Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 17141
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2337
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Sælir félagar
Ég fór í Costco um helgina og lét setja ný Alpine 7 í stað eldri Alpine 6 sem voru undir bílnum. Þegar ég pantaði dekkin merkti ég sérstaklega við að ég ætlaði að eiga gömlu dekkin, þar sem ég vil nota þau sem sumardekk. Það er enn um fimm millimetra mynstur eftir og þau eru því fullnýtanleg að mínu mati.
Þegar bíllinn var tilbúinn sá ég að gömlu dekkin voru ekki í skottinu. Ég spurði því starfsmaðurinn sem hafði unnið verkið hvar dekkin væru. Hann svaraði að ég fengi þau ekki því þau væru handónýt og ónothæf. Mér fannst það skrýtið og bað hann um að sækja dekkin samt. Hann gerði það með semingi og kom svo með þau til baka.
Hann benti mér þá hróðugur á mynstrið á hliðunum og sagði að dekkin væru illa farin og að ég þyrfti að fara með bílinn í hjólastillingu. Persónulega finnst mér dekkin bara í alveg þolanlegu ástandi miðað við að þau hafa verið keyrð um fimmtíu þúsund kílómetra. Bíllinn fór í hjólastillingu fyrir tveimur árum og hann dregur hvorki til hægri né vinstri. Ég fæ sterklega á tilfinninguna að starfsmaðurinn hafi einfaldlega ætlað að hirða dekkin sjálfur eða láta þau í endurvinnslu án þess að láta mig vita.
Hvað finnst ykkur. Eru þessi dekk virkilega ónýt eða er þetta bara bull. Og byggt á sliti á hliðum þarf bíllinn þá hjólastillingu. Það fylgja þrjár myndir af hverju dekki en aðeins þrjú eru til þar sem það fjórða skemmdist fyrir mánuði síðan þegar ekið var á járnhlut.
Ég setti myndirnar inn í chatgtp og bað álits. Þar kom eftirfarandi mat:
Öll þrjú dekkin eru nothæf og ekki ónýt. Mynstrið er á bilinu um fjögur til fimm millimetra og slit er jafnt yfir miðju sem bendir til rétts loftþrýstings. Slit á brúnunum er eðlilegt miðað við notkun og reglulegar beygjur og hefur ekkert að gera með að dæma dekkin hættuleg eða ónothæf. Það sést enginn vír, engar hættulegar sprungur og engar bungur. Dekkin eru lögleg og í lagi áfram, sérstaklega sem sumardekk.
Fullyrðing um að þau séu ónýt stenst ekki. Að segja að það þurfi hjólastillingu strax út frá þessu sé líklegra sölutal en faglegt mat. Hjólastilling gæti verið tímabær síðar en hefur ekkert með nothæfi dekkjanna að gera.
Þannig að ég sé enga ástæðu til að henda þessum dekkjum.
Hvað finnst ykkur?
Ég fór í Costco um helgina og lét setja ný Alpine 7 í stað eldri Alpine 6 sem voru undir bílnum. Þegar ég pantaði dekkin merkti ég sérstaklega við að ég ætlaði að eiga gömlu dekkin, þar sem ég vil nota þau sem sumardekk. Það er enn um fimm millimetra mynstur eftir og þau eru því fullnýtanleg að mínu mati.
Þegar bíllinn var tilbúinn sá ég að gömlu dekkin voru ekki í skottinu. Ég spurði því starfsmaðurinn sem hafði unnið verkið hvar dekkin væru. Hann svaraði að ég fengi þau ekki því þau væru handónýt og ónothæf. Mér fannst það skrýtið og bað hann um að sækja dekkin samt. Hann gerði það með semingi og kom svo með þau til baka.
Hann benti mér þá hróðugur á mynstrið á hliðunum og sagði að dekkin væru illa farin og að ég þyrfti að fara með bílinn í hjólastillingu. Persónulega finnst mér dekkin bara í alveg þolanlegu ástandi miðað við að þau hafa verið keyrð um fimmtíu þúsund kílómetra. Bíllinn fór í hjólastillingu fyrir tveimur árum og hann dregur hvorki til hægri né vinstri. Ég fæ sterklega á tilfinninguna að starfsmaðurinn hafi einfaldlega ætlað að hirða dekkin sjálfur eða láta þau í endurvinnslu án þess að láta mig vita.
Hvað finnst ykkur. Eru þessi dekk virkilega ónýt eða er þetta bara bull. Og byggt á sliti á hliðum þarf bíllinn þá hjólastillingu. Það fylgja þrjár myndir af hverju dekki en aðeins þrjú eru til þar sem það fjórða skemmdist fyrir mánuði síðan þegar ekið var á járnhlut.
Ég setti myndirnar inn í chatgtp og bað álits. Þar kom eftirfarandi mat:
Öll þrjú dekkin eru nothæf og ekki ónýt. Mynstrið er á bilinu um fjögur til fimm millimetra og slit er jafnt yfir miðju sem bendir til rétts loftþrýstings. Slit á brúnunum er eðlilegt miðað við notkun og reglulegar beygjur og hefur ekkert að gera með að dæma dekkin hættuleg eða ónothæf. Það sést enginn vír, engar hættulegar sprungur og engar bungur. Dekkin eru lögleg og í lagi áfram, sérstaklega sem sumardekk.
Fullyrðing um að þau séu ónýt stenst ekki. Að segja að það þurfi hjólastillingu strax út frá þessu sé líklegra sölutal en faglegt mat. Hjólastilling gæti verið tímabær síðar en hefur ekkert með nothæfi dekkjanna að gera.
Þannig að ég sé enga ástæðu til að henda þessum dekkjum.
Hvað finnst ykkur?
- Viðhengi
-
- IMG_7324.jpeg (4.12 MiB) Skoðað 1221 sinnum
-
- IMG_7325.jpeg (2.6 MiB) Skoðað 1221 sinnum
-
- IMG_7326.jpeg (2.11 MiB) Skoðað 1221 sinnum
-
- IMG_7327.jpeg (4.33 MiB) Skoðað 1221 sinnum
-
- IMG_7328.jpeg (2.4 MiB) Skoðað 1221 sinnum
-
- IMG_7329.jpeg (2.16 MiB) Skoðað 1221 sinnum
-
- IMG_7330.jpeg (4.34 MiB) Skoðað 1221 sinnum
-
- IMG_7331.jpeg (2.19 MiB) Skoðað 1221 sinnum
-
- IMG_7332.jpeg (2.04 MiB) Skoðað 1221 sinnum
-
- Skrúfari
- Póstar: 2443
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 161
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Þetta er bara þvæla
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 960
- Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
- Reputation: 368
- Staða: Ótengdur
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Ef þessi maður fengi að ráða ætti að hjólastilla 90% bílum á landinu og sömuleiðis henda dekkjunum af þeim öllum.
Ekkert að dekkjunum.
Ekkert að dekkjunum.
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
nota mest slitnu dekkin ( 1,2) að aftan
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 960
- Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
- Reputation: 368
- Staða: Ótengdur
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Til samanburða þá var ég að svissa fram og aftur dekkjum um daginn hjá mér. Jújú, vissulega er þetta slitið. En hvað, á ég að henda dekkjunum því það sést smá á munstrinu? semsagt parturinn sem á að slitna með tímanum? Jú ég þyrfti að hjólastilla, geri það kannski eftir 2-3 ár þegar ég kaupi ný dekk.
Ég yrði brjálaður ef ég fengi þessa sömu ráðleggingu og þú að farga bara dekkjunum. "handónýt og ónothæf" þvílíkt bull, soundar akkúrat eins og hann ætlaði bara hirða þau sjálfur.

Ég yrði brjálaður ef ég fengi þessa sömu ráðleggingu og þú að farga bara dekkjunum. "handónýt og ónothæf" þvílíkt bull, soundar akkúrat eins og hann ætlaði bara hirða þau sjálfur.

Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
djöfulsins rugl. ekkert að þessum dekkjum, normal slit sýnist mér í fljótu bragði.
-Need more computer stuff-
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Hann hefur bara ætlað að hirða þau sjálfur
Ryzen 9 5900x // ROG STRIX X570-F // RTX4080 Super // 64GB 3600MHz // 32" 1440p 165hz
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 17141
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2337
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Já ég hef nákvæmlega þessa tilfinningu. Ég var búinn að haka skýrt við að ég ætlaði að eiga dekkin og samt voru þau ekki í skottinu þegar ég sótti bílinn. Það var alveg augljóst að það var verið að reyna að ýta mér í þá átt að gefa þau eftir. Starfsmaðurinn sem ég talaði við var Indverji og hann var ótrúlega ákveðinn í því að telja mér trú um að dekkin væru ónýt og að bíllinn þyrfti hjólastillingu. Hann sagðist meira að segja vera mechanic til að gefa orðum sínum meiri trúverðugleika.
Mér fannst þetta samt engan veginn sannfærandi og rökstuðningurinn hjá honum var nánast enginn. Þetta var meira svona tilfinning sem maður fær þegar einhver er að búa til vandamál sem er ekki til staðar til að réttlæta eitthvað. Fannst eiginlega eins og ég væri kominn í sölusamtal sem ég bað ekki um. Þetta var pínu sama orkan og þegar Indverjar hringja og segjast vera frá Microsoft og ætla að laga tölvuna þína ef þú gefur þeim remote access. Mikið tal, lítil rök.
Ég er mjög nálægt því að senda Costco kvörtun út af þessu. Þetta eru ekki vinnubrögð sem maður vill sjá og örugglega fullt af grandalausu fólki að lenda í þessu, enda ekkert annað en svik og þjófnaður eða að minnsta kosti tilraun til þess.
Mér fannst þetta samt engan veginn sannfærandi og rökstuðningurinn hjá honum var nánast enginn. Þetta var meira svona tilfinning sem maður fær þegar einhver er að búa til vandamál sem er ekki til staðar til að réttlæta eitthvað. Fannst eiginlega eins og ég væri kominn í sölusamtal sem ég bað ekki um. Þetta var pínu sama orkan og þegar Indverjar hringja og segjast vera frá Microsoft og ætla að laga tölvuna þína ef þú gefur þeim remote access. Mikið tal, lítil rök.
Ég er mjög nálægt því að senda Costco kvörtun út af þessu. Þetta eru ekki vinnubrögð sem maður vill sjá og örugglega fullt af grandalausu fólki að lenda í þessu, enda ekkert annað en svik og þjófnaður eða að minnsta kosti tilraun til þess.
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Ég myndi persónulega nota þessi dekk í nokkur ár í viðbót. Hann hefur ætlað að selja þetta bara sjálfur 

Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Þau eru smá kantslitin, ekkert að þessu.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1279
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 144
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Tengdur
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Farðu með dekkin á annað verkstæði og fáðu álit hjá þeim, það gæti verið að þessi dekk myndu teljast of gömul, þau eru aðeins byrjuð að grotna niður (sprungur í gúmmíi)
Og ég geri ráð fyrir að þú sért að keyra hratt í hringtorgum, þess vegna eru hliðarnar svona tættar.
En ég get ekki fullyrt neitt um þetta, talaðu við fagmann í dekkjum.
Og ég geri ráð fyrir að þú sért að keyra hratt í hringtorgum, þess vegna eru hliðarnar svona tættar.
En ég get ekki fullyrt neitt um þetta, talaðu við fagmann í dekkjum.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1605
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 141
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Ég er enginn sérfræðingur en það virðist vera allt í lagi með þessi dekk.
Have spacesuit. Will travel.
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
1 til 2 ár í viðbót sem sumardekk og held að þetta sé ennþá í gildi.
https://www.max1.is/is/dekk/sumardekk-t ... ypt-dekkja
https://www.max1.is/is/dekk/sumardekk-t ... ypt-dekkja
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
ekkert að þessu, hann hefur eflaust ætlað nota þau sjálfur
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Svo annað skoða kaup á dekkjum og varahlutum hjá https://www.fastparts.is/
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 939
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 120
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Fáðu annað álit hjá fagmanni og ef hann segir að þetta sé bull og vitleysa þá myndi ég senda inn kvörtun. Það þarf að vara við svona svindlurum og ekki leyfa þeim að komast upp með svindl!
Það eru örugglega margir eins og ég sem hafa lítið vit á dekkjamálum og setja traust sitt á mat fagmanna, það er því vont að vita til þess að einhverjir óprúttnir aðilar séu komnir í þennan geira og virðast vera að reyna að svindla á fólki.
Það eru örugglega margir eins og ég sem hafa lítið vit á dekkjamálum og setja traust sitt á mat fagmanna, það er því vont að vita til þess að einhverjir óprúttnir aðilar séu komnir í þennan geira og virðast vera að reyna að svindla á fólki.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 17141
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2337
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Ég tel að kantarnir séu ekkert óeðlilega slitir miðað við notkun. Hjólbarðarnir voru settir undir fyrir 3 árum og hafa farið 37.000 km. Bíllinn var hjólastilltur á sama tíma.
Ég keyri daglega í gegnum mörg hringtorg sem hefur áhrif á slitmynstrið. Til dæmis eru 14 hringtorg á stystu leiðinni í Bónus og 22 ef farið er í Bauhaus. Það útskýrir þetta slit. Slitið er mest á tveimur hjólbörðum en þau eru ekki ónýt. Þetta eru enn fín sumardekk að mínu mati.
Ég keyri daglega í gegnum mörg hringtorg sem hefur áhrif á slitmynstrið. Til dæmis eru 14 hringtorg á stystu leiðinni í Bónus og 22 ef farið er í Bauhaus. Það útskýrir þetta slit. Slitið er mest á tveimur hjólbörðum en þau eru ekki ónýt. Þetta eru enn fín sumardekk að mínu mati.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1089
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 220
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Það er ekki að sjá að þessi dekk hafi farið 50.000km
Vetrardekkin sem ég set undir fljótlega eru talsvert verri en þetta haha
Vetrardekkin sem ég set undir fljótlega eru talsvert verri en þetta haha
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 17141
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2337
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Jón Ragnar skrifaði:Það er ekki að sjá að þessi dekk hafi farið 50.000km
Vetrardekkin sem ég set undir fljótlega eru talsvert verri en þetta haha
Hahaha einmitt, og gaurinn hjá Coscto pönkaðist þvílíkt í mér að ég ætti að henda þeim þar sem þau væri handónýt út af sliti!
p.s. fór með rangt mál í upphafsinnleggi, dekkin eru keyrð nákvæmlega 38.573km en ekki 50k/km.
Ég fann gömlu kvittunina frá þvi að ég keypti þau og var að reikna út en Costco skráir km stöðuna á reikninginn.
Og ég róteraði þeim aldrei samt eru þau svona góð...(eða handónýt)

-
- FanBoy
- Póstar: 772
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Hversu gömul eru þessi dekk? Gúmmíið virðist ansi sprungið eins og um fúa væri að ræða. Þetta er eina tenging þín við umheiminn á 100 km/klst hraða. Ég hef verið að kaupa sem dæmi 19" dekkjaganga nýja undan Teslu Model Y fyrir 60K og notað undir Model S hjá mér.
Mér myndi ekki detta í hug að taka einhverja áhættu sem er upp á líf og dauða ef það er ekki í lagi fyrir 60 þúsund krónur eins og í mínu tilfelli sem dæmi.
Ég er ekki viss um að þessi dekk myndu flokkast í lagi, fáðu annað álit. Það myndi ég gera.
Vinur minn segir eftirfarandi:
"Þetta ástand bendir til þess að:
Dekkið sé orðið gamalt (yfir 5–6 ára)
Mat á alvarleika:
Ef sprungurnar eru bara grannar og yfirborðslegar, þá er dekkið ennþá nothæft í bili, en það er á síðasta skeiði líftímans.
Ef sprungurnar eru dýpri, þ.e. þú getur séð þær ganga inn í efnið eða nær mynstrinu, þá er dekkið orðið óöruggt — hætta er á að styrktarlögin skemmist og dekkið gefi sig undir álagi.
Tillaga:
Skoðaðu hvort sprungurnar ná dýpra en 1 mm eða fara í hring kringum dekkið.
Finndu framleiðsludagsetningu (DOT-kóða) á hlið dekkjarins — ef það er eldra en 6–8 ár, ætti að skipta því út.
Forðastu að keyra á miklum hraða eða með þunga þar til dekkið hefur verið metið af fagaðila."
Mér myndi ekki detta í hug að taka einhverja áhættu sem er upp á líf og dauða ef það er ekki í lagi fyrir 60 þúsund krónur eins og í mínu tilfelli sem dæmi.
Ég er ekki viss um að þessi dekk myndu flokkast í lagi, fáðu annað álit. Það myndi ég gera.
Vinur minn segir eftirfarandi:
"Þetta ástand bendir til þess að:
Dekkið sé orðið gamalt (yfir 5–6 ára)
Mat á alvarleika:
Ef sprungurnar eru bara grannar og yfirborðslegar, þá er dekkið ennþá nothæft í bili, en það er á síðasta skeiði líftímans.
Ef sprungurnar eru dýpri, þ.e. þú getur séð þær ganga inn í efnið eða nær mynstrinu, þá er dekkið orðið óöruggt — hætta er á að styrktarlögin skemmist og dekkið gefi sig undir álagi.
Tillaga:
Skoðaðu hvort sprungurnar ná dýpra en 1 mm eða fara í hring kringum dekkið.
Finndu framleiðsludagsetningu (DOT-kóða) á hlið dekkjarins — ef það er eldra en 6–8 ár, ætti að skipta því út.
Forðastu að keyra á miklum hraða eða með þunga þar til dekkið hefur verið metið af fagaðila."
GuðjónR skrifaði:Jón Ragnar skrifaði:Það er ekki að sjá að þessi dekk hafi farið 50.000km
Vetrardekkin sem ég set undir fljótlega eru talsvert verri en þetta haha
Hahaha einmitt, og gaurinn hjá Coscto pönkaðist þvílíkt í mér að ég ætti að henda þeim þar sem þau væri handónýt út af sliti!
p.s. fór með rangt mál í upphafsinnleggi, dekkin eru keyrð nákvæmlega 38.573km en ekki 50k/km.
Ég fann gömlu kvittunina frá þvi að ég keypti þau og var að reikna út en Costco skráir km stöðuna á reikninginn.
Og ég róteraði þeim aldrei samt eru þau svona góð...(eða handónýt)
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 398
- Skráði sig: Mið 27. Maí 2009 14:20
- Reputation: 9
- Staða: Ótengdur
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Þetta er svo skrítið raus í þeim. Hef þrisvar keypt af þeim dekk og fengið umfelgun og alltaf mætt einhverri mannvitsbrekku. Tvisvar lennt í sömu ræðu og þú færð, og síðast keypti ég 175/70r14, en undir bílnum var fyrir 165/70r14. Verkstjórinn harðneitaði að umfelga, að þetta væri ólöglegt og myndi skemma bílinn.
Michelin eru með "wear-bar" sem er þeirra leiðarvísir, hjá þér er nú helvíti langt í hann. Gaman að sjá endinguna á þessu, 38k á vetrardekkjum er magnað. Hvernig bíl ertu á?
Michelin eru með "wear-bar" sem er þeirra leiðarvísir, hjá þér er nú helvíti langt í hann. Gaman að sjá endinguna á þessu, 38k á vetrardekkjum er magnað. Hvernig bíl ertu á?
- Viðhengi
-
- Screenshot 2025-10-23 at 12.04.21.png (1.93 MiB) Skoðað 181 sinnum
-
- Fiktari
- Póstar: 92
- Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
- Reputation: 36
- Staða: Ótengdur
Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?
Merkilega lítið slitin miðað við það sem þú ert búinn að skrölta á þeim.
Hins vegar þá set ég spurningarmerki við sprungurnar í gúmmíinu, eins og það sé fúi í gúmmíinu... Ef þær eru djúpar þá myndi ég henda dekkjunum, ef þær eru bara á yfirborðinu þá er samt farið að síga á seinni hlutann af þessum dekkjum (mín skoðun).
Hins vegar þá set ég spurningarmerki við sprungurnar í gúmmíinu, eins og það sé fúi í gúmmíinu... Ef þær eru djúpar þá myndi ég henda dekkjunum, ef þær eru bara á yfirborðinu þá er samt farið að síga á seinni hlutann af þessum dekkjum (mín skoðun).
CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent