Henjo skrifaði:Kannski ef aðstæður eru þannig að frost getur myndast á vegi þá ættum við ekki vera keyra á 100km hraða yfirhöfuð?
Sko miðað við svörin þín á þessum þræði þá ertu sennilega með eitthvað agenda gagnvart nagladekkjum svo það er eiginlega gagnslaust að svara þér, en já, ég treysti sjálfum mér til að keyra á 100km hraða í hálku á nagladekkjum. Það er pointið hérna.
Trúðu mér ég myndi aldrei stefna sjálfum mér eða öðrum í hættu á veginum. Ég hef ekki lent í árekstri á þeim 20 árum sem ég haft bílpróf svo ég hlýt að vera að gera eitthvað rétt.
Ef ég get keyrt á 100km hraða á nagladekkjum í hálku þá mun ég gera það.
Minuz1 skrifaði:Og hvað gerir þú síðan þegar götur eru auðar og þú keyrandi á 100km hraða á malbiki á nelgdum dekkjum, skiptir þú bara um árlega?
Ég keyrði Renault Traffic með hörkunegldum dekkjum síðasta vetur sem var hræðilega lélegur vetur, í byrjun vors voru um 10% af nöglunum eftir.
99% af þeim akstri var innanbæjar snatt á drekkhlöðnum bíl þannig að ég er kannski ekki alveg normið.
Í dag er ég á 13.5 tonna flykki sem er á nöglum en hef engan samanburð við ónegld þar á bæ.
Ég er á Yokohama dekkjum sem ég keypti fyrir þremur árum. Það eru kannski 4-5 naglar farnir úr hverju dekki, en ennþá gott mynstur og naglalengd á þeim eftir ca 30þús km akstur.
Eins og hefur komið fram í þessum þræði þá borgar sig að kaupa almennileg dekk.