Dóri S. skrifaði:Sjerrí skrifaði:Hvað þýðir lífstíðarábyrgð?
Lífstíðarábyrgð í svona vörum er hálfgert grín... Þetta eru hlutir sem eru notaðir í 2-3 ár, af fólkinu sem myndi nýta sér ábyrgðina. Restin notar þetta kannski í 5-6 og kaupir svo bara nýja tölvu ef þetta bilar og þá er það bara tölvan í heild sinni sem er "biluð" eða "ónýt".
Þetta er bara auglýsinga-jargon.
Tjah, þegar ég vann hjá Tölvutækni þá allavega pössuðum við upp á þetta. Ef eldri tölva kom til okkar og reyndist vera með bilað vinnsluminni, þá ef hún var frá okkur þá skiptum við því út í ábyrgð, ef hún kom frá öðrum þá könnuðum við hvort það gæti mögulega verið í ábyrgð annars staðar og létum viðskiptavin vita.
Ástæðan fyrir lífstíðarábyrgð á vinnsluminni er samt auðvitað að þetta er íhlutur þar sem að galli kemur oftast fram snemma, svo það reynir ekki oft á lífstíðarábyrgðina. En auðvitað aldrei verra að hafa hana