Síða 1 af 1

Hvaða bílasölu mælið þið með?

Sent: Mið 12. Okt 2022 10:12
af tomasandri
Sælir vaktarar,
ég þarf að selja bílinn minn og vill gera það í gegnum bílasölu þar sem ég bý úti á landi og get ekki verið að skutlast endalaust í bæinn til að sýna hann og þessháttar.
Ég hef nákvæmlega eeeenga reynslu af bílasölum á höfuðborgarsvæðinu og því spyr ég hvort að þið mælið með einhverri ákveðni sölu? :D

Re: Hvaða bílasölu mælið þið með?

Sent: Mið 12. Okt 2022 10:16
af Oddy
Bílasala Akureyrar, topp þjónusta.

Re: Hvaða bílasölu mælið þið með?

Sent: Mið 12. Okt 2022 10:44
af RassiPrump
Ég keypti minn af Bílasölu Íslands fyrir nokkrum árum síðan, í gegnum Inga Garðar, hann var alltaf til í að svara öllum spurningum, fara með hann í söluskoðun og hann bauðst til að sækja mig í flug þar sem að ég kom frá Austfjörðum til að sækja bílinn, toppgæi og topp þjónusta.

Re: Hvaða bílasölu mælið þið með?

Sent: Mið 12. Okt 2022 10:45
af Bengal
Get tekið undir hjá síðasta ræðumanni að Bílasala Íslands er með mjög góða þjónustulund. Keypti bíl í gegnum þá fyrr á árinu.

edit: ruglaðist á nöfnum, enda eru þau öll nánast eins.
Íslandsbílar var salan sem ég átti í viðskiptum við.