á 15+þús þegar maður sér reglulega 1000 seríu kort eins og 1660 eða 1080 vera að fara á svona 10-15þús hérna á vaktinni? Ég var einnig nýlega að hneyklast yfir því að bróðir minn keypti eitthvað lítið 32" 1080p sjónvarp á ca. 60þús. Færð miklu betri valkosti nánast því hvar sem er á netinu.



Skjámynd

rostungurinn77
has spoken...
Póstar: 197
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Budget partar á Íslandi

Pósturaf rostungurinn77 » Mið 30. Okt 2024 09:58

Er einhver eftirspurn eftir þessu?

Er þetta ekki bara búnaður sem hefði áður farið í vinnustöðvar hjá fyrirtækjum og eftirspurnin er bara ekki til staðar lengur.




Archdukemelon
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2022 22:27
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Budget partar á Íslandi

Pósturaf Archdukemelon » Mið 30. Okt 2024 10:01

Get alveg sagt þér að með þessi skjákort þá er næstum engin álagning á þeim, þannig getur vell verið að 1660 hefur verið keypt ódýrara inn heldur en þetta 1050... líklegast er það rest, allavegana var það þannig hjá TL,




Omerta
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 01:49
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Budget partar á Íslandi

Pósturaf Omerta » Mið 30. Okt 2024 13:31

Eins og menn benda á þá er væntanlega skortur á eftirspurn. Builders leitast eftir mid range sweet spot á meðan fyrirtæki kaupa AIO lausnir eða litlu NUC-like Lenovo vélarnar sem Origo hafa plantað á aðra hverja skrifstofu á landinu. Svo eru nýjustu integrated graphics ekki langt undan allra verstu skjákortunum svo það er hreinlega sá möguleiki fyrir hendi að þetta market segment hverfi alveg á endanum.