Síða 1 af 1
Besta leiðin til að þrífa OLED tölvuskjá?
Sent: Lau 01. Feb 2025 15:28
af Gurka29
Jæja hvernig fara menn best að þessu? Hef heyrt að það sé best að nota microfiber klút og eimað vatn (distilled water) en það er bara selt afjónað vatn úti apóteki og það sé ekki alveg 100% það sama. Er með glossý woled en ekki QD-OLED hef heyrt að algjör martröð að þrífa það.
Re: Besta leiðin til að þrífa OLED tölvuskjá?
Sent: Lau 01. Feb 2025 15:31
af svanur08
Notaðu bara volt vatn og microfiber klút, fyrst með blautu svo með þurrum klút.
Re: Besta leiðin til að þrífa OLED tölvuskjá?
Sent: Lau 01. Feb 2025 16:44
af einarhr
Hvað segja Instuction hjá framleiðenda?
Ps sama og Svanur sagði, bara blautur klútur og þurr klútrur, þetta er bara raftæki, ekki barn með ofnæmi

Re: Besta leiðin til að þrífa OLED tölvuskjá?
Sent: Lau 01. Feb 2025 18:02
af svanur08
Gurka29 hvaða OLED skjá ertu annars með?
Re: Besta leiðin til að þrífa OLED tölvuskjá?
Sent: Lau 01. Feb 2025 19:27
af Gurka29
svanur08 skrifaði:Gurka29 hvaða OLED skjá ertu annars með?
Asus xg27aqdmg
27 tommu 1440p 240hz OLED glossý skjár. Pantaði af overclockers.co.uk og kominn í hendurnar á mér næsta dag eftir að ég pantaði á 110.000 með öllu. Svaka stökk frá TN skjánum sem ég var með
Re: Besta leiðin til að þrífa OLED tölvuskjá?
Sent: Lau 01. Feb 2025 19:35
af Gurka29
einarhr skrifaði:Hvað segja Instuction hjá framleiðenda?
Ps sama og Svanur sagði, bara blautur klútur og þurr klútrur, þetta er bara raftæki, ekki barn með ofnæmi

Hah já þurfti bara að spurja eftir að maður sá haug af reddit þráðum þar sem menn voru grenjandi eftir að hafa rispað OLED skjána sýna