Síða 1 af 1

Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 05. Okt 2022 20:15
af GuðjónR
Var að mæla mynsturdýptina í dekkjunum hjá mér, er með „heilsársdekk“ og framdekkin eru með 4mm dýpt en afturdekkin 6mm.
Finnst ykkur ástæða til að skipta um öll dekkin eða bara framdekkin? Kannski sniðugast að skipta um þau öll og selja gömlu dekkin á FB dekkjamarkaði?
IMG_2745.jpeg
IMG_2745.jpeg (975.87 KiB) Skoðað 8265 sinnum

IMG_2746.jpeg
IMG_2746.jpeg (952.97 KiB) Skoðað 8265 sinnum
IMG_1552.jpeg
IMG_1552.jpeg (1.55 MiB) Skoðað 8265 sinnum



p.s. Costco er með þá furðulegu stefnu að ný dekk eigi að vera að aftan því það sé hættulegt að vera með betri dekk að framan og þeir neita að setja bara ný dekk að framan, þannig að ef ég skipti bara um framdekk þá þarf ég annaðhvort að byrja á því að setja núverandi framdekk að aftan eða taka framdekkin undan og fara með þau til þeirra.
IMG_2450.jpeg
IMG_2450.jpeg (736.46 KiB) Skoðað 8265 sinnum

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 05. Okt 2022 20:22
af mikkimás
Ég er að heyra þetta í fyrsta skipti. Er svo einfaldur, hélt lengi að betri dekkin eigi að vera þar sem togið er mest, þ.e. að framan.

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 05. Okt 2022 20:44
af GullMoli
Þetta kemur frá Michelin framleiðandanum, heyrði þetta frá N1 líka. Annars dytti mér ekki í hug að vera ekki með jafn ný dekk allan hringinn, sparar ekki í dekkjum.. hvað þá svona.

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 05. Okt 2022 20:45
af codemasterbleep
Ef þú ert á fjórhjóladrifnum bíl þá er einhver einhversstaðar sem vill meina að nýr umgangur sé málið.

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 05. Okt 2022 21:03
af Henjo
Fór í sumar í Costco og fékk ný dekk að framan og það var ekkert mál, ekkert nefndt eða varað mig við neinu. Hef heyrt að það þurfi að keyra dekk nokkur hundruð kílómetra að ná fram fullri virkni hvað grip og annað varðar.

Annars myndi ég seiga að kaupa ný framdekk, láta afturdekk eiga sig (eða bara svissa og láta verri dekkinn að aftan, og ekki keyra eins og brjálæðingur í vetur)

- ef dekk er með 6mm er nóg eftir að mínu mati, sérstaklega ef þau eru ekkert það gömul. En auðvitað fólk sem segir að öryggið sé í fyrsta sæti og því alltaf bara kaupa nýtt allan hringinn, og keyra síðan á þjóðveginum á 120km/h.

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 05. Okt 2022 21:38
af audiophile
codemasterbleep skrifaði:Ef þú ert á fjórhjóladrifnum bíl þá er einhver einhversstaðar sem vill meina að nýr umgangur sé málið.


Nýr umgangur er oftast málið en einmitt líka heyrt að það sé nauðsynlegt á fjorhjóladrifnum bílum því misslitin dekk fara illa með drifin til lengdar ef þau eru ekki öll jafn stór.

Maður sparar ekki í skóm, rúmi og dekkjum.

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 05. Okt 2022 21:44
af MrIce
Eina sem ég get sagt með þetta, ef þú ert í vafa með dekkin, skiptu þá um öll 4. Ekki spara í öryggi.

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 05. Okt 2022 21:46
af kjartanbj
Skipta um öll dekkin. það skiptir í raun engu máli hvort betri dekkin séu að framan eða aftan það er jafn vont, ég hef lent í því fyrir mörgum árum að vera á bíl sem ég átti ekki og var á góðum dekkjum að framan en mjög lélegum að aftan um vetur að ég tók beygju sem var í smá halla og afturendin á bílnum fór beint út á hlið þar sem það var ekkert grip í dekkjunum og bíllinn endaði á kant.

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 05. Okt 2022 22:51
af agust1337
Ef þú hefur ekki peninginn og átt annað hvort framhjóladrifinn eða afturhjóladrifinn bíl þá er "í lagi" að skipta eingöngu um dekk þar sem drifið er, en með 4x4 bíla þá skaltu ávalt skipta um öll dekkin í einu.
En þrátt fyrir þetta finnst mér að maður eigi að skipta um öll í einu.
Og þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef heyrt það, en ég veit að það getur tekið allt að 1-2000þ km fyrir ný dekk fyrir "break in period"

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 05. Okt 2022 23:08
af littli-Jake
Henjo skrifaði:Fór í sumar í Costco og fékk ný dekk að framan og það var ekkert mál, ekkert nefndt eða varað mig við neinu. Hef heyrt að það þurfi að keyra dekk nokkur hundruð kílómetra að ná fram fullri virkni hvað grip og annað varðar.

Annars myndi ég seiga að kaupa ný framdekk, láta afturdekk eiga sig (eða bara svissa og láta verri dekkinn að aftan, og ekki keyra eins og brjálæðingur í vetur)


Fyrir nokkrum áratugum voru dekk húðuð með efni til að þau litu vel út þegar þau væru keypt. Þessu var hætt/bannað af augljósum ástæðum sem þú bendir sjálfur á.

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 05. Okt 2022 23:13
af littli-Jake
Notaðu þessi "heilsársdekk" sem sumardekk næsta sumar og hentu þeim svo.
Fáðu þér svo Michelin X-ice fyrir veturinn. Frábært dekk. Er búinn með 1 gang og ætla að kaupa annan.

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 05. Okt 2022 23:53
af pattzi
Alveg nóg að skipta um framdekkinn svona oftast ... en hver metur þetta fyrir sig

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Fim 06. Okt 2022 07:14
af Hlynzi
Maður þarf að passa sig að víxla fram og afturdekkjum eftir kannski 1-2 ár (fyrir heilsársdekk) til að reyna að jafna slitið. Í gamla daga þegar ég nennti að taka 2 dekk og skipta út setti ég þau oftast að framan þar sem ég vildi hafa gripið á stýrishjólum uppá að bremsa og stýra, ég er mun frekar til í að missa afturendann á bílnum í eitthvað skrið en framendann.

EN þessi dekk eru það ódýr, ég er sjálfur nýbúinn að skipta út dekkjum í Michelin Alpin 6 heilsársdekk í Costco, gangurinn kostaði 107 þús. (16") og mér sýnist þinn gangur kosta heilar 65.000 kr. undir kominn, svo það er ekki spurning að skipta öllum dekkjunum út, ég skoðaði nóturnar með síðasta gangi og þau dekk voru að endast í 4 ár og rúmlega 50.000 km.

Svo gleymist eitt líka oft, veghljóð inní bíl snarlækkar oft í bílnum með nýjum góðum dekkjum.

Persónulega myndi ég bara henda hinum dekkjunum, getur prófað að selja þau á 10-15 þús. kall, en gæti endað jafnvel sem meira vesen en minna fyrir ekki hærri upphæð (þau fara alltaf ef þú auglýsir þau á gefins á facebook eða bland)

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Fim 06. Okt 2022 07:47
af Viktor
Hélt einmitt að betri dekk ættu að vera að framan, framhjólin sjá um mesta álagið þegar þú bremsar.

Þess vegna eru miklu stærri bremsudiskar að framan.

Svo er stýrið á framhjólum og betra að vera með meira grip í stýrinu í snjó.

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Fim 06. Okt 2022 08:32
af Moldvarpan

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Fim 06. Okt 2022 08:47
af audiophile
Moldvarpan skrifaði:https://www.oponeo.co.uk/blog/better-tyres-in-the-front-or-back-test-results

Hér er þetta rakið, kostir og gallar.


Áhugavert. Takk fyrir að deila þessu.

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Fim 06. Okt 2022 10:31
af GuðjónR
Takk fyrir öll svörin, virkilega fróðlegt að lesa í gegn.
Miðað við aðstæður (unglingur með nýtt bílpróf farinn að nota bílinn) þá held ég að skynsamlegast sé að setja ný dekk allan hringinn.
Gera svo eins og „littli-Jake“ sagði, nota gömlu dekkin sem sumardekk næsta sumar eða þá selja þau á 1/3 af nývirði í einhverri FB grúppu.

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 02. Ágú 2023 20:47
af SiggiHreggs
veltur líka mikið á dagsetningu framleiðslu hvað eru þau gömul X gömul bara í ruslið sama þótt full af munstri eftir

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 02. Ágú 2023 22:20
af pattzi
Bara sleppa því að versla við costco ef þeir eru að skipta sér af hvernig þú vilt hafa þetta ;)

Til mörg önnur dekkjaverkstæði, var með sömu afturdekk í 6 ár meðan ég þurfti að kaupa 3x að framan á sama tíma einhverntímann

annars bara best að eiga þetta sjálfur á felgum og skipta sjálfur,kaupa svo bara nýjar felgur á x ára fresti með dekkjum á :happy

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Mið 02. Ágú 2023 23:05
af Henjo
Mér finnst best að láta costco skipta fyrir mig því þeir einmitt fara eftir því sem framleiðandi segir og ekkert rugl. Þeir eru ekki að láta bara eitthv loftþrýsting í dekkið og eru ekki að herða eins og þeir geta. Þeir herða eft því sem framleiðandin gefur upp sömuleiðis með loftþrýsting.

Hef sjálfur látið Costco bara setja ný dekk að framan. Það var gert án vandræða.

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Fim 03. Ágú 2023 12:40
af Danni V8
Í mínu tilfelli hef ég ekkert val um hvort dekkin fara að framan eða aftan. Mismunandi stærðir.

En samt kaupi ég alltaf öll ný. Fullkomnunaráráttan þegar kemur að bílunum mínum er svo mikil að ég fæ illt í sálina að vita af mismunandi dekkjum undir þeim.

Re: Mynsturdýpt dekkja, skipta um öll eða bara framdekk?

Sent: Fim 03. Ágú 2023 14:20
af GuðjónR
Ég endaði þarna í fyrra á því að kaupa fjögur ný dekk, eina vitið. Setti svo gömlu undir í apríl og nota þau þangað til ég set þessi "nýju" aftur undir í okt/nov. Það sér varla á þeim eftir 6 mánaða akstur.