Daginn
Nú er loksins kominn tími á alvöru tölvukaup! Ég keypti síðast nýja tölvu 2005 sem ég uppfærði svo að innan 2009 svo ég er mjög ryðgaður í öllu því nýjasta í dag
Ég er hvorki AMD né Intel fanboy en ég er með AMD í gömlu vélinni sem var líka með AMD fyrir uppfærsluna. Ég er aðeins búinn að kíkja á umræður hér um örgjörva og mér sýnist sem svo að AMD séu á toppnum í dag, er það rétt lesið hjá mér?
Ég er ekki með neitt budget og vil bara alvöru mulningsvél sem endist vel inní framtíðina en ég ætla samt ekki að kaupa allt það dýrasta á markaðnum, bara það besta fyrir peninginn og það sem hentar fyrir það sem ég vil geta notað hana í.
Ég er nú þegar kominn af stað með tölvuherbergi, er kominn með upphækkanlegt borð og skjáarma fyrir 3 skjái svo nú vantar mig 3 skjái, tölvukassa, móðurborð, örgjörva, skjákort, minni og aflgjafa. Ég á nú þegar harðann disk sem er 1TB ssd diskur svo ég get sleppt því að kaupa nýjan disk. Síðan ætla ég að endurnýja lyklaborðið mitt og músina en ég ætla ekki að hafa það með í þessari umræðu.
Ég er ekki á kafi í tölvuleikjum en ég vil samt geta spilað nýjustu og stærstu leikina í sem allra bestu gæðum án vandræða. Svo dreymir mig um að eiga gott sýndarveruleikasett, hef ekki átt neitt slíkt, svo það má alveg líka benda mér á hvað er best að velja þar. Síðan má ekki gleyma hátölurum, er ekki bara fínt að hafa einhverja góða 2.0 hátalara?
Hvað á ég að kaupa?
Kominn tími á alvöru tölvu
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Kominn tími á alvöru tölvu
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Nörd
- Póstar: 135
- Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
- Reputation: 35
- Staðsetning: 101
- Staða: Ótengdur
Re: Kominn tími á alvöru tölvu
Ryzen 7 9800X3D AM5 8-kjarna örgjörvi með SMT
https://kisildalur.is/category/9/products/3735
ASRock X870E Nova WiFi ATX AM5 móðurborð
https://kisildalur.is/category/8/products/3682
G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz DDR5 (fyrir AMD)
https://kisildalur.is/category/10/products/2793
Eitthvað svona plús M2, skjákort og allt hitt.
https://kisildalur.is/category/9/products/3735
ASRock X870E Nova WiFi ATX AM5 móðurborð
https://kisildalur.is/category/8/products/3682
G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz DDR5 (fyrir AMD)
https://kisildalur.is/category/10/products/2793
Eitthvað svona plús M2, skjákort og allt hitt.
Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD
Re: Kominn tími á alvöru tölvu
Doka ef hægt er með skjákort fram yfir áramót, ef 5000 serían er að detta hjá nVidia.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Kóngur
- Póstar: 6500
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 317
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Kominn tími á alvöru tölvu
TheAdder skrifaði:Doka ef hægt er með skjákort fram yfir áramót, ef 5000 serían er að detta hjá nVidia.
Það er aldrei vit að bíða eftir næsta nýja dóti. Það er alltaf eitthvað nýtt handan við hornið og þú munt þá bíða að eilífu.
Þar fyrir utan þá verðru nýja dótið líklegast mjög dýrt til að byrja með.
"Give what you can, take what you need."
Re: Kominn tími á alvöru tölvu
gnarr skrifaði:TheAdder skrifaði:Doka ef hægt er með skjákort fram yfir áramót, ef 5000 serían er að detta hjá nVidia.
Það er aldrei vit að bíða eftir næsta nýja dóti. Það er alltaf eitthvað nýtt handan við hornið og þú munt þá bíða að eilífu.
Þar fyrir utan þá verðru nýja dótið líklegast mjög dýrt til að byrja með.
Þá verður perfect að taka notað 4090 t.d.
-
- Gúrú
- Póstar: 516
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 164
- Staðsetning: 105
- Staða: Tengdur
Re: Kominn tími á alvöru tölvu
gnarr skrifaði:TheAdder skrifaði:Doka ef hægt er með skjákort fram yfir áramót, ef 5000 serían er að detta hjá nVidia.
Það er aldrei vit að bíða eftir næsta nýja dóti. Það er alltaf eitthvað nýtt handan við hornið og þú munt þá bíða að eilífu.
Þar fyrir utan þá verðru nýja dótið líklegast mjög dýrt til að byrja með.
Jú, víst er stundum tími til að doka pínu pons við. Skjákort hafa verið að koma út í nýjum kynslóðum ~ á tveggja ára takti.
Nú fyrir og uppúr áramótum koma nýjar skjákortakynslóðir frá Nvidia, AMD og Intel. Það er ekki að vísu ekki á vísan að róa með hvernig spilast úr þessu en ég veðja á að meira fáist fyrir peninginn við gefin afköst.
DoofuZ gæti td smíðað og græjað tölvuna ÁN skjákorts á næstu vikum og svo tekið ákvörðun um framhaldið.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1259
- Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
- Reputation: 418
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kominn tími á alvöru tölvu
Það er rétt sem menn segja hér, bíða eftir 5000 series skjákortum.
--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR7400 - 4090 - ||
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR7400 - 4090 - ||
-
- Gúrú
- Póstar: 516
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 164
- Staðsetning: 105
- Staða: Tengdur
Re: Kominn tími á alvöru tölvu
Templar skrifaði:Það er rétt sem menn segja hér, bíða eftir 5000 series skjákortum.
Tja, eins og ég sagði, þá eru ný skjákort að koma frá Nvidia, AMD og Intel. Sagt er AMD muni ekki að þessu sinni reyna að keppa við allra dýrustu kort Nvidia en ég reikna með að fullt af stórfínum AMD kortum verði í boði. Enginn veit í raun afköst, verð eða almenna virkni Intel kortanna (hver veit kannski verður allt í gúddí þar).
Nvidia hefur oftar en ekki stundað að koma með top kortin fyrst og all löngu síðar með "mid-range" kort. Kannski verða engin mid-range kort frá græna liðinu fyrr en um mitt næsta ár.
Semsagt, það er margt að skoða og eftir atvikum er ástæða til að kaupa kort frá einum eða öðrum.
Í dag er engin þurrð á skjákortum og ég held að fáir búist við slíku ástandi á næstunni sem gæti m.a. þýtt að eldri kort falli í verði þegar þau nýju koma á markað. Undir slíkum kringumstæðum gæti mögulega verið hagstætt að kaup 4000 seríu frá Nvidia eða 7000 seríu frá AMD í stað nýburanna.
Þetta kemur í ljós á næstu 6-8 vikum.
Síðast breytt af Sinnumtveir á Fös 22. Nóv 2024 00:49, breytt samtals 1 sinni.