Síða 1 af 2

Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Mán 19. Sep 2022 18:20
af techseven
Sælt veri fólkið, smá pælingar hér...

Ég er einn af þeim sem hefur áhyggjur af hærri bilanatíðni í nýrri bílum sem stafar af (óþarflega) flóknum kerfum í þeim.

Sjálfur á ég Mözdu 6, 2016 sem ég hef 3svar þurft að "endurræsa" til að geta haldið áfram! (Did you try turning it off and on again? - IT Crowd)

Hvað finnst ykkur, hafið þið til dæmis orðið var við tæknileg vandamál í nýrri bílum, hér er grein sem gefur bílum frá VW samsteypunni ekki góða einkunn, Audi er þar undir:

https://www.autocar.co.uk/car-news/consumer/faulty-car-software-putting-drivers-risk?dicbo=v2-0b2d6bf1246ab4361693958198d21bea

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Mán 19. Sep 2022 18:48
af audiophile
Þekki einn sem keypti sér nýjan Volvo og hann hefur farið 2x á verkstæði fyrsta mánuðinn útaf einhverju tölvu rugli. Hann bilaði fyrst eftir 2 daga.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Mán 19. Sep 2022 18:54
af Moldvarpan
Hyundai i10 er of einfaldur til að bila.

Hef keyrt tvo svoleiðis bíla 2018 árg í rúm 2 ár, ekkert bilað. Bara bremsu og smur viðhald.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Mán 19. Sep 2022 19:23
af jardel
Góð regla. Aldrei kaupa bíl yngri en 2008!

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Mán 19. Sep 2022 19:27
af Predator
jardel skrifaði:Góð regla. Aldrei kaupa bíl yngri en 2008!

Já frábær regla ef þú vilt kaupa ryðhrugu.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Mán 19. Sep 2022 20:18
af Henjo
Kaupa sér bara alvöru bíll eins og I10, VW Up, Citigo, Aygo, C10...

Ekkert kjaftæði ekkert vesen. Ef það er ekki til staðar þá getur það ekki bilað. Er búin að vera á Citigo núna í nærri því fimm ár. Aldrei neitt vesen, bara skipta um bremskuklossa og smyrja mótorinn. Enda er ekkert á fokking bílnum, ekki einusinn þokuljós, og ekki einusinni snúningsmælir.

Allt þetta rafmagsdrasl í nýjum bílum er bara klikkun. Rafmagssæti, sjálfslokandi skott, sjálfslokandi hurðar, rafdrifnir speglar sem fara inn þegar drepið er á bílnum, myndavélar útum allt, rándýr xeon eitthv ljós, fokking loftþrýstiskynjarar í dekkjum. radar í stuðaranum. loftpúðafjöðrun. listinn er endalaus. Nei takk!

Það er oft tala um hvað gamlir bílar eru ódrepandi, hvort sem það er eithv gömul corolla eða 240D. Hvað þessir bílar voru svo rosalega vel smíðaðir og hvað nýjir bílar eru mikið drasl. Raunin er sú að við gætum smíðað ódrepandi bíla í dag. við kjósum bara að gera það ekki, í staðinn viljum við túrbínuvélar sem er ónýttar útaf útaf álagi í 150þús og endalaust rafmagsdrasl sem bilar og gerir bílana ónothæfa. Tvíkúplingssjálfsikptingar sem eru 10x flóknari en hefðbundin sjálfskipting (og 40x flóknari en beinskiptur) jesus fokking kristur. tvincharge vw bílar sem eru bæði með túrbínu og supercharger?! hvað er í gangi?

edit; auka: gamlir bílar eru dauðagildrur (allavega í því umferðarástandi sem íslendingar skapa sér) og bílar sem hafa verið í daglegum akstri á Íslandi í 10-15 ár eru flest allir orðnir að ryð druslum þó svo þeir líta ekki út fyrir það. Hef persónulega séð tjakka rífa sig í gegnum ryðgaða sílsa á fimmtán ára gömlum bíll sem leit út fyrir að vera alls ekkert ryðgaður.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Mán 19. Sep 2022 21:18
af Mossi__
Ég einmitt forðast alla þessa flottræflafídusa sem er verið að troða í bíla og vil bara hafa þá sem mest beisikk og hægt er að hafa þá.

Keyri einmitt um á Aygo 2021 módel og finnst hann helst til of advanced.

(Jú, hann mætti vera kraftmeiri).

Sé enn eftir Lödunni minni.

Fleiri fídusar, fleiri bilanir. Og ég hef enga þolinmæði fyrir því veseni.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Mán 19. Sep 2022 21:32
af jardel
Predator skrifaði:
jardel skrifaði:Góð regla. Aldrei kaupa bíl yngri en 2008!

Já frábær regla ef þú vilt kaupa ryðhrugu.


Mætti bæta inn í regluna að kaupa ekki ryðgaðan bíl.
Það er vel hægt að finna eldri bíla nánast óryðgaða.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Mán 19. Sep 2022 21:50
af GuðjónR
Moldvarpan skrifaði:Hyundai i10 er of einfaldur til að bila.

Hef keyrt tvo svoleiðis bíla 2018 árg í rúm 2 ár, ekkert bilað. Bara bremsu og smur viðhald.

Ég er einmitt með Hyundai i10 í láni hjá múttu, krúttlegur lítill bíll.
Frekar máttlaus samt fyrir þessa fjögurra þrepa sjálfskiptingu sem er í honum.
En að öðru leiti bara fínasti snattbíll.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Mán 19. Sep 2022 21:52
af appel
Það er margt við hönnun bíla í dag sem er hægt að gera athugasemd við.

En ég hef pælt í hvernig bílar urðu til og afhverju þeir líta út einsog þeir gera í dag.

Bílar í dag er í raun einfaldlega framhald af hestakerrunni. Fyrstu bílarnir hannaðri einsog hestvagn, og svo hægt og bítandi þróuðust bílanir aðeins í útliti, en í grunninum var hestakerran fyrirmyndin í upphafi.

Meira að segja Teslur apa eftir þessari fyrirmynd. Með pall að aftan (yfirbyggðan), framsæti fyrir knapa/kerrustjórann, og svo farþegabekkur.

Eftir því sem fólksfækkun á sér stað á vesturlöndum, flestir eiga engin börn eða 1-2 börn, þá mun fólk ekkert þurfa á svona stórum farartækjum að halda.

Flestir keyra bara einir í bíl, til og frá vinnu. Þetta er einsog að fara á hestakerru í vinnuna, í stað þess að fara einfaldlega á hestbaki.

Held að svona til lengri tíma mun þróunin verða sú að fleiri og fleiri noti minni og ódýrari fararskjóta sem nota rafmagn.

Ég held að bílar standi á ákveðnum krossgötum í dag. Stjórnvöldum líkar illa við þá, menga mikið, eru of stórir, gatnakerfið dýrt í viðhaldi, svo eru þeir orðnir rándýrir og margir hafa ekki efni á þeim.

En mikilvægast finnst mér er að það er komin tækni sem gerir það kleift að framleiða miklu minna farartæki sem getur flutt þig til og frá vinnu.
Þessir litlu rafmagnsmótórar og svo rafhlöður.


Ég held að þessar rafskútur sé bara svona byrjunin á þessu, það munu koma hentugri farartæki sem henta fleirum. En gallinn er kannski sá að þau eru enn svo ný að það er ekkert gert ráð fyrir þeim í skipulagi. Eru á göngustígum þar sem er ekki sérstakur hjólastígur, en hjólastígarnir eru ekkert frábærir því það sem þarf líka eru nýjar og styttri leiðir milli A og B á höfuðborgarsvæðinu, það hefur verið hannað of mikið m.t.t. til samgagna á einkabíl milli hverfa á höfuðborgarsvæðinu, t.d. ekki hægt að ferðast á hjóli meðfram stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins því Vegagerðinni datt ekki í hug að leggja göngustíga meðfram.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Mán 19. Sep 2022 22:01
af urban
Fyrir utan appel, þá er þessi þráður svo mikið "old man yells at cloud" dæmi að það er alveg ótrúlegt.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Þri 20. Sep 2022 01:08
af nonesenze
Henjo skrifaði:Kaupa sér bara alvöru bíll eins og I10, VW Up, Citigo, Aygo, C10...

Ekkert kjaftæði ekkert vesen. Ef það er ekki til staðar þá getur það ekki bilað. Er búin að vera á Citigo núna í nærri því fimm ár. Aldrei neitt vesen, bara skipta um bremskuklossa og smyrja mótorinn. Enda er ekkert á fokking bílnum, ekki einusinn þokuljós, og ekki einusinni snúningsmælir.

Allt þetta rafmagsdrasl í nýjum bílum er bara klikkun. Rafmagssæti, sjálfslokandi skott, sjálfslokandi hurðar, rafdrifnir speglar sem fara inn þegar drepið er á bílnum, myndavélar útum allt, rándýr xeon eitthv ljós, fokking loftþrýstiskynjarar í dekkjum. radar í stuðaranum. loftpúðafjöðrun. listinn er endalaus. Nei takk!

Það er oft tala um hvað gamlir bílar eru ódrepandi, hvort sem það er eithv gömul corolla eða 240D. Hvað þessir bílar voru svo rosalega vel smíðaðir og hvað nýjir bílar eru mikið drasl. Raunin er sú að við gætum smíðað ódrepandi bíla í dag. við kjósum bara að gera það ekki, í staðinn viljum við túrbínuvélar sem er ónýttar útaf útaf álagi í 150þús og endalaust rafmagsdrasl sem bilar og gerir bílana ónothæfa. Tvíkúplingssjálfsikptingar sem eru 10x flóknari en hefðbundin sjálfskipting (og 40x flóknari en beinskiptur) jesus fokking kristur. tvincharge vw bílar sem eru bæði með túrbínu og supercharger?! hvað er í gangi?



ég er með kia sportage 2017 og er með öllu, ennþá í ábyrð, ekkert klikkað keyri 30k kílometra á ari

ALLT er sjálfvirkt, ljós ,há ljós, rúðu þurkur og bara allt, og það er frábært, þar sem ég er oftast á sjó og konan að keyra og hún sér ekkert vel í myrkri og ekkert sjálfstraust í umferðinni, að vera á nýjum bíl er mjög gott að vissu leiti og ef þú ert heppinn og eða velur vel bíl þá getur þú haft langa og vel hepnaða æfi með bílnum en ef þú velur illa sem miðað við míuna reynslu er oftast vw masda honda peugot og citroen bara svona það fyrsta sem ég hugsa um en það eru mikið fleirri

peronulega hef ég alltaf haft álit á bílum sem bila litið en þeir eyða miklu eða öfugt, mjög erfit að pin pointa bíl sem er með allt

minn kia er alveg nokkuð bang for the buck finnst mér og ekkert klikkað ennþá sirka 8l á hundrað og 50- 70þ á 15k fresti i þjónustuskoðun og ennþá í ábyrgð

gamlir bílar eru bara ekki málið í dag held ég, (allir hafa sýna skoðun en þetta er bara mín og allir hafa sýna upplifun á bílum) svo ekki taka öllu sem jöfnu í þessu, það sem einum getur fundið sem gull getur verið annars rusl

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Þri 20. Sep 2022 08:45
af Jón Ragnar
urban skrifaði:Fyrir utan appel, þá er þessi þráður svo mikið "old man yells at cloud" dæmi að það er alveg ótrúlegt.



Var einmitt að hugsa þetta


Við erum á nördaspjalli, Bílar eru alveg jafn mikið eitthvað til að nördast yfir og hvað annað

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Þri 20. Sep 2022 09:47
af worghal
Jón Ragnar skrifaði:
urban skrifaði:Fyrir utan appel, þá er þessi þráður svo mikið "old man yells at cloud" dæmi að það er alveg ótrúlegt.



Var einmitt að hugsa þetta


Við erum á nördaspjalli, Bílar eru alveg jafn mikið eitthvað til að nördast yfir og hvað annað

hélt einmitt að fólk væri meira spennt fyrir nýjum tækni fítusum :lol:

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Þri 20. Sep 2022 10:50
af vesley
urban skrifaði:Fyrir utan appel, þá er þessi þráður svo mikið "old man yells at cloud" dæmi að það er alveg ótrúlegt.



Er ekki líka bara best að skella sér í gamla góða sjónvarpið, ekkert "snjall" bull.

Nokia 3310. Ekkert snjall bull sem getur bilað.

Ekkert þráðlaust! Gamla góða er alltaf best sama hvað það er !
/s


Þetta er ekkert öðruvísi með bílana frekar en alla aðra tækni.
Þegar tæknin tekur risastórt stökk, sem t.d. bílar eru að gera núna í raf og snjallvæðingu þá mun koma hikst og bilanir í upphafi.
Nýir bílar eru margfalt öruggari í akstri heldur en eldri bílar.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Þri 20. Sep 2022 12:16
af urban
vesley skrifaði:Nýir bílar eru margfalt öruggari í akstri heldur en eldri bílar.


BAra þessi punktur einn og sér er nógu góð ástæða fyrir að vera ekki á 15+ ára gömlum bíl með fjölskylduna.

Tjahh, ekki nema fólk beri kannski meira traust en ég til annarra í umferðinni.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Þri 20. Sep 2022 12:21
af Moldvarpan
Það er verið að tala um að tæknin sé viðkvæm í bílum... og margir sammála því, og betra að hafa minna af henni en meira.

Við búum í norður atlantshafi og það hefur sitt að segja þetta veðurfar þegar það kemur að tækninni.

Getið bara tekið þetta cloud ykkar eitthvert annað.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Þri 20. Sep 2022 12:40
af vesley
Moldvarpan skrifaði:Það er verið að tala um að tæknin sé viðkvæm í bílum... og margir sammála því, og betra að hafa minna af henni en meira.

Við búum í norður atlantshafi og það hefur sitt að segja þetta veðurfar þegar það kemur að tækninni.

Getið bara tekið þetta cloud ykkar eitthvert annað.



Ísland er fjarri því að vera einstakt þegar það kemur að veðri. Það er nóg af salti, rigningu , kulda , snjó og drullu annarsstaðar í heiminum. Rétt umhirða kemur í veg fyrir vandamál tengt veðri í flestum ef ekki öllum tilfellum.

Ég fæ til mín í þrif marga bíla af sömu sort og þeir verst förnu deila allir því sama, skort á viðhaldi og umhirðu.
Auðvitað er til mánudags eintök eins og annarsstaðar og hef ég átt marga bíla og langeinfaldasti bíll sem ég hef átt bilaði langmest, var það VW Polo.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Þri 20. Sep 2022 13:16
af Moldvarpan
vesley skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Það er verið að tala um að tæknin sé viðkvæm í bílum... og margir sammála því, og betra að hafa minna af henni en meira.

Við búum í norður atlantshafi og það hefur sitt að segja þetta veðurfar þegar það kemur að tækninni.

Getið bara tekið þetta cloud ykkar eitthvert annað.



Ísland er fjarri því að vera einstakt þegar það kemur að veðri. Það er nóg af salti, rigningu , kulda , snjó og drullu annarsstaðar í heiminum. Rétt umhirða kemur í veg fyrir vandamál tengt veðri í flestum ef ekki öllum tilfellum.

Ég fæ til mín í þrif marga bíla af sömu sort og þeir verst förnu deila allir því sama, skort á viðhaldi og umhirðu.
Auðvitað er til mánudags eintök eins og annarsstaðar og hef ég átt marga bíla og langeinfaldasti bíll sem ég hef átt bilaði langmest, var það VW Polo.



Svo talar maður við fólk sem býr t.d. í póllandi og þar elskar fólk VW. Þar eru þeir ekki að bila eins og hérna.

En jú, ég tel að við séum með sérstaklega erfitt veðurfar hér þegar það kemur að raftækjum sem standa úti allt árið.
Miklar sveiflur í veðurfari svo vægt sé til orða tekið.

Ég held að þú sért nú aðallega með eh Garðarbæjar bíla í bóninu þínu :lol:

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Þri 20. Sep 2022 13:30
af appel
Svo gleymi maður ekki áhrifum brennisteinsvetnismengunar frá Hellisheiðarvirkjun
https://www.ruv.is/frett/mikil-brennist ... arsvaedinu

en áhrifin eru tæring á ýmsu sem er í nútíma tækni.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Þri 20. Sep 2022 14:03
af codemasterbleep
Moldvarpan skrifaði:
En jú, ég tel að við séum með sérstaklega erfitt veðurfar hér þegar það kemur að raftækjum sem standa úti allt árið.
Miklar sveiflur í veðurfari svo vægt sé til orða tekið.



Meðalhiti á Íslandi er minnir mig 5°C og fer kannski upp í 20°C svona dæmigert og niður í -10°C svona dæmigert. Samanborið við austur-Evrópu þar sem hitinn fer kannski upp í 30+ dæmigert og niður í og jafnvel undir -20°C. Af því að þú minntist á Pólland.

Ég myndi allan daginn veðja á það að það hvað við erum að keyra bílana stutt í hvert skipti (samanborið við aðra) sé stærsta ástæðan fyrir því að bílar hér þarfnist meira viðhalds (samanborið við aðra). Gefið að þetta sé raunin.

Auðvitað má velta fyrir hvaða áhrif brennisteinsmengun og salt hefur á bílana og rafbúnaðinn þegar það er verið að bera saman endingu á tveimur svæðum.

Moldvarpan skrifaði:Það er verið að tala um að tæknin sé viðkvæm í bílum... og margir sammála því, og betra að hafa minna af henni en meira.


Margt af þessari tækni er til komin vegna sífellt strangari öryggiskrafna sem og mengunarstaðla.

Öryggisstaðlarnir eru jú til að bjarga þér og þín og hverjum þeim sem kann að verða fyrir bílnum þínum og framfarirnar þar eru gríðarlegar.

Mengunarstaðlarnir eru jú til að bjarga okkur öllum. Dæmi væri adblue tæknin sem mörgum finnst mögulega óþolandi en það hversu hreinni útblásturinn er, er bara stórkostlegt.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Þri 20. Sep 2022 14:14
af Ghost
Moldvarpan skrifaði:
vesley skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Það er verið að tala um að tæknin sé viðkvæm í bílum... og margir sammála því, og betra að hafa minna af henni en meira.

Við búum í norður atlantshafi og það hefur sitt að segja þetta veðurfar þegar það kemur að tækninni.

Getið bara tekið þetta cloud ykkar eitthvert annað.



Ísland er fjarri því að vera einstakt þegar það kemur að veðri. Það er nóg af salti, rigningu , kulda , snjó og drullu annarsstaðar í heiminum. Rétt umhirða kemur í veg fyrir vandamál tengt veðri í flestum ef ekki öllum tilfellum.

Ég fæ til mín í þrif marga bíla af sömu sort og þeir verst förnu deila allir því sama, skort á viðhaldi og umhirðu.
Auðvitað er til mánudags eintök eins og annarsstaðar og hef ég átt marga bíla og langeinfaldasti bíll sem ég hef átt bilaði langmest, var það VW Polo.



Svo talar maður við fólk sem býr t.d. í póllandi og þar elskar fólk VW. Þar eru þeir ekki að bila eins og hérna.


En jú, ég tel að við séum með sérstaklega erfitt veðurfar hér þegar það kemur að raftækjum sem standa úti allt árið.
Miklar sveiflur í veðurfari svo vægt sé til orða tekið.

Ég held að þú sért nú aðallega með eh Garðarbæjar bíla í bóninu þínu :lol:


Það sem ég hef mikið tekið eftir er að fólk almennt í evrópu og annars staðar tekur viðhald af meiri alvöru heldur en hérna. Þessar árlegu skoðanir á bílum hérna er algjört grín miðað við í mörgum öðrum löndum.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Þri 20. Sep 2022 16:26
af Moldvarpan
Mér finnst eins og ég sé soldið misskilinn.

Ég er ekki að segja að tækni sé slæm, síður en svo. Adblue er algjör snilld.

En tökum dæmi, hliðarspeglar sem fara sjálfkrafa inn þegar drepið er á bílnum, er ekki mjög sniðugt á íslandi finnst mér.
Þetta er svona óþarfa tækni, að mínu mati, sem ég myndi frekar vilja sleppa í okkar veðurfari.

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Þri 20. Sep 2022 17:35
af hagur
Moldvarpan skrifaði:Mér finnst eins og ég sé soldið misskilinn.

Ég er ekki að segja að tækni sé slæm, síður en svo. Adblue er algjör snilld.

En tökum dæmi, hliðarspeglar sem fara sjálfkrafa inn þegar drepið er á bílnum, er ekki mjög sniðugt á íslandi finnst mér.
Þetta er svona óþarfa tækni, að mínu mati, sem ég myndi frekar vilja sleppa í okkar veðurfari.


Minn bíll er með svoleiðis, ég bara slekk á því á veturna :happy

Re: Tæknin viðkvæm í nútíma bílum

Sent: Þri 20. Sep 2022 17:41
af Danni V8
Margir bílar sem eru búnir að vera á Íslandi í ca 15 ár með sjálfaðfallandi spegla og þeir eru ennþá í fína lagi.

Þegar BMW X5 kom fyrst með rafdrifinn dráttarkrók fyrir einhverjum 10 árum (eða þá sá ég það fyrst amk) þá var ég sannfærður um að þetta yrði ónýtt í þeim öllum eftir max 4 ár í íslenskum aðstæðum. En síðan núna 10 árum seinna er ég að sjá þetta í fína lagi í nokkrum svona bílum.

Öll tækni getur bilað, og einhver prósenta af fremleiddum stykkjum mun bila, en á mínum ferli sem bifvélavirki þá hef ég fátt séð sem er einstaklega viðkvæmt fyrir íslenskum aðstæðum.