Síða 1 af 1

Ljós á bílum

Sent: Mán 15. Des 2025 16:53
af Moldvarpan
Nú er farið að bera meira á bílum með svona led línu, bæði hvít að framan og rauð lína að aftan. Er þetta nóg aðalljós og bremsuljós?

Ein led lína?

Ég þekki ekki reglugerðir með þessi ljós, en mér finnst þetta mjög óþægilegt í umferðinni.

Mér finnst til að mynda erfiðara að hraðagreina bíla sem aka með svona ljós línu frekar en 2 stök ljós sitthvoru megin.

Er ég bara að röfla í poka eða afhverju er þetta leyfilegt?

Re: Ljós á bílum

Sent: Mán 15. Des 2025 17:07
af ABss
Efast um að Musk og aðrir LEDlínularfar stöðvi framleiðslu eftir þennan póst, þó við séum báðir sammála.

Talandi um ljós, þá er eitthvað vopnakapphlaup í LED framljósum í gangi. Allir að blinda alla með brjálæðislega sterkum geislum. Og þá á ég við framleiðendur bílanna, ekki aftermarket sem er mislélegt og illa frágengið.

Re: Ljós á bílum

Sent: Mán 15. Des 2025 17:30
af Gemini
Hef ekki orðið var við að þessar led línur trufli mig eitthvað en hinsvegar eru þessi nýju ljós sum hver gífurlega blindandi. Maður þarf nánast að horfa frá bílum ef þeir eru að fara yfir hraðahindrun eða eitthvað.

Re: Ljós á bílum

Sent: Þri 16. Des 2025 00:48
af Sinnumtveir
Ég hef ekki meðvitað velt sérstaklega fyrir mér hraðatilfinningardæminu í þessu en mér finnst þessi heila rauða lína yfir bakhlutann á mörgum rafmagnsbílum vera mjög pirrandi.

Sem sagt, frá mínum sjónarhóli ertu ekki að röfla í poka.

Re: Ljós á bílum

Sent: Mið 17. Des 2025 08:43
af stefhauk
Gemini skrifaði:Hef ekki orðið var við að þessar led línur trufli mig eitthvað en hinsvegar eru þessi nýju ljós sum hver gífurlega blindandi. Maður þarf nánast að horfa frá bílum ef þeir eru að fara yfir hraðahindrun eða eitthvað.


Sammála þessu hvað þá þegar maður mætur þessu t.d á vífilstaðavegi þar sem eru engir ljósastaurar maður þarf liggur við að loka augunum þegar þeir fara framhjá manni.

Re: Ljós á bílum

Sent: Fös 19. Des 2025 16:36
af nonesenze
Ég hef blikkað nokkra bíla sem ég hélt að væru með háu ljósin á en þeir voru ekki með. Ég man þegar var vinsælt að vera með neon ljós undir sport bílum en það mátti ekki útaf það væri truflandi og athyglis brjótur í umferðinni en það má blinda mann á ferðinni greinilega haha

Re: Ljós á bílum

Sent: Lau 20. Des 2025 15:53
af falcon1
Það er alveg fáránlegt að það skuli ekki vera búið að banna sum af þessum ljósum! Sumir bílar bókstaflega lýsa upp heilu hverfin með aðalljósunum.
Svo eru þessi ljós á truflandi ljóstíðni (of hvít) fyrir nætursjón augna fólks og ég segi fyrir mig t.d. að maður er hreinlega að giska hvert maður er að fara í einhverjar sekúndur ef augun ná óvart beinu sambandi við þessi blindandi ljós.
Meira að segja sum bremsuljós á þessum bílum eru það sterk að ef maður er fyrir aftan þá á rauðu ljósi (sérstaklega á bílum þar sem afturhlutinn er eitt stórt bremsuljós) að þá situr ljósið eftir í stutta tíma eins og maður hafi óvart horft í sólina.

Re: Ljós á bílum

Sent: Lau 20. Des 2025 22:20
af ekkert
Það er hægt að stilla hæðina á framljósunum og ég held að mjög fáir gera það. Byrja á lægstu stillingu og hækka svo ef það er óþægilega lágt.

Re: Ljós á bílum

Sent: Sun 21. Des 2025 17:19
af Minuz1
ABss skrifaði:Efast um að Musk og aðrir LEDlínularfar stöðvi framleiðslu eftir þennan póst, þó við séum báðir sammála.

Talandi um ljós, þá er eitthvað vopnakapphlaup í LED framljósum í gangi. Allir að blinda alla með brjálæðislega sterkum geislum. Og þá á ég við framleiðendur bílanna, ekki aftermarket sem er mislélegt og illa frágengið.


Þeir bílar sem hafa góðar lýsingar koma betur úr öryggisprófunum, þó þetta sé pirrandi þá hefur það ekki aukið slysahættu umfram það sem ásættanlegt.
En það eru komin þessi adaptive lýsingar sem blocka út aðra bíla og það ætti að laga þetta að einhverju leiti.

Re: Ljós á bílum

Sent: Sun 21. Des 2025 18:34
af falcon1
Minuz1 skrifaði:
ABss skrifaði:Efast um að Musk og aðrir LEDlínularfar stöðvi framleiðslu eftir þennan póst, þó við séum báðir sammála.

Talandi um ljós, þá er eitthvað vopnakapphlaup í LED framljósum í gangi. Allir að blinda alla með brjálæðislega sterkum geislum. Og þá á ég við framleiðendur bílanna, ekki aftermarket sem er mislélegt og illa frágengið.


Þeir bílar sem hafa góðar lýsingar koma betur úr öryggisprófunum, þó þetta sé pirrandi þá hefur það ekki aukið slysahættu umfram það sem ásættanlegt.
En það eru komin þessi adaptive lýsingar sem blocka út aðra bíla og það ætti að laga þetta að einhverju leiti.

Tengil á þessa rannsóknir.

Re: Ljós á bílum

Sent: Sun 21. Des 2025 18:52
af axyne
Las umræðu um þetta um daginn á danska reddit hvað sumir nýjir bílar og þá sérstaklega Teslur hvað það væri erfitt að mæta þeim í myrkri.
Einn vildi meina að þegar bílar mæta í skoðun þá er ekki sett útá hvort ljósin væru of há, aðeins ef þú væri næginlega há.

Mér finnst allavega orðið mikið erfiðara að keyra í myrkri en áður fyrr.

Re: Ljós á bílum

Sent: Sun 21. Des 2025 18:55
af rostungurinn77
Minuz1 skrifaði:þó þetta sé pirrandi þá hefur það ekki aukið slysahættu umfram það sem ásættanlegt.


Hvað er ásættanlegt?

Re: Ljós á bílum

Sent: Sun 21. Des 2025 20:15
af Minuz1
falcon1 skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
ABss skrifaði:Efast um að Musk og aðrir LEDlínularfar stöðvi framleiðslu eftir þennan póst, þó við séum báðir sammála.

Talandi um ljós, þá er eitthvað vopnakapphlaup í LED framljósum í gangi. Allir að blinda alla með brjálæðislega sterkum geislum. Og þá á ég við framleiðendur bílanna, ekki aftermarket sem er mislélegt og illa frágengið.


Þeir bílar sem hafa góðar lýsingar koma betur úr öryggisprófunum, þó þetta sé pirrandi þá hefur það ekki aukið slysahættu umfram það sem ásættanlegt.
En það eru komin þessi adaptive lýsingar sem blocka út aðra bíla og það ætti að laga þetta að einhverju leiti.

Tengil á þessa rannsóknir.


https://www.iihs.org/news/detail/good-i ... rash-rates

https://www.bbc.com/news/articles/cn971jlpvvro
"Dazzling headlights are cited as a factor in around 250 accidents a year, but there is no evidence that brighter lights are causing more collisions than previously, the RAC concedes."

Ég komst að þessu hérna....
https://www.youtube.com/watch?v=D4BAgYQ32RI