Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf GuðjónR » Mið 16. Mar 2022 10:13

stefhauk skrifaði:Ég keypti mér NOKIAN WR D4 heilsársdekk fyrir þennan vetur en annars yfirleitt alltaf verið á nöglum ekki lennt í neinum vandræðum nema þegar snjóþyngsti dagurinn var núna seinast þá festi ég mig í innkeyrslunni heima bý uppá vatnsenda í kóp og búið að vera ansi snjóþungt þar í vetur en Skodinn er seigur.

Naglarnir hefðu ekki bjargað þér hvort sem er, virka bara á svelli.



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 787
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Dropi » Mið 16. Mar 2022 10:41

daremo skrifaði:Nú hefur þetta verið mjög snjó og klakaþungur vetur í bænum.
Þið sem voruð rosalega mikið á móti nagladekkjum í þessum þræði - hvað finnst ykkur? Hvernig hefur þessi vetur verið?

Mér finnst þetta sýna að nagladekkinn eiga ennþá erindi og allt tal um boð og bönn er algjör vitleysa.

Aldrei lenti ég í því á síðustu 4 vikum að nagladekk hefðu gert mun, ég er á ónegldum vetrardekkjum og sé eftir engu enda lenti ég í engum vandræðum nema þegar snjórinn var svo mikill að ég þurfti að moka og ýta bílnum úr stæðinu. Skrapp á flúðir og í sumarbústað um helgina, no problems. Ef eitthvað er þá hefur þetta hret í vetur staðfest mína skoðun á nagladekkjum og að þau séu óþörf í þessari borg.

Ég á nagladekk en hef ekki sett þau undir lengi og vissi ekki betur þegar ég keypti þau. Skipti yfirleitt á þau í des þegar ég var að skreppa norður yfir jólin, en er alveg hættur að gera það í dag.

Kaupið ykkur dekkja / tjöruhreinsi og haldið dekkjunum hreinum, þá grípa þau betur.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Hauxon » Mið 16. Mar 2022 10:50

Munurinn felst í hægri umferð út af vanbúnum bílum. Vona samt að veturinn sem er að líða sé ekki eitthvað sem við þurfum að búa við á næstu árum. Vonandi undantekning.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Moldvarpan » Mið 16. Mar 2022 11:10

Ég er á smábíl á nagladekkjum. Hef ekkert samviskubit yfir því.

Þetta eykur ekkert slit á malbiki af ráði. Það eru aðrir þættir sem hafa mikið meiri áhrif. Þá bendi ég á hvalfjarðargöngin. Malbikið í þeim dugaði margfallt lengur en sambærilegt malbik á vegum landsins. Ástæðan er það veðráttan og söltun.

Mikið sull á götunum sem veldur svifryki, því göturnar eru sjaldnan og seint, þrifnar þegar vorar og yfir sumartíma.

Hringavitleysa og allir að kenna nöglum um allt :D



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6794
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Viktor » Mið 16. Mar 2022 11:18

GuðjónR skrifaði:
stefhauk skrifaði:Ég keypti mér NOKIAN WR D4 heilsársdekk fyrir þennan vetur en annars yfirleitt alltaf verið á nöglum ekki lennt í neinum vandræðum nema þegar snjóþyngsti dagurinn var núna seinast þá festi ég mig í innkeyrslunni heima bý uppá vatnsenda í kóp og búið að vera ansi snjóþungt þar í vetur en Skodinn er seigur.

Naglarnir hefðu ekki bjargað þér hvort sem er, virka bara á svelli.


Það er yfirleitt svell undir snjónum þegar það er búið að vera frost lengi.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
Fennimar002
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 323
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Fennimar002 » Mið 16. Mar 2022 11:47

daremo skrifaði:Nú hefur þetta verið mjög snjó og klakaþungur vetur í bænum.
Þið sem voruð rosalega mikið á móti nagladekkjum í þessum þræði - hvað finnst ykkur? Hvernig hefur þessi vetur verið?

Mér finnst þetta sýna að nagladekkinn eiga ennþá erindi og allt tal um boð og bönn er algjör vitleysa.


Ég fór á heilsársdekk í byrjun nóvember og sé ekki eftir því, enda sparaði ég mig tæpa 100þús á því. Keyri vikulega til Grindavíkur og hef aldrei verið hræddur við að keyra brautina á ónelgdum dekkjum eða slíkt.

Eins og flestir, festist bíllinn eitt eða tvö skipti þegar það var mjög mikill snjór úti og hefði nagladekkin ekki skipt neinu máli þar. :fly


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2484
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf GullMoli » Mið 16. Mar 2022 13:35

Djöfull var ég feginn að vera á jeppling í þessari snjókomu um daginn. Nágrannar sem voru á fólksbílum festu sig endalaust á bílaplaninu uppí Grafarvogi, ekkert endilega dekkjum að kenna heldur frekar veghæð bílanna og eingöngu drif á öðrum endanum.

Annars fer þetta svolítið eftir hverfum hvort naglar geti gert eitthvað gagn. Það eru t.d. miklar og brattar brekkur sumstaðar í Grafarvoginum þar sem þú getur átt í erfiðleikum með að komast upp og sérstaklega að stoppa á leiðinni niður þegar það er flughálka eins og um kvöldið í gær. Mér finnst alltof margir miða reynsluna sína við að komast áfram, komast frá A til B etc.. en þegar það kemur að því að nauðhemla þá geta naglar skipt máli .. bæði til hins verra og betra.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1771
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 140
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf blitz » Mið 16. Mar 2022 17:52

Moldvarpan skrifaði:Ég er á smábíl á nagladekkjum. Hef ekkert samviskubit yfir því.

Þetta eykur ekkert slit á malbiki af ráði. Það eru aðrir þættir sem hafa mikið meiri áhrif. Þá bendi ég á hvalfjarðargöngin. Malbikið í þeim dugaði margfallt lengur en sambærilegt malbik á vegum landsins. Ástæðan er það veðráttan og söltun.

Mikið sull á götunum sem veldur svifryki, því göturnar eru sjaldnan og seint, þrifnar þegar vorar og yfir sumartíma.

Hringavitleysa og allir að kenna nöglum um allt :D


Þor­steinn seg­ir ný­leg­ar rann­sókn­ir sýna fram á að slit á mal­biki vegna nagla­dekkja sé um 20 til 40 sinn­um meira en af ónegld­um dekkj­um. Lægri tal­an sé var­fær­in en þýði þó að ef helm­ing­ur bíla sem keyri um göt­urn­ar séu á nagla­dekkj­um sjái þeir um 95 pró­sent af yf­ir­borðssliti mal­biks.


https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022 ... tima_bili/


PS4


Pascal
Fiktari
Póstar: 74
Skráði sig: Fös 30. Júl 2010 22:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Pascal » Mið 16. Mar 2022 18:11

Ég er nú bara á litlum i10 yfir vetrartímann og hann er á heilsársdekkjum.Hef ekki náð að festa mig ennþá, reyndar voru þeir voðalega duglegir að moka götuna hjá mér þegar þess þurfti.
Hef svo farið Grindavíkur og Hveragerðis nokkrum sinnum á árinu án vandkvæða.
Myndi samt ekki reyna á það að fara norður á honum.
Síðast breytt af Pascal á Mið 16. Mar 2022 18:30, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf einarhr » Mið 16. Mar 2022 22:07

Moldvarpan skrifaði:Ég er á smábíl á nagladekkjum. Hef ekkert samviskubit yfir því.

Þetta eykur ekkert slit á malbiki af ráði. Það eru aðrir þættir sem hafa mikið meiri áhrif. Þá bendi ég á hvalfjarðargöngin. Malbikið í þeim dugaði margfallt lengur en sambærilegt malbik á vegum landsins. Ástæðan er það veðráttan og söltun.

Mikið sull á götunum sem veldur svifryki, því göturnar eru sjaldnan og seint, þrifnar þegar vorar og yfir sumartíma.

Hringavitleysa og allir að kenna nöglum um allt :D


Það var flutt inn sérstakt efni til að malbika Hvalfjarðargöngni á sínum tíma frá Noregi sem er miklu harðara efni en það Íslenska. Það kom fljótlega í ljós þegar göngin voru malbikuð fyrir ca 5 árum að þá fór svifryk að myndast í þeim sem hafði ekki verið áður. Steinefnin á Íslandi eru mýkri en í flestum öðrum löndum þar sem eyjan okkar er frekar ung miðað við önnur lönd og heimsálfur og þess vegna er malbikið lélegara og naglarnir slíta þvi frekar.

bætt við, það má líka bæta við að vegurinn frá Mosfellsdal afleggjaranum að Kollafirði var steiptur á sínum tíma, sá spölur hefur dugað lengi en það var of dýrt að notast við þannig efni
Síðast breytt af einarhr á Mið 16. Mar 2022 22:10, breytt samtals 2 sinnum.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 502
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Sinnumtveir » Mið 16. Mar 2022 23:38

Fyrir þá sem búa á hbs er leitun að dögum þar sem nagladekk skipta sköpum. Tækifæri til að njóta sumardekkja í akstureiginleikum er jafnframt fá. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að heilsársdekk séu málið. Þau endast í nokkur ár og ef jafnvægið í þeim skerðist ekki sparar maður sér umfelgunarkostnað sem borgar fyrir næsta dekkjagang.

Hluti borgarfulltrúa vælir út í eytt um svifryk, rétt eins og það komi allt frá nagladekkjum. Á sama tíma er trassað að hreinsa rykið þegar þess er kostur, jafnvel haldið fram, því hlægilega rugli að rykið sé svo mikið, eða eitthvað, að þvottur skipti engu máli. Svo leggja menn malbik með lélegustu steinefnum, sem er ávísun á mikið svifryk og tíða endurnýjun slitlags, þó sannað sé að svifrykið og endurnýjunartíðnin helst í hendur við gæði steinefna í malbikinu. Mín niðurstaða er að þessir pólitísku fulltrúar vilja að svifrykið sé sem mest svo það styðji við sýnilegt lífsmarkmið þeirra: Að pína fólk.



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf daremo » Fim 17. Mar 2022 00:16

Þið einblínið aðeins of mikið á að naglar hjálpa ekki þegar kemur að því að festast í skafli.
Það sem mér finnst aðal málið við nagladekkin er öryggið sem þau veita í hálku á stofnæðum þegar maður er að keyra á kannski 80-100km hraða. Mér er alveg sama hvort ég festist í snjóskafli eða slæda aðeins til á 50km hraða á heilsársdekkjum, það er ekki lífshættulegt. Ef hámarkshraðinn væri 50km alls staðar væri ég bara ennþá á sumardekkjum.

Ég notaði alltaf annað hvort heilsársdekk eða ónegld dekk á veturna fyrstu 20 árin eftir bílprófið. Hef bara notað nagla síðustu 3 ár eða svo og munurinn er svakalegur.
Það er enginn vafi á því að nagladekkin eru öruggari að mínu mati... Eða kannski er ég bara svona lélegur bílstjóri miðað við ykkur :)



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Moldvarpan » Fim 17. Mar 2022 04:38

einarhr skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Ég er á smábíl á nagladekkjum. Hef ekkert samviskubit yfir því.

Þetta eykur ekkert slit á malbiki af ráði. Það eru aðrir þættir sem hafa mikið meiri áhrif. Þá bendi ég á hvalfjarðargöngin. Malbikið í þeim dugaði margfallt lengur en sambærilegt malbik á vegum landsins. Ástæðan er það veðráttan og söltun.

Mikið sull á götunum sem veldur svifryki, því göturnar eru sjaldnan og seint, þrifnar þegar vorar og yfir sumartíma.

Hringavitleysa og allir að kenna nöglum um allt :D


Það var flutt inn sérstakt efni til að malbika Hvalfjarðargöngni á sínum tíma frá Noregi sem er miklu harðara efni en það Íslenska. Það kom fljótlega í ljós þegar göngin voru malbikuð fyrir ca 5 árum að þá fór svifryk að myndast í þeim sem hafði ekki verið áður. Steinefnin á Íslandi eru mýkri en í flestum öðrum löndum þar sem eyjan okkar er frekar ung miðað við önnur lönd og heimsálfur og þess vegna er malbikið lélegara og naglarnir slíta þvi frekar.

bætt við, það má líka bæta við að vegurinn frá Mosfellsdal afleggjaranum að Kollafirði var steiptur á sínum tíma, sá spölur hefur dugað lengi en það var of dýrt að notast við þannig efni



Það er rétt að það var sér innflutt efni í þetta, en ég veit að það var í eitt skipti blandað alltof mikið malbik fyrir göngin, og umfram malbik var lagt á Hringbrautina að mig minnir. Og það entist mun styttra, þetta sama malbik á hringbraut vs göngin.

Þess má geta að það er notuð innflutt granít í malbik á flestum stofnæðum. En malbikið í íbúðargötum er íslenskur salli, það er mjög lélegt.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf mikkimás » Fim 17. Mar 2022 09:23

Talandi um malbik, veit einhver hvað var notað í staðinn fyrir steinefni á Reykjanesbrautina í Hafnarfirði á milli N1 og Kaplakrika?

Þurrkaðar núðlur kannski?
Síðast breytt af mikkimás á Fim 17. Mar 2022 09:23, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 655
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 231
Staða: Tengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Henjo » Fim 17. Mar 2022 15:09

daremo skrifaði:Þið einblínið aðeins of mikið á að naglar hjálpa ekki þegar kemur að því að festast í skafli.
Það sem mér finnst aðal málið við nagladekkin er öryggið sem þau veita í hálku á stofnæðum þegar maður er að keyra á kannski 80-100km hraða. Mér er alveg sama hvort ég festist í snjóskafli eða slæda aðeins til á 50km hraða á heilsársdekkjum, það er ekki lífshættulegt. Ef hámarkshraðinn væri 50km alls staðar væri ég bara ennþá á sumardekkjum.

Ég notaði alltaf annað hvort heilsársdekk eða ónegld dekk á veturna fyrstu 20 árin eftir bílprófið. Hef bara notað nagla síðustu 3 ár eða svo og munurinn er svakalegur.
Það er enginn vafi á því að nagladekkin eru öruggari að mínu mati... Eða kannski er ég bara svona lélegur bílstjóri miðað við ykkur :)


Kannski ef aðstæður eru þannig að frost getur myndast á vegi þá ættum við ekki vera keyra á 100km hraða yfirhöfuð?



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Minuz1 » Fim 17. Mar 2022 19:58

daremo skrifaði:Þið einblínið aðeins of mikið á að naglar hjálpa ekki þegar kemur að því að festast í skafli.
Það sem mér finnst aðal málið við nagladekkin er öryggið sem þau veita í hálku á stofnæðum þegar maður er að keyra á kannski 80-100km hraða. Mér er alveg sama hvort ég festist í snjóskafli eða slæda aðeins til á 50km hraða á heilsársdekkjum, það er ekki lífshættulegt. Ef hámarkshraðinn væri 50km alls staðar væri ég bara ennþá á sumardekkjum.

Ég notaði alltaf annað hvort heilsársdekk eða ónegld dekk á veturna fyrstu 20 árin eftir bílprófið. Hef bara notað nagla síðustu 3 ár eða svo og munurinn er svakalegur.
Það er enginn vafi á því að nagladekkin eru öruggari að mínu mati... Eða kannski er ég bara svona lélegur bílstjóri miðað við ykkur :)


Og hvað gerir þú síðan þegar götur eru auðar og þú keyrandi á 100km hraða á malbiki á nelgdum dekkjum, skiptir þú bara um árlega?

Ég keyrði Renault Traffic með hörkunegldum dekkjum síðasta vetur sem var hræðilega lélegur vetur, í byrjun vors voru um 10% af nöglunum eftir.
99% af þeim akstri var innanbæjar snatt á drekkhlöðnum bíl þannig að ég er kannski ekki alveg normið.
Í dag er ég á 13.5 tonna flykki sem er á nöglum en hef engan samanburð við ónegld þar á bæ.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf daremo » Fim 17. Mar 2022 23:37

Henjo skrifaði:Kannski ef aðstæður eru þannig að frost getur myndast á vegi þá ættum við ekki vera keyra á 100km hraða yfirhöfuð?

Sko miðað við svörin þín á þessum þræði þá ertu sennilega með eitthvað agenda gagnvart nagladekkjum svo það er eiginlega gagnslaust að svara þér, en já, ég treysti sjálfum mér til að keyra á 100km hraða í hálku á nagladekkjum. Það er pointið hérna.
Trúðu mér ég myndi aldrei stefna sjálfum mér eða öðrum í hættu á veginum. Ég hef ekki lent í árekstri á þeim 20 árum sem ég haft bílpróf svo ég hlýt að vera að gera eitthvað rétt.
Ef ég get keyrt á 100km hraða á nagladekkjum í hálku þá mun ég gera það.


Minuz1 skrifaði:Og hvað gerir þú síðan þegar götur eru auðar og þú keyrandi á 100km hraða á malbiki á nelgdum dekkjum, skiptir þú bara um árlega?

Ég keyrði Renault Traffic með hörkunegldum dekkjum síðasta vetur sem var hræðilega lélegur vetur, í byrjun vors voru um 10% af nöglunum eftir.
99% af þeim akstri var innanbæjar snatt á drekkhlöðnum bíl þannig að ég er kannski ekki alveg normið.
Í dag er ég á 13.5 tonna flykki sem er á nöglum en hef engan samanburð við ónegld þar á bæ.

Ég er á Yokohama dekkjum sem ég keypti fyrir þremur árum. Það eru kannski 4-5 naglar farnir úr hverju dekki, en ennþá gott mynstur og naglalengd á þeim eftir ca 30þús km akstur.
Eins og hefur komið fram í þessum þræði þá borgar sig að kaupa almennileg dekk.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 655
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 231
Staða: Tengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Henjo » Fös 18. Mar 2022 00:10

Það sem ég er að seiga er einfaldlega kannski ættirðu að sýna hófsemi og keyra einfaldlega hægar, í staðinn fyrir að valda allskonar svifryki og ógeði, ásamt því að skemma malbikið með þessum nöglum þínum.

Er mjög ánægður að þú áttaðir þig á að ég er á móti nagladekkjum.



Skjámynd

kallikukur
has spoken...
Póstar: 198
Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
Reputation: 22
Staðsetning: grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf kallikukur » Fös 18. Mar 2022 09:21

Það að vera á bestu nagladekkjum sem til eru (skipt um á 3 ára fresti) minnkar líkur eins og hægt er á slysum þegar það er hálka. Munurinn á því að vera á nöglum gæti orðið til þess að ég næ að hemla nógu hratt til að forðast bíl sem annars hefði klesst í hlið bílsins þar sem að barnið mitt situr. Slys geta komið fyrir óháð getu bílstjóra enda þarf tvo til.

Dagur B og co munu ekki hugga mig ef að barnið mitt slasast illa í slysi sem hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir með góðum nagladekkjum.

Ég hef verið á Nokian hakkapelita dekkjum undanfarin ár en skipti núna í nýjustu týpuna af Michelin X-Ice og er hrikalega ánægður með þau.


i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Trihard » Fös 18. Mar 2022 17:12

Fer allt eftir þínum aðstæðum, myndi aldrei fá mér nagladekk á Suðurnesjum eða höfuðborgarsvæðinu, en svo er mér persónulega drull um að vera fyrstur eða hraðskreiður, ég keyri bara eftir aðstæðum. Sérstaklega núna eftir að ég byrjaði að nota ökuvísir trygginga appið sem fylgist með því hvernig maður keyrir. 100 í einkunn og maður borgar 11þ./mán fyrir 6m+ kr. bíl ;=)




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Hlynzi » Lau 16. Apr 2022 19:06

Mikil umræða hérna um þetta...ég er á Honda CR-V sem er gott sem nákvæmlega jafn stór og XC-60 Volvo, er reyndar með 2 svona Hondur. Báðar eru á Michelin heilsársdekkjum frá Costco sem kostuðu 85 þús. kr. komin undir, þau eru 16" .

Varðandi upprunalegu spurninguna gæti verið að stærðin sem 40 prófíl á móti 55 prófíl að seinna dekkið er mun meiri barði á (=meiri túttur) svo heildarstærðin gæti verið of mikil fyrir bílinn.


Hlynur

Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf FriðrikH » Lau 23. Apr 2022 11:28

Moldvarpan skrifaði:
Þetta eykur ekkert slit á malbiki af ráði. Það eru aðrir þættir sem hafa mikið meiri áhrif. Þá bendi ég á hvalfjarðargöngin. Malbikið í þeim dugaði margfallt lengur en sambærilegt malbik á vegum landsins. Ástæðan er það veðráttan og söltun.

Mikið sull á götunum sem veldur svifryki, því göturnar eru sjaldnan og seint, þrifnar þegar vorar og yfir sumartíma.

Hringavitleysa og allir að kenna nöglum um allt :D


Hvalfjarðargöngin eru malbikuð með allt öðru og margfalt dýrara malbiki en almennt gerist. Það er einhver granít - salli í malbikinu sem gerir það fáránlega slitsterkt. Þetta er gert út af því að það er svo rosalega dýrt að endurnýja slitlagið inni í göngunum, vont að koma vinnuvélum niður í göngin og það þarf svo sérstaka vörubíla til að keyra bikið í malbikunarvelarnar því það er náttúrulega ekki hægt að sturta úr vörubíl inni í göngum.

Þessi útskýring þín heldur því miður engu vatni. Það hefur sýnt sig að bíll á nagladekkjum slíkur malbiki 20-30 sinnum hraðar en sambærilegur bíll sem er ekki á nöglum.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Moldvarpan » Lau 23. Apr 2022 12:08

FriðrikH skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:
Þetta eykur ekkert slit á malbiki af ráði. Það eru aðrir þættir sem hafa mikið meiri áhrif. Þá bendi ég á hvalfjarðargöngin. Malbikið í þeim dugaði margfallt lengur en sambærilegt malbik á vegum landsins. Ástæðan er það veðráttan og söltun.

Mikið sull á götunum sem veldur svifryki, því göturnar eru sjaldnan og seint, þrifnar þegar vorar og yfir sumartíma.

Hringavitleysa og allir að kenna nöglum um allt :D


Hvalfjarðargöngin eru malbikuð með allt öðru og margfalt dýrara malbiki en almennt gerist. Það er einhver granít - salli í malbikinu sem gerir það fáránlega slitsterkt. Þetta er gert út af því að það er svo rosalega dýrt að endurnýja slitlagið inni í göngunum, vont að koma vinnuvélum niður í göngin og það þarf svo sérstaka vörubíla til að keyra bikið í malbikunarvelarnar því það er náttúrulega ekki hægt að sturta úr vörubíl inni í göngum.

Þessi útskýring þín heldur því miður engu vatni. Það hefur sýnt sig að bíll á nagladekkjum slíkur malbiki 20-30 sinnum hraðar en sambærilegur bíll sem er ekki á nöglum.



Lestu þráðinn betur, kom fram í síðara svari meira um þetta.

Ég var að vinna við að keyra þessu malbiki í vélarnar á sínum tíma.

Við malbikun á göngunum var blandað óvart allt of miklu malbiki en þurfti, það var því sett á hringbrautina til þess að nýta það.

Það dugði betur en hefðbundið malbik á hringbrautinni, en samt ekki nærri því jafn lengi og vel eins og í göngunum.

Veðráttan hefur því meira að segja en bara naglarnir.

Hvað heldur ekki vatni?



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf FriðrikH » Lau 23. Apr 2022 14:35

Áhugavert, hvar á Hringbrautinni var þetta? Var notuð nákvæmlega sama blanda og í göngunum eða efnið einungis notað til að drýgja?



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Moldvarpan » Lau 23. Apr 2022 14:49

Sama blanda. Man ekki nákvæmlega hvar þetta var. Sennilega á gömlu hringbrautinni, hún er orðin svo breytt.

Hvalfjarðargöng hafa bara tvisvar sinnum verið malbikuð, 1998 og 2014. Þetta var eftir malbikunina 1998 sem blandað var of mikið.

Fann hérna gamla frétt.

https://www.ruv.is/frett/hvalfjardargongin-malbikud

Edit,, þau hafa reyndar verið malbikuð þrisvar, líka 2021.
Síðast breytt af Moldvarpan á Lau 23. Apr 2022 14:52, breytt samtals 2 sinnum.