Síða 1 af 1

Stýrismaskína ?

Sent: Mið 19. Apr 2023 18:03
af Sera
Ég veit nánast ekkert um bíla - en langaði að spyrja hér ef kannski einhver veit meira en ég :)

Ég er með 2016 árg. af Subaru Forester - ekinn 61 þús. km. Ég er búin að eiga hann frá upphafi, alltaf farið með hann í allar þjónustuskoðanir og smurningu á réttum tíma. Lítið ekinn.
Ég fór með hann í smurningu um daginn og lét kanna svona lága smelli sem koma þegar ég sný stýrinu, heyri ekki við akstur, bara þegar bíllinn er kyrrstæður og ég sný stýrinu eða ef ég er að bakka í stæði og sný stýrinu. Þeir segja að það þurfi að skipta um stýrismaskínu - sem er frekar dýr viðgerð :cry: Bíllinn er ekki þyngri í stýri en vanalega, eina sem er að eru þessir lágu smellir við að snúa stýri.

Er "eðlilegt" að þessi stýrismaskína sé farin í bíl sem verður 7 ára í október og ekinn svona lítið? Ég hef aldrei lent í þessu með neinn annan bíl sem ég hef átt. Bíllinn er að öðru leiti í mjög fínu lagi.

Re: Stýrismaskína ?

Sent: Mið 19. Apr 2023 18:23
af ColdIce
Í fyrra fór stýrismaskína hjá mér í 2015 Ford Kuga. Kostaði ný 500k en hægt að fá uppgerða á 200k með ísetningu

Re: Stýrismaskína ?

Sent: Mið 19. Apr 2023 19:48
af jonsig
búinn að chekka á fastparts.is ? þeir flytja inn endursmíðað svona dót.

Þetta er samt örugglega að verða dýrt ef þú gerir þetta ekki sjálfur. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir kallar hérna sem kunna að laga svona lengur á Íslandi.

Re: Stýrismaskína ?

Sent: Mið 19. Apr 2023 20:21
af Sera
jonsig skrifaði:búinn að chekka á fastparts.is ? þeir flytja inn endursmíðað svona dót.

Þetta er samt örugglega að verða dýrt ef þú gerir þetta ekki sjálfur. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir kallar hérna sem kunna að laga svona lengur á Íslandi.


Já, 168 þús. hjá Fastparts. ca. 300 þús. nýtt fyrir utan vinnuna. Þetta er líklega að fara að slaga í hálfa milljón.

Re: Stýrismaskína ?

Sent: Mið 19. Apr 2023 20:35
af jonsig
Sera skrifaði:
jonsig skrifaði:búinn að chekka á fastparts.is ? þeir flytja inn endursmíðað svona dót.

Þetta er samt örugglega að verða dýrt ef þú gerir þetta ekki sjálfur. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir kallar hérna sem kunna að laga svona lengur á Íslandi.


Já, 168 þús. hjá Fastparts. ca. 300 þús. nýtt fyrir utan vinnuna. Þetta er líklega að fara að slaga í hálfa milljón.


Það er dýrt að eiga bíl, en vanur maður þarf ekkert endilega að vera lengi að gera þetta. Ef þú ert eitthvað iðnmenntaður þá myndi ég hiklaust reyna laga þetta sjálfur, því bifvélavirkjun snýst voða mikið um að kunna bara að skrúfa dót í sundur og setja saman rétt aftur eftir leiðbeiningum.
Það eru nokkur video á youtube með steering rack

Re: Stýrismaskína ?

Sent: Mið 19. Apr 2023 20:44
af gunni91
Sera skrifaði:
jonsig skrifaði:búinn að chekka á fastparts.is ? þeir flytja inn endursmíðað svona dót.

Þetta er samt örugglega að verða dýrt ef þú gerir þetta ekki sjálfur. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir kallar hérna sem kunna að laga svona lengur á Íslandi.


Já, 168 þús. hjá Fastparts. ca. 300 þús. nýtt fyrir utan vinnuna. Þetta er líklega að fara að slaga í hálfa milljón.



Fórstu með bílinn til BL?

Flat rate að skipta um þessa maskínu er 2.5 klst

Re: Stýrismaskína ?

Sent: Mið 19. Apr 2023 20:47
af jonsig
Síðan þarf að hjólastilla bílinn eftir þetta. Það er ekki séns að herða stýrisendana rétta til baka uppá millimeter.

Re: Stýrismaskína ?

Sent: Mið 19. Apr 2023 20:55
af gunni91
jonsig skrifaði:Síðan þarf að hjólastilla bílinn eftir þetta. Það er ekki séns að herða stýrisendana rétta til baka uppá millimeter.


jam, total 2.5 klst með hjólastillingu er ca flat rate frá Subaru.

Re: Stýrismaskína ?

Sent: Mið 19. Apr 2023 21:53
af Sera
gunni91 skrifaði:
Sera skrifaði:
jonsig skrifaði:búinn að chekka á fastparts.is ? þeir flytja inn endursmíðað svona dót.

Þetta er samt örugglega að verða dýrt ef þú gerir þetta ekki sjálfur. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir kallar hérna sem kunna að laga svona lengur á Íslandi.


Já, 168 þús. hjá Fastparts. ca. 300 þús. nýtt fyrir utan vinnuna. Þetta er líklega að fara að slaga í hálfa milljón.



Fórstu með bílinn til BL?

Flat rate að skipta um þessa maskínu er 2.5 klst


Nei, ég á eftir að heyra í BL svo ég er ekki alveg með á hreinu hvað vinnan kemur til með að kosta.

Re: Stýrismaskína ?

Sent: Mið 19. Apr 2023 22:11
af gunni91
Sera skrifaði:
gunni91 skrifaði:
Sera skrifaði:
jonsig skrifaði:búinn að chekka á fastparts.is ? þeir flytja inn endursmíðað svona dót.

Þetta er samt örugglega að verða dýrt ef þú gerir þetta ekki sjálfur. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir kallar hérna sem kunna að laga svona lengur á Íslandi.


Já, 168 þús. hjá Fastparts. ca. 300 þús. nýtt fyrir utan vinnuna. Þetta er líklega að fara að slaga í hálfa milljón.



Fórstu með bílinn til BL?

Flat rate að skipta um þessa maskínu er 2.5 klst


Nei, ég á eftir að heyra í BL svo ég er ekki alveg með á hreinu hvað vinnan kemur til með að kosta.



Hentu á mig PM með bílnúmeri og ég skal skoða. Það er ekkert verkstæði á landinu sem mun rukka flat rate fyrir svona verk nema BL ( tíminn sem framleiðandi segir að þetta eigi að taka), ss þó bifvélavirki sé mögulega 3-4 klst að þessu verður samt bara rukkað 2.5 klst - 64.750 kr fullt verð.

Starfa í ábyrgðarmálum hjá BL og langar smá að skoða þó bíllinn sé kominn fjögur ár út fyrir ábyrgð

Re: Stýrismaskína ?

Sent: Mið 19. Apr 2023 22:22
af Sera
gunni91 skrifaði:
Sera skrifaði:
gunni91 skrifaði:
Sera skrifaði:
jonsig skrifaði:búinn að chekka á fastparts.is ? þeir flytja inn endursmíðað svona dót.

Þetta er samt örugglega að verða dýrt ef þú gerir þetta ekki sjálfur. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir kallar hérna sem kunna að laga svona lengur á Íslandi.


Já, 168 þús. hjá Fastparts. ca. 300 þús. nýtt fyrir utan vinnuna. Þetta er líklega að fara að slaga í hálfa milljón.



Fórstu með bílinn til BL?

Flat rate að skipta um þessa maskínu er 2.5 klst


Nei, ég á eftir að heyra í BL svo ég er ekki alveg með á hreinu hvað vinnan kemur til með að kosta.



Hentu á mig PM með bílnúmeri og ég skal skoða. Það er ekkert verkstæði á landinu sem mun rukka flat rate fyrir svona verk nema BL ( tíminn sem framleiðandi segir að þetta eigi að taka), ss þó bifvélavirki sé mögulega 3-4 klst að þessu verður samt bara rukkað 2.5 klst - 64.750 kr fullt verð.

Starfa í ábyrgðarmálum hjá BL og langar smá að skoða þó bíllinn sé kominn fjögur ár út fyrir ábyrgð


Takk, sendi þér skilaboð.

Re: Stýrismaskína ?

Sent: Fös 28. Apr 2023 09:57
af Sera
Update:

Verð að koma hérna inn til að hrósa BL fyrir frábæra þjónustu. Kom í ljós í skoðun hjá þeim að þetta er alls ekki stýrismaskínan heldur stýrisendarnir. Mun hagstæðari viðgerð fyrir mig :) Fékk flotta þjónustu og frábært að fá aðstoð frá @gunni91 sem breytti miklu fyrir mig.

Takk fyrir hjálpina