
Núna er gamli góði bílinn kominn með nýtt vesen.
Þegar ef sný lyklinum í swissinum til að ræsa vélina þá kemur eitt "click", og ekkert meira. Það koma ljós á mælaborðið, útvarp og öll ljós virðast virka fínt.
Það sem ég er búinn að gera
- Fá start frá 2 mismunandi bílum.
- Mæla rafgeymi, 12.4-12.6v
- Ýta bílnum í gang og mæla rafgeymi, 14.Xv
Rafgeymirinn virðist því vera í lagi og hleður vel þegar hann er í gangi, mig grunar því að þetta gæti verið starterinn.
En hvað segja snillingarnir?
