braudrist skrifaði:Er með Subaru Impreza 2009 Hatchback eins og þessi: (
https://www.google.is/url?sa=i&rct=j&q= ... 6424009302) keyrður ca. 65.000 km og hann fer ekki í gang. Ljósin virka og útvarpið líka en ekki vill hann í gang. Er tiltölulega nýbúinn að skipta um rafgeymi og ég reyndi að starta honum með svona litlum power bank en það virkaði ekki. Bíllinn er sjálfskiptur og lyklalaus (með svona start takka) þannig að ég efast um að það sé hægt að renna honum í gang

Einnig er bremsan mjög stíf hjá mér og varla hægt að ýta henni niður.
Er ekki mikill bílakall þannig að ég hef ekki hugmynd hvað er að. Gæti verið að kertið sé farið eða startarinn? Verð ég ekki bara að hringja og láta draga hann á verkstæði ef ég kem honum ekki í gang? Er með svona bílkóðalesara ætla að prófa það en ég efast um að það hafi eitthvað að segja.
Einhverjar hugmyndir?

Þegar þú reynir að starta, snýst þá mótorinn eða gerist bara ekki neitt?
Ef hann snýst eðlilega og allt það þá er ekki gott að segja hvað veldur,
Ef hann snyst ekki, þ.e.a.s. startar en fer ekki í gang, þá er eitthvað sem hindrar milli lykils/takka og startara
þá væri góð tilraun að ath hvort hemlaljósin virki þegar stigið er á, fyrst bíllinn er með takka, því ef rofinn á hemlafetilnum bilar þá veit hann ekki að þú stendur á bremsunni og neitar að starta
bara hugmynd í bankann, kv. Sævar Bifvélavirkjameistari