Styttist í sumardekkin en það er lítill nagli í einu dekkinu hjá mér.
Þrýstingurinn lækkaði hægt og rólega, úr 42 psi niður í 40 psi vikulega, mjög lítill leki, en samt þarf að laga þetta.
Dekkið er ekki á felgu sem ætti að gera viðgerðina einfaldari.
Spurning: Vitið þið hvernig dekkjaverkstæði laga svona? Nota þau frekar svepp (sem fer að innanverðu og er límdur í gegn) eða bara slímugan tappa eins og í þessum viðgerðarsettum sem hægt er að kaupa sjálfur?
Mynd af viðgerð með sveppabót:
Mynd af viðgerð með slímugum tappa:
Hef líka séð að sumir nota bæði: fyrst tappa og svo smá bót að innan til að einangra betur (svona slöngubót).
Og tvær myndir af dekkinu mínu.
Video sem sýnir allskonar aðferðir.
Hvað mynduð þið gera í svona tilfelli?
Er einhver kostur sem endist betur eða er öruggari?
Fyrirfram þakkir fyrir öll svör!
lHvernig er best að laga naglagat í dekki?
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 385
- Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
- Reputation: 73
- Staðsetning: Reykjanesbæ
- Staða: Ótengdur
Re: lHvernig er best að laga naglagat í dekki?
Þau dekkjaverkstæði sem hafa gert við hjá mér nota svepp að innanverðu
Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum
Re: lHvernig er best að laga naglagat í dekki?
Farðu með þetta á verkstæði, þetta er öryggis atriði í bílnum hjá þér, dekkjaverkstæðin nota yfirleitt svepp í svona dekk held ég.
Re: lHvernig er best að laga naglagat í dekki?
Þessir "slímtappar" eru ætlaðir til bráðabirgða út á mörkinni, þar til hægt er að koma almennilegri viðgerð við, sem er sveppurinn.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: lHvernig er best að laga naglagat í dekki?
Ef þú ferð með dekkið felgulaust þá kostar þetta slikk.
Getur sömuleiðis fengið þá til að gera þetta í leiðinni þegar þú umfelgar.
Getur sömuleiðis fengið þá til að gera þetta í leiðinni þegar þú umfelgar.
-
- Vaktari
- Póstar: 2066
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 305
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: lHvernig er best að laga naglagat í dekki?
Alltaf svepp nema í neyðartilvikum. Framleiðendur samþykja ekki stunguviðgerðir en það er í lagi ef maður þarf að redda sér tímabundið og best að láta laga það seinna með sveppi. Það eru meiri líkur á að viðgert dekk vírslitni ef það er ekki notaður sveppur, vann fyrir Goodyear í mörg ár.
Síðast breytt af einarhr á Þri 15. Apr 2025 18:29, breytt samtals 1 sinni.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16910
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2239
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: lHvernig er best að laga naglagat í dekki?
Takk fyrir frábær svör!
Ég held ég sleppi því að nota slímtappa, þó það gæti virkað. Málið er að þetta er lítið gat eftir lítinn nagla, eða um 2 mm í þvermál.
Hafði samband við dekkjaverkstæðið sem mun umfelga fyrir mig og spurði hvort þeir gætu lagað þetta með svepp, en fékk þau svör að þeir noti einungis vulkaniserandi cement.
Mér skilst að þá sé bót límd innan á dekkið, sem virkar vel fyrir lítil göt. Ekki eins gott og sveppur, en betra en slímtappi og ætti að endast út líftíma dekksins.
Hver er ykkar skoðun á þessari aðferð?
Ég held ég sleppi því að nota slímtappa, þó það gæti virkað. Málið er að þetta er lítið gat eftir lítinn nagla, eða um 2 mm í þvermál.
Hafði samband við dekkjaverkstæðið sem mun umfelga fyrir mig og spurði hvort þeir gætu lagað þetta með svepp, en fékk þau svör að þeir noti einungis vulkaniserandi cement.
Mér skilst að þá sé bót límd innan á dekkið, sem virkar vel fyrir lítil göt. Ekki eins gott og sveppur, en betra en slímtappi og ætti að endast út líftíma dekksins.
Hver er ykkar skoðun á þessari aðferð?
Re: lHvernig er best að laga naglagat í dekki?
GuðjónR skrifaði:Takk fyrir frábær svör!
Ég held ég sleppi því að nota slímtappa, þó það gæti virkað. Málið er að þetta er lítið gat eftir lítinn nagla, eða um 2 mm í þvermál.
Hafði samband við dekkjaverkstæðið sem mun umfelga fyrir mig og spurði hvort þeir gætu lagað þetta með svepp, en fékk þau svör að þeir noti einungis vulkaniserandi cement.
Mér skilst að þá sé bót límd innan á dekkið, sem virkar vel fyrir lítil göt. Ekki eins gott og sveppur, en betra en slímtappi og ætti að endast út líftíma dekksins.
Hver er ykkar skoðun á þessari aðferð?
Þetta er í raun það sama og sveppur.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16910
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2239
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: lHvernig er best að laga naglagat í dekki?
olihar skrifaði:GuðjónR skrifaði:Takk fyrir frábær svör!
Ég held ég sleppi því að nota slímtappa, þó það gæti virkað. Málið er að þetta er lítið gat eftir lítinn nagla, eða um 2 mm í þvermál.
Hafði samband við dekkjaverkstæðið sem mun umfelga fyrir mig og spurði hvort þeir gætu lagað þetta með svepp, en fékk þau svör að þeir noti einungis vulkaniserandi cement.
Mér skilst að þá sé bót límd innan á dekkið, sem virkar vel fyrir lítil göt. Ekki eins gott og sveppur, en betra en slímtappi og ætti að endast út líftíma dekksins.
Hver er ykkar skoðun á þessari aðferð?
Þetta er í raun það sama og sveppur.
Sveppur fyllir gatið og límist að innan, en með vulcanizing cement er aðeins límd bót að innan, þannig að gatið er enn opið, sveppur innsiglar bæði og ætti því að vera öruggari, þó þessi aðferð dugi líklega vel í svona tilfelli...eða hvað?
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 392
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 133
- Staða: Ótengdur
Re: lHvernig er best að laga naglagat í dekki?
Ef bótin þéttir gatið að innan jafn vel og sveppur þá græðirðu væntanlega ekkert á því að það sé einhver stilkur í gegnum gúmmíið.
En ég veit ekki neitt um þetta.
En ég veit ekki neitt um þetta.

-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16910
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2239
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: lHvernig er best að laga naglagat í dekki?
rostungurinn77 skrifaði:Ef bótin þéttir gatið að innan jafn vel og sveppur þá græðirðu væntanlega ekkert á því að það sé einhver stilkur í gegnum gúmmíið.
En ég veit ekki neitt um þetta.
Mögulega, sérstaklega þar sem það þarf að bora og víkka þetta litla gat til að koma stilknum fyrir. Ætli það sé ekki möguleiki á því að vírslíta dekkið með svoleiðis aðgerð? Þ.e. bora í gegnum víra. Sé svo þá er bót að innan líklega vænlegri kostur.
Re: lHvernig er best að laga naglagat í dekki?
Þú ert að pæla allt of mikið í þessu, það eru allar líkur á að tappi, sveppur og bót sé allt nógu gott til að endast út líftíma dekksins, hvaða aðferð er notuð skiptir ekki öllu máli.
Re: lHvernig er best að laga naglagat í dekki?
Líklega skiptir ekki miklu máli hvað er gert. dekkið á ekki það mikið munstur eftir að það muni skipta miklu
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16910
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2239
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: lHvernig er best að laga naglagat í dekki?
Manager1 skrifaði:Þú ert að pæla allt of mikið í þessu, það eru allar líkur á að tappi, sveppur og bót sé allt nógu gott til að endast út líftíma dekksins, hvaða aðferð er notuð skiptir ekki öllu máli.
True ... hef tilhneigingu til þess að ofhugsa aðeins. En þetta er komið á hreint, verkstæðið sem umfelgar lagar þetta í leiðinni. Græjar bót innan á, 2-3k og málið dautt.