Síða 1 af 3

Tesla lækkar verð

Sent: Fös 01. Sep 2023 17:37
af afrika
Sælir,

Tók eftir því að Tesla var að lækka verð á MS og MX. Fyrir þá(eins og mig) sem keyptu sér MS fyrir 3 vikum.. á maður ekki rétt á að fá þessa lækkun endurgreidda..? Frekar súrt að tapa þessum pening fyrir örfáa daga :/

Er ekkert um svona lagað í neytendalögum?

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Fös 01. Sep 2023 17:42
af Fungus
Ef þú ert ekki búinn að fá bílinn afhendann þá held ég að þú getir breytt pöntuninni og fengið þannig nýja verðið.

Varstu búinn að heyra beint í þeim?

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Fös 01. Sep 2023 17:56
af afrika
Ég fékk hann fyrir nkl. 3x vikum í dag. Þannig ég næ ekki að breyta pöntun. Ég á eftir að heyra í þeim með þetta. Mig rámaði eitthvað að það ef verð lækkaðu innan 30 daga frá kaup degi þá ætti maður rétt á endurgreiðslu á mismuninum en kannski dreymdi mig það bara. Sigh..

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Fös 01. Sep 2023 20:31
af MrIce
Sakar ekki að tala við neytendasamtökin, athuga hvað þeir segja.

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Fös 01. Sep 2023 20:41
af Trihard
Á bls. 4 í Teslu samningnum stendur að það sé 14 daga skilaréttur á ökutækinu frá því að þú fékkst bílinn afhentan að "notkunarkostnaði" frádregnum:
https://www.tesla.com/is_IS/order/downl ... el_code=mp

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Fös 01. Sep 2023 20:55
af mikkimás
afrika skrifaði:Sælir,

Tók eftir því að Tesla var að lækka verð á MS og MX. Fyrir þá(eins og mig) sem keyptu sér MS fyrir 3 vikum.. á maður ekki rétt á að fá þessa lækkun endurgreidda..? Frekar súrt að tapa þessum pening fyrir örfáa daga :/

Er ekkert um svona lagað í neytendalögum?


Um hvað, má ég spyrja?

Þó þetta séu nokkrir dagar (og það er súrt, ég veit) þá veit ég ekki til þess að Tesla eða nokkru öðru fyrirtæki á landinu sé skylt að auglýsa afslætti eða verðlækkanir áður en þær taka gildi.

Þetta er bara óheppni sem mér sýnist þú verða að taka með jafnaðargeði.

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Fös 01. Sep 2023 21:00
af appel
Hvernig réttlætið þið að eyða svona mörgum milljónum í raun yfirstórt hlaupahjól?

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Fös 01. Sep 2023 21:04
af littli-Jake
Ef að verðið hefði hækkað en ekki lækkað hefðir þú verið til í að borga mismuninn?

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Fös 01. Sep 2023 22:14
af rapport
Það er engin "verðvernd" í lögum eða reglum, fólk á nógu erfitt með heiðarleg viðskipti nú þegar. Svona aukaflækja mundi ekki skapa virði.

En á meðan Tesla er bara að framleiða sömu bílana og ná betri hagkvæmni þá er líka eðlilegt að þeir verði ódýrari neð tímanum.

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Fös 01. Sep 2023 22:40
af GuðjónR
Hversu mikill verðmunur er núna og fyrir þremur vikum ef ég má spyrja?

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Lau 02. Sep 2023 00:38
af Danni V8
appel skrifaði:Hvernig réttlætið þið að eyða svona mörgum milljónum í raun yfirstórt hlaupahjól?

Ef þú hefur engan áhuga á bílum og finnst jafn spennandi að þurfa að kaupa nýjan bíl og nýjan ísskáp, þá eru engin rök sem munu réttlæta svona.

Ef manni langar í eitthvað, og hefur efni á því, þá á ekki að þurfa að réttlæta það meira :)

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Lau 02. Sep 2023 00:44
af appel
Bróðir minn keypti í fyrradag svona Y módel, á enn eftir að sjá þetta fyrirbæri.
Bruðl dettur mér í hug fyrst og fremst.

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Lau 02. Sep 2023 02:18
af worghal
appel skrifaði:Bróðir minn keypti í fyrradag svona Y módel, á enn eftir að sjá þetta fyrirbæri.
Bruðl dettur mér í hug fyrst og fremst.

þetta eru líka svo ljótir bílar :lol:

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Lau 02. Sep 2023 08:51
af CendenZ
Okkar heimili er búið að vera á:

Corolla '94
Passat '97
Passat 2002
Land cruiser 2003
Volvo s60 2003
Renault 2006
Toyota Avensins 2007
Hyundai i30 2009
Kia 2010
Passat 2012
Suzuki Jepplingur 2014
Golf Highline Station 2015
Tundra 2008
Tesla Y 2022

Tesla er _lang_ besti fjölskyldubíllinn hingað til.

held ég hafi ekki gleymt neinum bíl O:)

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Lau 02. Sep 2023 10:47
af kjartanbj
CendenZ skrifaði:Okkar heimili er búið að vera á:

Corolla '94
Passat '97
Passat 2002
Land cruiser 2003
Volvo s60 2003
Renault 2006
Toyota Avensins 2007
Hyundai i30 2009
Kia 2010
Passat 2012
Suzuki Jepplingur 2014
Golf Highline Station 2015
Tundra 2008
Tesla Y 2022

Tesla er _lang_ besti fjölskyldubíllinn hingað til.

held ég hafi ekki gleymt neinum bíl O:)



Ég er búin að eiga yfir 40 bíla.. Teslurnar 2 sem ég hef átt eru með yfirburði af þeim bílum.

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Lau 02. Sep 2023 11:58
af afrika
GuðjónR skrifaði:Hversu mikill verðmunur er núna og fyrir þremur vikum ef ég má spyrja?


Sirka 1,5-2mill

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Lau 02. Sep 2023 12:02
af GuðjónR
afrika skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Hversu mikill verðmunur er núna og fyrir þremur vikum ef ég má spyrja?


Sirka 1,5-2mill

Holy, skil vel að þú sért svekktur. Prófaðu að hringja í þá á mánudagsmorgun. Sakar ekki að prófa.

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Lau 02. Sep 2023 15:57
af Semboy
Ég hef átt yfir 4 bíla
honda jazz
honda jazz
honda jazz
og
honda jazz!
Ég á efni að staðgreiða fyrir teslu, en afhverju? Honda jazz bara virkar

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Lau 02. Sep 2023 23:19
af appel
kjartanbj skrifaði:
CendenZ skrifaði:Okkar heimili er búið að vera á:

Corolla '94
Passat '97
Passat 2002
Land cruiser 2003
Volvo s60 2003
Renault 2006
Toyota Avensins 2007
Hyundai i30 2009
Kia 2010
Passat 2012
Suzuki Jepplingur 2014
Golf Highline Station 2015
Tundra 2008
Tesla Y 2022

Tesla er _lang_ besti fjölskyldubíllinn hingað til.

held ég hafi ekki gleymt neinum bíl O:)



Ég er búin að eiga yfir 40 bíla.. Teslurnar 2 sem ég hef átt eru með yfirburði af þeim bílum.


40 bílar úff, áttu einhvern pening? :D Fer hann ekki allur í bifreiðarnar?

Annars keypti ég minn bíl árið 1999 og er enn á honum, hann er orðinn 24 ára gamall og verður fornbíll á næsta ári.
Hef því bara þurft að kaupa einn bíl á um 25 árum. Það þýðir að ég hef geta notað peningana sem annars hefðu farið í að endurnýja bílinn reglulega í að kaupa mér fínni íbúð og góðum stað. Þannig að í mínum huga, og það er bara persónubundið kannski við mig, þá finnst mér það að eyða svona peningum í bíla vera glórulaust.

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Lau 02. Sep 2023 23:37
af GullMoli
appel skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
CendenZ skrifaði:Okkar heimili er búið að vera á:

Corolla '94
Passat '97
Passat 2002
Land cruiser 2003
Volvo s60 2003
Renault 2006
Toyota Avensins 2007
Hyundai i30 2009
Kia 2010
Passat 2012
Suzuki Jepplingur 2014
Golf Highline Station 2015
Tundra 2008
Tesla Y 2022

Tesla er _lang_ besti fjölskyldubíllinn hingað til.

held ég hafi ekki gleymt neinum bíl O:)



Ég er búin að eiga yfir 40 bíla.. Teslurnar 2 sem ég hef átt eru með yfirburði af þeim bílum.


40 bílar úff, áttu einhvern pening? :D Fer hann ekki allur í bifreiðarnar?

Annars keypti ég minn bíl árið 1999 og er enn á honum, hann er orðinn 24 ára gamall og verður fornbíll á næsta ári.
Hef því bara þurft að kaupa einn bíl á um 25 árum. Það þýðir að ég hef geta notað peningana sem annars hefðu farið í að endurnýja bílinn reglulega í að kaupa mér fínni íbúð og góðum stað. Þannig að í mínum huga, og það er bara persónubundið kannski við mig, þá finnst mér það að eyða svona peningum í bíla vera glórulaust.


Væntanlega hver einn og einasti bíll seldur aftur ;)

Aðal bíllinn okkar er fyrst núna að lækka aðeins í endursölu verði en hefur annars haldið verðgildi sínu (í krónum talið) frá því við keyptum hann notaðan árið 2020.

Persónulega finnst mér ekki þess virði að taka sénsinn á því að aka um með fjölskylduna mína í gömlum bíl.

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Lau 02. Sep 2023 23:54
af Hrotti
appel skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
CendenZ skrifaði:Okkar heimili er búið að vera á:

Corolla '94
Passat '97
Passat 2002
Land cruiser 2003
Volvo s60 2003
Renault 2006
Toyota Avensins 2007
Hyundai i30 2009
Kia 2010
Passat 2012
Suzuki Jepplingur 2014
Golf Highline Station 2015
Tundra 2008
Tesla Y 2022

Tesla er _lang_ besti fjölskyldubíllinn hingað til.

held ég hafi ekki gleymt neinum bíl O:)



Ég er búin að eiga yfir 40 bíla.. Teslurnar 2 sem ég hef átt eru með yfirburði af þeim bílum.


40 bílar úff, áttu einhvern pening? :D Fer hann ekki allur í bifreiðarnar?

Annars keypti ég minn bíl árið 1999 og er enn á honum, hann er orðinn 24 ára gamall og verður fornbíll á næsta ári.
Hef því bara þurft að kaupa einn bíl á um 25 árum. Það þýðir að ég hef geta notað peningana sem annars hefðu farið í að endurnýja bílinn reglulega í að kaupa mér fínni íbúð og góðum stað. Þannig að í mínum huga, og það er bara persónubundið kannski við mig, þá finnst mér það að eyða svona peningum í bíla vera glórulaust.


Sumum finnst bara skemmtilegra að njóta þess sem lífið hefur uppá að bjóða hvort sem það eru bílar eða annað, það þarf ekki allt að borga sig. Svo eru líka miklu fleiri en fólk heldur, sem finnst 7-8mills fyrir bíl vera klink.

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Sun 03. Sep 2023 00:07
af appel
Jájá, þetta er persónubundið. Sumum finnst voða gott að vera á flottum bíl, ég get skilið það. En það er samt ekki hátt í forgangsröðun hjá mér. Reyndar bilaði bíllinn minn síðasta vetur í 2 mánuði og ég bara fór í strætó, svo komst hann í lag.

En þessi punktur með öryggi. Elon Musk segir sjálfur að ef þú vilt vera öruggur þá viltu vera á stórum þungum bíl.
https://www.youtube.com/shorts/8J-i5lub1zw

Rafmagnsbílar, Teslur, eru mun þyngri en jafnstórir bensín/díselbílar, UMTALSVERT, rafhlöðurnar eru svo þungar. Þetta er orðið vandamál í umferðaröryggi.
https://www.youtube.com/shorts/rNFgHvC_OkE

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Sun 03. Sep 2023 01:02
af Trihard
Sjálfkeyrslu hugbúnaðurinn hjá þeim (version 12.0) er farinn að nýta gervigreindar þjálfuð gögn en það þýðir í grófum dráttum að það er enginn kóði sem segir bílnum að stöðva fyrir framan stöðvunarskilti, bíllinn veit ekki hvað stöðvunarskilti er heldur framkvæmir hann það sem þúsundir annarra Tesla bíla gera sem er að stoppa.

Það væri ágætt ef Evrópsku pólítíkusarnir sem þyggja mútur frá Þýsku risaeðlubílafyrirtækjunum hættu nú að tefja fyrir prófunum á þessum hugbúnaði í Evrópu. Þá gætu Teslurnar verið raunverulega öruggustu hlunkarnir í umferðinni :guy

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Sun 03. Sep 2023 04:56
af urban
appel skrifaði:En þessi punktur með öryggi. Elon Musk segir sjálfur að ef þú vilt vera öruggur þá viltu vera á stórum þungum bíl.


Þessi punktur með öryggið er nefnilega alveg risastór.
Þú átt alveg að sleppa því að vera að spá í stærð bíla þegar að talað er um öryggi, þar sem að þú ert á 24 ára gömlum bíl.

Ástæða nr 1, tvö og 3 fyrir því að þú átt að vera búin að skipta um bíl er einmitt öryggið.
Ef að þú ert einsamall, keyrir alltaf einn og er í raun slétt sama um aðra, þá þarftu þess svo sem ekki, en ef að þú átt fjölskyldu sem að þú keyrir í 24 ára gamal bílnum þínum, þá áttu einmitt að fá þér nýlegan bíl í dag bara útaf því að hann er svo miklu öruggari en bílinn sem að þú ert á.

ódýrasti og ómerkilegasti nýji billinn í dag er mikið öruggari bíll en sá öruggasti var fyrir 24 árum.

Re: Tesla lækkar verð

Sent: Sun 03. Sep 2023 08:25
af Moldvarpan
Nú langar mig soldið að spurja þá sem eru að tala um að Tesla sé _LANGBESTI_ bíll sem þeir hafa átt, eins og var sagt fyrr í þræðinum.

Hvað er það við Tesluna sem gerir hana að _LANGBESTA_ bíl sem þið hafið átt? Hvað hefur hún fram á að bjóða sem aðrir bílar gera ekki?